Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2017, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2017, Page 38
Helgarblað 24.–27. mars 201738 Skrýtið Sakamál L am Luong, 38 ára atvinnu- laus víetnamskur flóttamaður, hafði verið í óvígðri sambúð með Kieu Phan, 23 ára. Þegar þessi frásögn hefst, 7. janúar árið 2008, áttu Lam og Kieu þrjú börn saman; Hönnuh, tveggja ára, Lindsey, eins árs, og Danny, fjögurra mánaða. Að auki átti Lam soninn Ryan, þriggja ára, frá fyrra sambandi. Þau bjuggu í Mobile-sýslu í Alabama í Bandaríkj- unum og Lam hafði unnið við rækju- veiðar, en þegar þarna var komið sögu hafði hann mælt göturnar um nokkurt skeið og virst sáttur við það. Rauk burt í fússi Fyrrnefndan dag sló í brýnu með Lam og Kieu og lauk deilum þeirra á þann veg að Lam ók að heiman í fússi. Leið hans lá að brúnni sem tengir strönd Alabama við Dauphin- ey í Mexíkóflóa. En Lam Loung var ekki einn í bílnum því í aftursætinu voru börnin fjögur, ráðvillt og vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Þegar Lam var kom- inn á brúna tók hann börnin, hvert á fætur öðru, og fleygði þeim fram af 25 metra hárri brúnni. Sakleysið uppmálað Þegar Lam var handtekinn var hann sakleysið uppmálað. Hann hélt því fram fullum fetum að tvær asískar konur hefðu rænt börnunum. Sú fullyrðing féll í grýttan jarðveg hjá laganna vörðum. Lík þriggja barnanna fundust á næstu dögum, en fjórða líkið fannst ekki fyrr en hálfum mánuði síðar. Lam, sem hafði haldið fast við upp- haflegu skýringar sínar, játaði að lok- um á sig ódæðið en dró síðar játn- ingu sína til baka. Landeyða Við réttarhöldin tók Lam ekki til varna fyrir sjálfan sig en bað Kieu fyrirgefn- ingar. Kieu bar vitni og sagði að Lam væri í sambandi við aðra konu og að hann væri óttaleg landeyða; hann hefði til að mynda ekki sýnt nokkurn áhuga á að finna sér nýjan starfa eft- ir að fjölskyldan flutti aftur til Mobile- sýslu frá Georgíu, en þangað hafði fjölskyldan flutt í kjölfar fellibyljarins Katrina. Báðu dómarann að sýna miskunn Verjendur Lam sögðu hann háðan fíkniefnum og þunglyndan í þokka- bót og biðluðu til dómarans, Charles Graddick, að láta lífstíðardóm, án möguleika á reynslulausn, duga. En Graddick var ekki á þeim bux- unum, sagði enda að allt mælti með þyngri refsingu. Sagði dómarinn að börnin hlytu að hafa verið „skelfingu lostin“ þegar þau féllu 25 metra niður í kaldan sjóinn og þau hefðu verið á lífi þegar þau skullu á vatnsyfirborðinu. Viðbótarrefsing Í mars 2009 kvað kviðdómur upp sinn úrskurð og mælti með dauðarefsingu og 30. apríl sama ár var Lam Luong dæmdur til dauða og skyldi dómnum, þegar þar að kæmi, fullnægt með ban- vænni sprautu. En Charles Graddick dómari bætti um betur og gaf fangavörðum þau fyr- irmæli að þeir skyldu sýna Lam ljós- myndir af börnunum sem hann hafði myrt. Þetta skyldi gert daglega til skapadægurs Lam. Snúningur í lokin En ekki var málinu þó lokið því í febr- úar 2013 komst áfrýjunardómstóll að þeirri niðurstöðu að Lam Luong hefði ekki fengið sanngjarna málsmeðferð og ógilti hvort tveggja sakfellinguna og dauðadóminn. Var það mat áfrýjunardómstóls- ins að öll athyglin og umfjöllunin um morðin í Mobile-sýslu á sínum tíma hefði haft áhrif á réttarhöldin og allt sem þeim tengdist. Það kom til kasta Hæstarétt- ar Alabama að fá botn í málið og sá botn fékkst um miðjan mars árið 2014. Niðurstaða hæstaréttar var að ekkert hefði verið ámælisvert í réttarhöldun- um yfir Lam og að upphaflegur dóm- ur skyldi standa. n Myrti börn sín fjögur n Rifrildi Lam og Kieu hafði alvarlegar afleiðingar n Börnin féllu 25 metra Brúin Vett- vangur ódæðis Lam Luong. „Sagði dómarinn að börnin hlytu að hafa verið „skelfingu lostin“ þegar þau féllu 25 metra niður í kaldan sjóinn. Lam Luong Full- yrti að börnunum hefði verið rænt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.