Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2017, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2017, Blaðsíða 10
10 Helgarblað 21.–24. apríl 2017fréttir Hættuleg aðkoma Vart þarf að fjölyrða um hætturnar sem fylgja því ef börn komast í þessar nálar. M annaskítur, kassar fullir af notuðum sprautum, rusl og annar óþrifnaður er meðal þess sem íbúar í nágrenninu hafa ítrekað fundið á lóð atvinnuhúsnæðis við Norðurbrún 2 í Reykjavík að undan- förnu. Þeir hafa fengið sig fullsadda af sóðaskapnum í kringum húsið sem verið hefur í niðurníðslu síðan verslun lagðist þar af fyrir nokkrum misserum. Áhyggjufullir íbúar í grenndinni hafa gert Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur viðvart um málið. Í tvígang tínt upp nálar sjálf Í samtali við DV segir kona sem býr í nágrenninu að í minnsta kosti þrígang hafi fundist gulir förgunarkassar fyrir sprautur og nálar við húsið. Í tvígang hefur hún persónulega farið um og tínt hinar varhugaverðu notuðu nálar upp. Fyrsta tilfellið sem hún man eftir var fyrir nokkrum mánuð- um þegar nágranni hennar fann nálar sem dreift hafði verið við húsgaflinn. „Ég tók til minna ráða, fór í hanska, sótti ísbox og tíndi þetta upp. Hélt auð- vitað að þetta væri einstakt tilfelli. Það er búið að vera afskaplega draslara- legt þarna, húsið í niðurníðslu og alltaf að verða ógeðfelldara. Síðan gerðist það um daginn að þarna var gulur förgunarkassi, opinn, og nálar og sprautur bókstaflega úti um allt. Aftur tíndi ég þetta upp og gekk frá þessu. Loks var á dögunum búið að planta þarna öðrum kassa, af stærstu gerð, sem að vísu var ekki opinn. Það er hreinlega eins og einhver sé að skila af sér þarna úti á horni,“ segir konan sem kveðst vön að umgangast sprautur og nálar við hinar ýmsu að- stæður. „En fólk í kringum mig, sem ekki er vant þessu, fer á taugum við að sjá svona.“ Óhugnanlegt Hún segir alltaf einhvern sóðaskap vera þarna í kring og fólk sé að skila af sér pokum og drasli, að því er virðist í skjóli nætur. „Þetta er orðið verulega óhugnanlegt.“ Konan segir að Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur hafi verið tilkynnt um málið. Vart þarf að fjölyrða um hætturnar sem fylgt geta notuðum sprautunál- um og því ef börn, fullorðnir eða fjór- fætlingar stinga sig á þeim þegar þær liggja eins og hráviði úti um allt við fjölfarna götu. Samkvæmt fasteignaskrá er húsnæðið að Norðurbrún 2 í eigu samnefnds félags, Norðurbrún 2 ehf. Húsnæðið er um 460 fermetra versl- unarhúsnæði sem hefur meðal annars hýst nytjamarkað Vonar og bjarga og þar áður verslun 11-11 svo eitthvað sé nefnt. Ekki náðist í forsvarsmann félagsins við vinnslu þessarar frétt- ar. Samkvæmt upplýsingum frá heil- brigðiseftirlitinu skoðuðu fulltrúar Norðurbrún 2 á þriðjudag. Í svari við fyrirspurn DV segir að eftirlitið geri þá kröfu á skráðan eiganda húsnæð- isins að þarna verði hreinsað í kring- um húsið og á lóð og gripið til ráðstaf- ana til að koma í veg fyrir uppsöfnun á úrgangi og rusli til frambúðar. Bréf til eiganda með þessum kröfum um úrbætur var póstlagt á miðvikudag en eftirlitinu hafði ekki tekist að ná í hann símleiðis. n Notaðar sprautuNálar við NiðurNídda NorðurbrúN 2 n Íbúar í nágrenninu áhyggjufullir n Verslunarhúsnæðið staðið autt um nokkurt skeið Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is „Þetta er orðið verulega óhugnanlegt Gengið örna sinna Ekki fæst betur séð en að mann-eskja, eða í það minnsta afar stór hundur, hafi gengið örna sinna við Norðurbrún 2. Húsið stendur autt Hér má sjá verslunar- húsnæðið við Norður- brún 2, sem virðist vera orðið ruslakista fyrir alls konar ósóma. Sprautubox Hér má sjá stærri tegund- ina af kassa fyrir notaðar sprautunálar. Þessi er lokað- ur en ljóst að innihaldið er það sama. Sprauta innan um rusl Rusl og annar sóðaskapur safnast upp við hið niðurnídda húsnæði. Á myndinni má sjá glitta í notaða sprautu undir ruslapokanum nær húsveggnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.