Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2017, Síða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2017, Síða 52
Helgarblað 24.–27. mars 2017 23. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Hélt hann þræði? Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.iswww.honda.is Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 • Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535 Honda HR-V kostar frá kr. 3.840.000 MEÐ SJÁLFSKIPTINGU Öruggur, fullkomið skipulag, nákvæmur frágangur og betri í alla staði. Honda HR-V er ekki bara fimm stjörnu bíll hvað varðar öryggi, í HR-V á hver hlutur sinn stað og hlutverk. Við hönnuðum nýjan Honda HR-V með þetta að leiðarljósi. Útkoman er fallegur borgarjeppi, með frábæra eiginleika innan sem utan. Nýr Honda HR-V, fullkominn fyrir þig. ALLT Á SÍNUM FULLKOMNA STAÐ Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00 Sótti pott til London n Nanna Rögnvaldardóttir er landsþekktur matgæðingur. Slík- ir þurfa vitanlega að eiga góð áhöld, tæki og tól, sem þörf er á við matseldina. Flestir láta sér líklega nægja að arka í húsbún- aðarverslanir í næsta nágrenni sé þörf á að kaupa slíkt. Nanna hins vegar lætur ekki haf og lönd stöðva sig. Á dögunum átti Nanna stórafmæli, en hún varð sextug 20. mars síðastliðinn. Hún ákvað að gefa sjálfri sér glæsilega pottjárnspotta í ýms- um litum. Þrjá fékk hún senda frá Bandaríkjunum en þann fjórða gerði hún sér ferð út til London og sótti. Sá er líka einkar glæsi- legur og vel ferðarinnar virði. Brynjar syrgir Sven n Brynjar Níelsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, syrgir nú lát sænska dægurlagasöngv- arans Svens-Ingvars, en hann lést síðastliðinn miðvikudag, 74 ára að aldri. Brynjar lýsir því á Facebook-síðu sinni að aðdáun hans á söngvaranum hafi ekki verið vandkvæðalaus. Þannig hafi eiginkona hans, Arnfríður Einarsdóttir, megnustu andúð á tónlistinni og hann hafi þurft að fela geisladiskana fyrir henni. Þá neiti Arnfríður að dansa við Brynjar undir tónlistinni, ekki einu sinni við hið fræga lag Jag ringer på fredag þar sem sungið er: „Segðu ekki nei, segðu kannski, kannski, kannski.“ Arn- fríður segi bara þvert nei. Margþræddur Illugi n Samfélagsrýnirinn beinskeytti og blaðamaðurinn Illugi Jökul- sson fór á miðvikudag í sína átt- undu hjartaþræðingu á tíu árum. Greindi hann frá aðgerðinni á Facebook-síðu sinni og gaf glett- inn í skyn að þarna væri nánast um árlega ferð hans á Landspítal- ann að ræða þar sem hjartalækn- ir smeygi „snuðrandi vélum inn í hjartað á mér. Sem betur fer er það stórt - hahaha!“ skrifaði Illugi. Blessunarlega gekk allt sem skyldi og kvaðst Illugi þakklátur fyrir allar þær hlýju kveðjur sem honum bárust. Birti hann síðar mynd með orðunum: „Þetta virkar kannski eins og frekar illyrmisleg kónguló, en þetta eru kransæðarnar í sjálf- um mér, marg- þræddar fram og til baka!“ R étt tæplega átta árum eftir að kaupsýslumaðurinn Magn- ús Þorsteinsson var úrskurð- aður gjaldþrota með úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra þann 4. maí 2009 hefur loks verið greint frá skiptalokum á búinu í Lög- birtingablaðinu. Kröfur í þrotabú Magnúsar, sem var viðskiptafélagi Björgólfsfeðga í Rússlandi og hluti af Samson-hópnum sem keypti kjöl- festuhlut í Landsbankanum á sínum tíma, námu 24,5 milljörðum króna. DV hefur fjallað um hin langdregnu gjaldþrotaskipti en Magnús hefur áður í samtali við DV gagnrýnt harðlega hversu langan tíma skiptin hafa tekið og líkt þeim við skuldafangelsi. Skiptastjórinn, Ingvar Þóroddsson, hefur borið því við að skiptin hafi ekki tekið óeðlilega langan tíma í ljósi þess að um sé að ræða eitt stærsta persónu- lega gjaldþrot Íslandssögunnar, umfang málsins hafi verið mikið, flækjustig hátt og það teygt anga sína víða erlendis. DV greindi frá því að skiptafund- ur hafi verið boðaður þann 20. mars síðastliðinn þar sem skiptastjórinn kynnti kröfuhöfum frumvarp til út- hlutunar. Andmælum við því var greinilega ekki hreyft því tilkynnt var um skiptalokin þann dag. Í Lögbirtingablaðinu segir að veð- kröfur hafi samtals verið rúmir 4,5 milljarðar en að ekkert hafi fengist greitt upp í þær sérstaklega, sam- þykktar almennar kröfur hafi síð- an numið rétt tæplega 20 milljörð- um króna og að upp í samþykktar veðkröfur og almennar kröfur hafi greiðst 0,103279%. Ljóst er því að afraksturinn er einkar rýr miðað við rétt tæplega átta ára vinnu við endurheimtur fyr- ir kröfuhafa. Líkt og DV hefur áður fjallað um þá bætast nú alltaf tvö ár hið minnsta við skuldafangelsið svokallaða eft- ir skiptalok. Ástæðan er sú að skuldir sem ekki fást greiddar við gjaldþrota- skipti falla ekki niður fyrr en að liðnum tveimur árum frá skiptalokum. Með það í huga er ljóst að Magnús mun hafa verið í títtnefndu skuldafangelsi í hartnær áratug þegar yfir lýkur. n mikael@dv.is Átta ára gjaldþrotaskiptum loks lokið Tilkynnt hefur verið um skiptalok í þrotamáli Magnúsar Þorsteinssonar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.