Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2017, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2017, Blaðsíða 2
2 Helgarblað 21.–24. apríl 2017fréttir Þ etta er ekki eitthvað sem mað- ur reiknar með að lenda í,“ segir Brynjólfur Jónsson, sér- fræðingur í bæklunarskurð- lækningum og læknir íslenska karlalandsliðsins í handknattleik um áratugaskeið, sem vann hetjudáð við bakka sundlaugar á hóteli í Taílandi um páskana. Brynjólfur bjargaði þar lífi ungs innfædds drengs með hjarta- hnoði, en hann var nærri drukknaður í lauginni. Brynjólfur segir í samtali við DV að hann hafi verið nýkominn aftur á hótelið til að hitta þar hóp Íslendinga sem einnig voru í fríi í Taílandi. Hann hafði verið á ströndinni allan daginn. Hnoðaði í rúman hálftíma „Ég sat á sundlaugarbakkanum, ný- kominn aftur, þegar tveir menn draga þennan strák upp á bakkann, rétt fyrir framan mig, svo ég tékkaði á honum og sá auðvitað strax að það var langt í frá að vera í lagi með hann,“ segir Brynjólfur sem telur að drengurinn hafi verið um 7–8 ára. Þá kom sér vel að vera læknir sem vann í mörg ár á bráðadeildum í Svíþjóð, Noregi og Ís- landi og Brynjólfur brást skjótt við. „Ég henti honum á bekk. Hann var ekki með púls, andaði ekki og ég bara hnoðaði, hnoðaði og hnoð- aði. Ég kallaði til fólk. Það var hópur Íslendinga þarna sem hljóp fram í anddyri að sækja sjúkrabíl. Það var ægileg umferð þarna þannig að fyrsti sjúkraliðinn kom ekki fyrr en eftir hálftíma. Það var par á mótorhjóli með mjög lítið af græjum. Þannig að við héldum bara áfram að hnoða. Ég sá að það bar árangur þannig að ég hélt áfram.“ Brynjólfur segir erfitt að gera sér grein fyrir hversu langur tími leið, en hann áætlar að það hafi verið allt að þrjú korter þar til sjúkrabíll kom á vettvang og sett var í gang meiri háttar aðgerð til að halda lífi í drengnum unga. „Þetta virkaði allt saman og hann komst lifandi á spítala. Um kvöldið var flogið með hann í þyrlu til Bang- kok á sjúkrahús og tveimur sólar- hringum síðar fékk ég að vita að hann væri ennþá lifandi og farinn að sýna ákveðin viðbrögð. Þetta virð- ist því hafa borið árangur þannig að hann er að komast í gagnið aftur.“ Fékk þakkir frá foreldrunum Brynjólfur, sem var á heimleið og staddur í Stokkhólmi, þegar DV náði tali af honum segir að hann hafi feng- ið kveðjur frá þakklátum foreldrum drengsins og læknum í gegnum far- ar- og hótelstjóra sem kunnu honum bestu þakkir fyrir skjót viðbrögð og björgunina. Brynjólfur virðist svo sannarlega hafa verið réttur maður á réttum stað og drengurinn, sem og aðstandendur hans, heppinn að svo reynslumikill maður, sem tekið hefur þátt í sambærilegum lífgunaraðgerð- um margoft áður, hafi verið á staðn- um. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Brynjólfur er réttur maður á réttum stað á ferðalögum sínum. Hann segir að hann hafi nokkrum sinnum áður lent í því að koma fólki til bjargar utan vinnu. „Það er skrítið að lenda í þessu en þetta gerist og þá setur maður í gang og reynir að nýta reynsluna og gera það sem maður getur til að stjórna atburðarásinni,“ segir hetjan góða að lokum. n Landsliðslæknirinn Brynjólfur Jónsson var réttur maður á réttum stað og hnoðaði lífi í taílenskan dreng Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is „Hann var ekki með púls, andaði ekki og ég bara hnoðaði, hnoðaði og hnoðaði. „Við getum staðið okkur betur“ Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra neytendamála segir Íslendinga gera auknar kröfur Æ tli ég sé ekki bara heldur hefðbundinn neytandi. Ég skoða hvað hlutirnir kosta, allt sem ég kaupi, hvort sem það er matur eða önnur vara,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra neytendamála, í viðtali í nýjasta tölublaði Neytendablaðsins. Þar situr Þórdís fyrir svörum um neytendamál og segir meðal annars frá því hvernig neytandi hún er sjálf. „Ég vil vita um uppruna vöru, m.a. þess vegna kaupi ég íslenska mat- vöru þegar ég hef kost á því. Okkur vantar oft upplýsingar um uppruna matar og aðstæður hjá þeim sem búa til vöru til dæmis. Ég myndi lík- lega versla með öðrum hætti ef ég hefði betri upplýsingar um þetta,“ segir hún. Þegar hún er spurð hvernig henni finnist íslenskir neytendur standa sig, til dæmis í samanburði við hin Norðurlöndin, segir hún að alltaf megi gera betur. „Við getum staðið okkur betur en það hefur samt átt sér stað breyting á undanförnum misserum þar sem fólk er farið að gera meiri kröfur til t.d. merkinga á vörum. Upplýstir neytendur eru öfl- ugri neytendur. Á Norðurlöndunum eru samtök neytenda mjög virk en ég vil leggja mitt af mörkum til að efla samtök neytenda hér á Íslandi, m.a. með því að fela þeim fleiri verkefni í umboði stjórnvalda.“ Þá kemur fram í viðtalinu að Þór- dís stefni að því að flytja á Alþingi skýrslu um stöðu neytendamála á vorþingi. Þar verða þau verkefni sem unnið er að og eru í bígerð kynnt. Þórdís segir að þetta verði í fyrsta skipti sem ráðherra neytendamála flytji Alþingi skýrslu um neytenda- mál. n Ráðherra neytendamála Þórdís mun flytja skýrslu um stöðu neytenda- mála á vorþingi. Mynd SigtRygguR ARi Betra veður eftir helgi Á mánudag færist hæðarsvæði yfir landið og þá má búast við hæglætisveðri. Vakthafandi veður fræðingur á Veðurstofu Ís- lands segir að það muni vonandi endast eitthvað fram í næstu viku. Óhætt er að segja að sumarið hafi byrjað með látum á fimmtu- dag enda blés ekki byrlega víða á landinu þegar sumar gekk í garð. Holtavörðuheiði og Öxnadals- heiði voru lokaðar og veður var víða vont á fimmtudag. Í dag, föstudag, gerir Veður- stofan ráð fyrir hægviðri víðast hvar en þó verður nokkuð svalt, bæði í dag og á morgun, laugar- dag. Gera má ráð fyrir stöku élj- um. Á sunnudag er útlit fyrir norðanskot með ofankomu en sem fyrr segir má gera ráð fyrir betra og skaplegra veðri eftir helgi. „Alvarleg aðför að réttindum launafólks“ Miðstjórn Alþýðusambands Ís- lands mótmælir harðlega nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem felur í sér alvarlega aðför að velferðarkerfinu. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar ASÍ sem samþykkt var í vikunni. „Skerða á réttindi atvinnuleit- enda og stytta á bótatímabil atvinnuleysistrygginga úr 30 mánuðum í 24 mánuði. Þetta er alvarleg aðför að grundvallar réttindum launafólks,“ segir með- al annars. Þá er gagnrýnt að ekki standi til að heiðra loforð um aukin framlög til heilbrigðisþjón- ustunnar og að rekstur hennar verði áfram vanfjármagnaður. „ASÍ tekur undir mikilvægi þess að setja þak á greiðsluþátt- töku sjúklinga í heilbrigðisþjón- ustunni en ítrekar mótmæli sín gegn því að sú breyting sé fjár- mögnuð að stærstum hluta með hækkun á kostnaði hjá megin þorra notenda og krefst þess að staðið verði við 50 þúsund króna árlegt kostnaðarþak.“ Þá eru gagnrýnd áform um fjölgun hjúkrunarrýma fram til ársins 2022. Áætlanir geri ráð fyrir að fjölgunin nemi einungis rúmlega helmingnum af áætlaðri viðbótarþörf fyrir ný hjúkrunar- rými til ársins 2020. Í ályktuninni eru einnig viðr- aðar áhyggjur af fækkun barn- eigna hér á landi undanfar- in ár. Þrátt fyrir þá staðreynd séu stuðningskerfi við ungt fólk ekki efld, en þó er því fagnað að áformuð sé hækkun á há- marksgreiðslum til foreldra úr Fæðingarorlofssjóði í 600 þúsund krónur á mánuði í áföngum til ársins 2020. Bjargvættur við bakkann Brynjólfur Jónsson, bæklunar- og handboltalandsliðs- læknir, var réttur maður á réttum stað þegar hann bjargaði lífi ungs drengs við sund- laugarbakka hótels í Taílandi um páskana. Bjargaði lífi drukkn- andi drengs í Taílandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.