Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2017, Side 42
Helgarblað 24.–27. mars 201742 Menning
M
ottóið sem við höfum
haft að leiðarljósi allan
tímann er að þetta verð-
ur að skítlúkka,“ seg-
ir Loji Höskuldsson tón-
og myndlistarmaður og Tanja Huld
Leví Guðmundsdóttir fatahönnuður
tekur undir.
Á Hönnunarmars um helgina
munu þau frumsýna nýja línu
landsliðsbúninga íþrótta og lista,
sem þau hafa hannað og nefna
„Upp með sokkana!“ Þau vonast til
að búningarnir, sem eru innblásn-
ir af séríslenskum hversdagsleika:
brauðtertum, stormviðvörunum
og kaotískum gólfflötum íslenskra
íþróttahúsa, muni nýtast jafnt af-
reksfólki sem áhugamönnum í bæði
list- og íþróttaheiminum.
Tilbúin þegar ÍSÍ hefur samband
„Þetta er tillaga að nýjum landsliðs-
búningi fyrir íþróttir og listir, sam-
einingartákn fyrir þessar greinar,“
segir Tanja Huld en þau Loji eiga
það sameiginlegt að starfa á sviði
listarinnar en vera mikið áhugafólk
um íþróttir – Loji spilaði fótbolta
með Fram upp alla yngri flokkana
en Tanja handbolta með Gróttu. Þau
segja að þessum tveimur sviðum
hafi of oft verið stillt upp sem and-
stæðum sem fólk þurfi að velja á
milli en með nýju búningunum vilja
þau sameina listamenn og íþrótta-
fólk. Þau benda á að þessar grein-
ar séu í raun ekki svo frábrugðnar:
íþróttir snúist um leikni, fimi, snilld
eða list, á sama tíma og listin sé ein-
faldlega sú íþrótt að búa til eitthvað
fagurt eða eftirtektarvert.
„Ég myndi vilja sjá Egil Sæ-
björnsson mæta í þessum bún-
ingi á Feneyjatvíæringinn, sjá svo
kvennalandsliðið í fótbolta og alla
stuðningsmennina þeirra mæta í
honum á EM í sumar. Svo gæti Svala
mætt í honum á Eurovision-keppn-
ina,“ segir Tanja og hlær. „En músan
okkar var Óli Stef. Hann er bæði
íþróttamaður og mjög skapandi, það
má því segja að hann sameini þetta
tvennt. Ef hann er til í að mæta á opn-
unina þá verður hann heiðursgestur.“
Hvaða fagurfræði eruð þið að
vinna með í búningunum?
„Við erum að vinna með
myndefni sem er íslenskt án þess
að vera með einhverja þjóðrembu.
Þetta er ekki íslenski fáninn, lundinn
eða þessi týpísku tákn,“ svarar Tanja.
„Við sækjum frekar innblástur í ís-
lenskan hversdagsleika og sjáum
fegurðina í honum. Þetta eru þeir
hlutir sem sameina okkur án þess
að við tökum eftir því, til dæmis
brauðtertur og stormurinn Diddú...“
„... og línurnar á parketum í
íþróttahúsum,“ skýtur Loji inn í.
„Það eru alltaf alveg sjötíu línur á
gólfinu út um allt svo það sé hægt að
samnýta salinn og spila allar íþróttir.
Þetta er mjög íslenskt.“
„Já, og svo hefur Loji verið að
nálaþæfa með íslenskum lopa,“ bæt-
ir Tanja við.
Það hljómar svolítið eins og út-
litið skipti meira máli en þægindin.
Munu íþróttamenn alveg vilja nota
búningana?
„Jájájá, þetta er lífræn bómull,
mjög þægilegt!“ svarar Tanja.
„Síðan erum við að nota endur-
unnið pólýester, þannig að við erum
líka að velja umhverfisvænni kost-
inn. Við erum sem sagt að sameina
fagurfræði og praktík. Við verðum
með tvö sett til sýnis á föstudaginn,
annars vegar buxur, hettupeysu og
jakka, og svo hins vegar stuttbux-
ur og stuttermabol. Svo verðum við
líka með sundskýlur og handklæði.
Seinna meir erum við alveg opin fyr-
ir því að taka þetta lengra og gera
sérhæfða búninga fyrir hverja íþrótt.
Við verðum tilbúin þegar ÍSÍ hefur
samband,“ segir hún og Loji bæt-
ir við: „Núna erum við að einbeita
okkur að þessum sýningarhlutum
sem verða allir gerðir í höndun-
um og sérstaklega vandað til verks.
Draumurinn væri svo að fá að klæða
íslensku íþróttamennina sem ganga
inn á hlaupabrautina við opnunar-
athöfn næstu Ólympíuleika í heil-
galla frá okkur Tönju.“
Vindsegl og strigapokar
En hvað er það við íþróttabúninga
sem er svona spennandi?
„Mér finnst íþróttabúningar svo-
lítið magnað fyrirbæri,“ segir Loji.
„Liðið er sameinað með einhverj-
um ákveðnum lit. Það er alltaf ein-
hver áhugaverð saga á bakvið litinn
og búninginn. Á hverju ári breyt-
ist svo eitthvað örlítið í búningnum
og smám saman þróast þeir. Í dag er
krafa um að þeir séu þröngir og þægi-
legir en á tíunda áratugnum voru
þeir eiginlega eins og vindsegl. Ég á
til dæmis gamlan Aston Villa-búning
sem mamma keypti á mig níutíu og
eitthvað. Ég var bara tíu ára þegar ég
fékk hann, en enn þann dag í dag er
hann of stór á mig. Það er eiginlega
fáránlegt,“ segir Loji og hlær.
„Það er líka áhugavert hvernig
búningurinn fór úr því á einhverj-
um tímapunkti að vera bara eitthvað
sem aðskildi tvö lið á vellinum og
þróuðust í það að vera sameiningar-
tákn fyrir alla sem tengjast liðinu.
Fyrst þegar byrjað var að hanna
svona fótbolta-„kitt“ var þetta bara
hugsað fyrir krakka, en í dag er það
aðallega fullorðið fólk sem kaupir
búningana til að geta stutt liðið sitt,“
segir Tanja.
Ég hugsa að íþróttabúningar séu
kannski fyrstu hönnunarvörurn-
ar sem kveiki virkilegan áhuga hjá
sumum krökkum, ég man sjálfur eftir
því að hafa haft mikinn áhuga á fót-
boltabúningum, teiknað hina ýmsu
búninga og búið til mína eigin.
„Já, fólk hugsar kannski ekki oft
um það en hönnun er alls staðar
í kringum okkur, það er ekki bara
Dolce & Gabbana og einhver svo-
leiðis merki. Ég held í raun að flest-
ir hafi áhuga á hönnun á einhverju
sviði þótt þeir fylgist ekki með tísku-
vikunni í París.“
Þetta er fyrsta hönnunarverk-
efnið þitt, Loji, en hefur þú lengi haft
áhuga á hönnun?
„Já, þetta er alveg nýtt fyrir mér
en ég man hvað mér þótti hönnun
geðveikt spennandi þegar ég var
yngri. Ég man til dæmis eftir að hafa
gert flík í hannyrðum í barnaskóla,
ég sett eitthvert logo á strigapoka og
gerði bol úr honum. Það var reynd-
ar einn óþægilegasti bolur sem ég
hef prófað, striginn stakk svo mik-
ið, en það hefur alltaf blundað í mér
sú hugmynd að gera meira af þessu.
Þess vegna var mjög skemmtilegt að
Tanja stakk upp á þessu samstarfi.“
„Loji er mjög góður hönnuður,
hann skynjar alveg hvað skítlúkkar
og hvað ekki,“ bætir Tanja við. n
Landsliðsbúningarnir verða
frumsýndir í anddyri Vesturbæjar-
laugar á föstudag klukkan 17.00
en þar verður einnig boðið upp
á heimabakaða brauðtertu frá
mömmu Loja.
Landsliðsbúningar
sem „skítlúkka“
Tanja Huld og Loji hanna landsliðsbúninga fyrir íþrótta- og listafólk
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is „Þetta eru þeir
hlutir sem sam-
eina okkur án þess að við
tökum eftir því, til dæmis
brauðtertur og stormur-
inn Diddú ...
Loji og Tanja hafa
unnið landsliðsbúninga
fyrir íslenskt íþrótta- og
listafólk. MYND SIGTRYGGUR ARI
Metsölulisti
Eymundsson
16.– 22. mars 2017
Allar bækur
1 LögganJo Nesbø
2 Stúlkurnar á Englandsferjunni
Lone Theils
3 Konan sem hvarf Anna Ekberg
4 Andartak eilífðar Paul Kalanithi
5 Handan fyrirgefningarÞórdís Elva Þorvaldsdótir /
Tom Stranger
6 Dalalíf 4 - Logn að kvöldi Guðrún frá Lundi
7 Örvænting B.A. Paris
8 Binna B Bjarna Stóra systir
Sally Rippin
9 Planet Iceland - minni
Sigurgeir Sigurjónsson
10 Eftir að þú fórstJojo Moyes
Handbækur / Fræði-
bækur / Ævisögur
1 Andartak eilífðarPaul Kalanithi
2 Handan fyrirgefningar
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir/
Tom Stranger
3 Svefn Dr.Erla Björnsdóttir
4 Leitin að svarta víkingnum - kilja
Bergsveinn Birgisson
5 Hrakningar á heiðavegum kilja
Pálmi Hannesson/Jón Eyþórsson
6 Norður yfir VatnajökulWilliam Lord Watts
7 Siggi og Sigrún hugleiða
Hrafnhildur Sigurðardóttir/
Unnur Arna Jónsdóttir
8 Sálmabók Ýmsir höfundar
9 Ráð handa kvíðnum krökkum
Ronald M. Rapee
10 Ráð handa kvíðnum krökkum - vinnubók
Ronald M. Rapee