Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2017, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2017, Blaðsíða 6
6 Helgarblað 21.–24. apríl 2017fréttir Þ ingmenn Vinstrihreyfingar- innar græns framboðs hafa talað langmest þingmanna á Alþingi það sem af er þingi. Þeir eru einnig langdugleg- astir þegar kemur að því að leggja fram fyrirspurnir eða að kalla eftir skýrslum. Sömuleiðis hafa þeir lagt fram flest frumvörp og þingsályktun- artillögur, séu þingmál ríkisstjórnar- innar frátalin. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þing- maður Vinstri grænna, hefur talað mest allra þingmanna, í 9 klukku- stundir og 35 mínútur. Honum skammt að baki kemur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona sama flokks, sem hefur talað í 9 klukkustundir og 28 mínútur. Samanlagt hafa þau tvö talað lengur en allur þingflokkur Viðreisn- ar, sem telur sjö þingmenn, en samtals er ræðutími þeirra 18 klukkustund- ir og 23 mínútur. Hið sama má segja um fjögurra manna þingflokk Bjartr- ar framtíðar, sem hefur staðið í ræðu- stól í 12 klukkustundir og 23 mínútur, og þriggja manna þingflokk Samfylk- ingarinnar, sem hefur samtals talað í 14 klukkustundir og 47 mínútur. Kolbeinn talar oftast Það þarf ekki að koma á óvart að Kol- beinn hefur einnig tekið oftast til máls í þinginu, alls 209 sinnum. Bjarkey talar hins vegar lengur en Kolbeinn í hvert skipti því hún er aðeins í áttunda sæti yfir þá þingmenn sem oftast hafa tekið til máls, alls 137 sinnum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, kemur næstur Kolbeini en hann hefur tekið 189 sinnum til máls. Níu af tíu þingmönnum Vinstri grænna komast á topp tuttugu yfir atkvæðamestu ræðumenn Alþingis. Auk þeirra Kolbeins og Bjarkeyjar á flokkurinn einn þingmann til viðbótar í efstu tíu sætunum, formanninn Katrínu Jakobsdóttur, sem hefur talað í tæpar sjö klukkustundir. Það dugar henni í fjórða sætið, á eftir Smára McCarthy Pírata. Eini þingmaður Vinstri grænna sem ekki kemst á topp tuttugu er Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem engu að síður er í 21. sæti. Tveir ráðherrar á topp tíu Píratar hafa einnig látið til sín taka í ræðustól. Auk Smára, sem hefur eytt sjö klukkutímum og korteri í ræðu- stól, er Björn Leví einnig á topp tíu yfir þá sem lengst hafa talað. Hann er í fimmta sæti og hefur talað í tæpar sex og hálfa klukkustund. Tveir stjórnarliðar ná inn á topp tíu og eru þeir báðir ráðherrar. Það eru Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson fjármálráð- herra sem sitja í sjötta og sjöunda sæti en báðir hafa talað í rétt rúmar sex klukkustundir. Sá varaþingmaður sem lengst hefur talað er Viktor Orri Valgarðsson, varaþingmaður Pírata. Viktor Orri sat á þingi frá því í lok desember á síðasta ári og fram í byrjun marsmánaðar í forföllum Gunnars Hrafns Jónssonar sem var í veikindaleyfi á þeim tíma. Viktor Orri tók 37 sinnum til máls og talaði í 1 klukkustund og 25 mínútur. Skammt á eftir honum kemur annar varaþingmaður Pírata, Gunnar I. Guðmundsson, en hann hefur talað í 1 klukkustund og 12 mínútur. Gunnar hefur setið á þingi frá því í janúar og situr enn, í fjarveru Evu Pandóru Baldursdóttur sem er í fæðingarorlofi. Alls hafa tuttugu varaþingmenn tekið sæti á Alþingi á þessu þingi og þar af hafa fjórtán tekið til máls. Enginn varaþingmaður hefur tekið sæti fyrir Viðreisn, Bjarta framtíð eða Samfylk- ingu. Lítið ber á Páli og Sigmundi Sem gefur að skilja hafa þau Eva Pandóra og Gunnar Hrafn talað styst kjörinna þingmanna. Sá þingmað- ur sem hins vegar hefur látið minnst að sér kveða í ræðustól Alþingis, án þess að hafa vikið af þingi svo neinu nemur, er Páll Magnússon, þing- maður Sjálfstæðisflokksins. Páll hef- ur komið átta sinnum í ræðustól og talað í tæpar sextán mínútur. Næstur honum kemur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins, en hann hefur níu sinnum stigið í pontu og talað þar í rúma 21 mínútu. Vinstri græn hafa lagt fram áber- andi flestar fyrirspurnir á þinginu og kallað eftir flestum skýrslum. Alls hafa þingmenn flokksins lagt fram 114 slíkar beiðnir, sem jafngildir ríf- lega 45 prósentum allra beiðna um slíkt sem lagðar hafa verið fram í þinginu. Framsóknarflokkurinn kem- ur næstur, hefur kallað eftir 48 svörum eða skýrslum, og Píratar hafa gert hið sama í 44 tilvikum. Vinstri grænir þingmenn hafa lagt fram 37 frumvörp og þingsályktunar- tillögur, Píratar 29, Framsóknarflokk- urinn 21, Sjálfstæðisflokkurinn 19, Samfylkingin 16 og Viðreisn 3. Þing- menn Bjartrar framtíðar hafa engin slík þingmál lagt fram. Miðað er við fyrsta flutningsmann og þingmál ríkis stjórnarinnar eru undanskilin. n VG tala mest Þingmenn Vinstri grænna eru langatkvæðamestir í þingstörfunum. Mynd SiGTryGGur Ari Kolbeinn og Bjarkey hafa talað í nítján klukkustundir n Lengur en allir þingmenn Viðreisnar til samans n VG atkvæðamest í þingmálum Kolbeinn ræðu- kóngur Kolbeinn Óttarsson Proppé er ræðukóngur það sem af er þessu þingi, bæði hvað varðar tímlengd og fjölda ræðna. Mynd Af fAcebooK Leggja við eyrun Þingmenn hlusta grannt. Mynd SiGTryGGur Ari freyr rögnvaldsson freyr@dv.is Sölusíður í ólagi Villandi tilboðsverð og upplýs- ingaskortur á vefsíðum fyrirtækja sem selja flugelda var áberandi í kringum síðustu áramót, að mati Neytendastofu. Eftir að hafa feng- ið ábendingar vegna útsölu hjá flugeldasölum kannaði Neyt- endastofa sölusíður og auglýs- ingar fjölda aðila á flugeldamark- aðnum. „Neytendastofa lauk málum gagnvart sölusíðunum Gullborg, Alvöru flugeldar, Súperflugeldar, Stjörnuljós.is, Flugeldakaup.is og Flugeldasala.is með ákvörðun. Ákvarðanirnar fjölluðu ýmist um villandi tilboðsverð eða upplýs- ingaskort á vefsíðum fyrirtækj- anna. Beindi Neytendastofa því til fyrirtækjanna að laga við- skiptahætti sína fyrir næsta sölu- tímabil að viðlögðum sektum,“ segir í frétt á vef Neytendastofu. Minnt er á að þegar verið er að selja vörur á netinu sé mikil- vægt að seljendur gefi fullnægj- andi upplýsingar. Neytendur eigi að geta auðveldlega séð frá hvaða aðila þeir eru að kaupa vöruna og því eigi að koma fram allar upp- lýsingar um seljanda til dæmis nafn, kennitala, heimilisfang, virðisaukaskattnúmer og fleira. Einnig þurfi að koma fram upp- lýsingar um vörurnar þar sem neytendur sjá ekki vöruna þegar hún er keypt heldur aðeins þær upplýsingar sem koma fram á sölusíðunum. „Þar sem sölutímabil flug- elda er stutt eða frá 28. desember til 6. janúar er oft erfiðara fyrir flugeldasala að bjóða afslátt eða kynningartilboð. Sömu reglur gilda um markaðssetningu hvort sem varan er seld í stuttan tíma eins og með flugelda eða hvort um sé að ræða vöru sem seld er allt árið. Vara verður að hafa ver- ið seld á því verði sem auglýst er sem fyrra verð. Neytendastofa mun halda áfram að fylgjast með auglýsingum flugeldasala á næsta sölutímabili til þess að tryggja eðlilega viðskiptahætti gagnvart neytendum,“ segir í frétt Neytendastofu. 201 þúsund tonn Fiskafli íslenskra skipa í mars var rúmlega 201 þúsund tonn sem er 53 prósentum meira en heildar- aflinn í mars 2016. Þetta kom fram í tölum sem Hagstofan birti í vikunni. Þar kemur fram að í tonnum talið muni mestu um aukinn uppsjávarafla, en tæplega 132 þúsund tonn af loðnu veiddust í mars samanborið við 79 þúsund tonn í mars 2016. Alls veiddust tæp 57 þúsund tonn af botnfisk- afla sem er 14 prósenta aukning miðað við mars 2016. Þorskaflinn nam rúmum 34 þúsund tonnum sem er 21 prósents meiri afli en í sama mánuði ári fyrr. Á 12 mánaða tímabili frá apríl 2016 til mars 2017 hefur heildar- afli dregist saman um 35 þúsund tonn, eða 3 prósent samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr. Afli í mars metinn á föstu verðlagi var 29,4 prósentum meiri en í mars 2016.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.