Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2017, Blaðsíða 26
26 fólk - viðtal Helgarblað 21.–24. apríl 2017
Fyrsti
kossinn var
á Hróarskeldu
D
aði er fæddur í Reykjavík árið
1992. Þegar hann var eins
árs flutti fjölskyldan til Dan
merkur þar sem þau bjuggu í
átta ár en þá flutti fjölskyldan
á Suðurland, fyrst í Laugaland og síð
ar í Ásahrepp þar sem foreldrar hans
búa enn. Daði segir æskuna hafa ver
ið ljúfa en tónlistaráhuginn kemur frá
föður hans sem er menntaður hljóð
maður.
„Ég æfði á trommur og eftir að við
fluttum til Íslands aftur byrjaði ég að
læra á píanó og síðar bassagítar. Ég
ætlaði samt aldrei að verða tónlist
armaður heldur teiknari.“ Daði var
forfallinn aðdáandi Andrésblaða og
dreymdi lengi vel um að verða einn
þeirra sem teiknar blöðin.
„Svo breyttist allt þegar ég sá kvik
myndina School of Rock. Ég sá hana
örugglega 100 sinnum og stofnaði
fyrstu hljómsveitina mína sem fékk
nafnið Finnski herinn.“
Nokkrum árum og hljómsveitum
síðar tók Daði þátt í Músíktilraun
um ásamt hljómsveitinni Sendibíl.
Þeir sömdu meðal annars lagið „Ljós
hærður krullugaur“ og skemmtu sér
konunglega við tónlistarsköpunina.
Eftir að Daði kláraði 10. bekk fór
hann i í Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Þar hófst körflubotaferill Daða, sem
er 208 sentimetrar á hæð. Hann fann
þó fljótt að áhuginn lá ekki í bolta
íþróttum. „Ég var frábær körfubolta
maður. Hefði orðið besti körfubolta
maður allra tíma ef ég hefði enst í
boltanum. Það er mikill missir fyrir
íslenskan körfubolta að ég hafi hætt,“
segir hann hlæjandi.
Eftir að körfuboltaferlinum lauk
hellti Daði sér í leiklistina og tók þátt
í nokkrum uppfærslum FSU. Sam
hliða því var hann formaður skemmt
inefndar skólans. Daði kveðst hafa
verið nokkuð þægilegur unglingur.
„Mér finnst það allavega. Mennta
skólaárin voru skemmtilegur tími.
Sérstaklega eftir að ég kom mér inn
í nemendaráðið og fór að taka al
mennilega þátt í félagslífinu. Það var
líka þar sem ég hitti Árnýju fyrst.“
Daði og Árný kynntust í gegnum
leiklistina í FSU. „Við vorum búin
að þekkjast í nokkurn tíma áður en
við byrjuðum saman. Ég var búinn
að vera skotinn í henni en ekki jafn
mikið og ég er núna. Sambandið okk
ar þróaðist í þessa átt.“
Kærustupar í sex ár
Þau áttu, sem fyrr segir, sinn fyrsta
koss tónlistarhátíðinni Hróarskeldu,
árið 2010, er þau biðu þess í röð að
komast inn á tónleika með hljóm
sveitinni Nephew. Það var Árný sem
tók af skarið. „Þar náði hún að kyssa
mig. Það var hún sem veiddi mig. Ég
„Það var hún sem veiddi mig, ég er svo mikill lúði,“ segir Daði Freyr Pétursson
sem heillaði Íslendinga upp úr skónum með laginu á laginu „Hvað með það?“ í
Söngvakeppninni. Daði steig á svið ásamt fríðu föruneyti sem kallar sig Gagna-
magnið. Þar á meðal er kærastan hans, Árný Fjóla Ásmundsdóttir. Þau eru
búsett í Berlín en stefna á að flytja tímabundið til Kambódíu í desember. Daði og
Árný hafa verið saman í sex ár en þau áttu sinn fyrsta koss á tónlistarhátíðinni
Hróarskeldu á meðan þau
biðu í röð eftir að komast
inn á tónleika með hljóm-
sveitinni Nephew.
„Það var strax
hægt að sjá við-
brögðin á Twitter. Hvort
fólk fílaði þetta eða ekki.
Maður þarf ekkert að
bíða eftir því að kynnirinn
lesi upp af blaðinu hvaða
lög komast áfram.
Daði Freyr ætlaði
að verða teiknari
Var forfallinn
að dáandi Andrés
blaðanna.
MynD Árný Fjóla ÁsMunDsDóttir
Kristín Clausen
kristin@dv.is
Gagnamagnið mun troða upp í sumar
Peysurnar eru komnar í almenna sölu.
Daði Freyr
á undan
úrslitakvöldinu
Þjóðin kolféll fyrir
laginu hans.