Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2017, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2017, Blaðsíða 40
28 fólk - viðtal Helgarblað 21.–24. apríl 2017 F ólkið þarna var mjög indælt og ekki að sjá að það liði ein- hvern skort. Þvert á móti.“ Þetta segir maraþonhlaupar- inn Ari Hermann Odsson sem er nýkominn heim frá Norður- Kóreu þar sem hann hljóp, ásamt Hauki Lúðvíkssyni og Almari Erni Hilmarssyni, 42 kílómetra í Pyongyang-maraþoninu þann 9. apríl síðastliðinn. Ari Hermann og Haukur hittu blaðamann DV yfir há- degisverði í vikunni og ræddu upp- lifun sína af þessu umdeildasta al- ræðisríki veraldar. Langt ferðalag „Það var svo margt sem kom okkur skemmtilega á óvart. Við höfðum auðvitað ekki miklar væntingar, en að sama skapi áttum við von á ein- hverju miklu verra,“ segir Haukur, og Ari tekur í sama streng. „Það kom á óvart hvað það var auðvelt að kom- ast inn í landið. Þetta var minna mál en að komast inn í Bandaríkin.“ Þetta á þó ekki við um umstangið sem fylgdi því að fá vegabréfsáritun sem og ferðalagið sjálft. Ari, Haukur og Almar fengu ekki endanlega á hreint fyrr en 10 dögum fyrir brottför að þeir væru komnir með fullnægj- andi vegabréfs áritun. Ferðalagið til Norður-Kóreu var heldur enginn dans á rósum en þegar félagarnir mættu á flugvöllinn í Peking, þar sem þeir áttu bókað flug til Pyongyang, var búið að aflýsa fluginu. Eftir talsverða bið tóku norð- urkóreskir embættismenn málið í sínar hendur og fóru með hópinn, sem átti bókað í vélina, upp í rútu og þaðan með lest á annan flugvöll þar sem flogið var til Pyongyang. Eftir tæplega sólarhrings ferðalag komust félagarnir loks á áfangastað. „Við komum einhvern tímann eftir miðnætti daginn sem mara- þonið var. Sem sagt við fengum hvorki næringarríkan mat né góða hvíld, líkt og fólki er yfirleitt ráðlagt fyrir svona átök,“ segir Ari. Ánægðir með hlaupið Það kom þó ekki að sök og Hauk- ur hljóp maraþonið á 3:24:26 og hafnaði því í 25. sæti af 212 kepp- endum. Ari hljóp á 3:41:35 og hafn- aði í 59. sæti og Almar á tímanum 3:57:22 sem færði honum 117. sætið. „Þetta var ólýsanlega gaman. Í fyrsta skipti í maraþoni lét ég áhorf- endur ekki trufla mig heldur naut þess að leyfa þeim að gefa mér „five“ og fylgjast með því sem var að gerast í kringum mig. Þetta var magnað,“ segir Haukur og bætir við að stjórn- völd hafi þó ekki tekið mikið tillit til hlaupara sem voru ekki með af fúlustu alvöru. „Þeir sem voru enn að, fjórum klukkustundum eftir að hlaupið var ræst var skutlað í mark. Eða það held ég.“ Ari tekur undir orð Hauks og segir einfaldlega að tilfinningin að hlaupa maraþon í Pyonyang hafi verið „æðisleg.“ Vinirnir dvöldu í Norður-Kóreu í fjóra daga. Þrír leið- sögumenn fylgdu þeim hvert fótmál en þeir ferðuðust með hópi ferða- manna, og leiðsögumanna þeirra, í rútu um borgina og út í sveitir lands- ins. Ari og Haukur segja að það hafi komið þeim mikið á óvart hversu hrein höfuðborgin er og mikið um nýlegar byggingar. „Það sem við sáum í ferðinni var mjög eðlilegt og jákvætt. Ekkert í líkingu við þær nei- kvæðu fréttir sem maður hefur lesið um Norður-Kóreu í gegnum tíðina. En auðvitað sáum við bara það sem yfirvöld vildu að við sæjum. Farar- stjórunum okkar var mikið í mun að upplifun okkar af landinu væri góð.“ Ekki á móti Vesturlandabúum Haukur segir að áður en hann heim- sótti landið hefði hann talið að Norður- Kóreumönnum væri mjög illa við Suður-Kóreumenn. „En svo er ekki. Þeir vilja sameina ríkin aftur og segja að í Kóreu allri búi um það bil 80 milljónir. Norðan megin búi um það bil 30 milljónir og 50 millj- ónir sunnan megin.“ Þá segir hann að leiðsögumenn þeirra hafi aldrei talað illa um ná- granna sína í suðri og þeir hafi tekið sérstaklega eftir því hvað þeir voru kurteisir við bandaríska ferða- manninn sem var með þeim í hóp- ferðunum. „Við fundum enga andúð fyrir þær sakir að við værum Vestur- landabúar. Það eina sem Norður- Kóreumönnum er illa við er heims- valdastefna Bandaríkjanna, ekki fólkið. Þeim var mikið í mun að láta það koma í ljós.“ Ari kveðst hafa tekið sérstaklega eftir því hvað Norður-Kóreumenn virðast agaðir. „Það er enginn hokinn í baki. Þeir ganga um teinréttir og eru mjög vinnusamir. Alls staðar var fólk að vinna. Þetta er mjög frum- stætt samfélag miðað við okkar. Enda kommúnista- og einræðisríki. Fólkið úti í sveitunum var til dæm- is ekki með nýtísku traktora og þeir sem voru í steypuviðgerðum voru ekki með flottar vinnuvélar heldur létu sér nægja einfaldar múrskeiðar. Þetta var eins og að vera kominn ára- tugi aftur í tímann.“ Stíf dagskrá Ari og Haukur eru sammála um að ekki hafi verið ætlast til þess að þeir blönduðu geði við heimamenn. „Okkur var haldið út af fyrir okkur með því að vera í stífri, fyrirfram skipulagðri dagskrá allan daginn. Við máttum rétt svo fara út að skokka við hótelið en alls ekki inn í borgina upp á eigin spýtur.“ Ari segir jafn- framt að þeir heimamenn sem hann hitti í Norður-Kóreu hafi verið mjög vingjarnlegir og að börn hafi verið mjög áberandi og frjáls. „Það skildi mann samt enginn. Við máttum ekk- ert fara út úr hópnum. Mér fannst eins og það væri ekki ætlast til þess að maður væri að blanda geði við fólk.“ Þeir félagar tóku sérstaklega eftir því að allt virtist byggt til heiðurs leið- togum landsins, Kim Jong-un, núver- andi leiðtoga landsins, föður hans heitnum, Kim Jong-il, og hinum eilífa leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Il-sung. „Minnisvarðarnir eru einfaldlega yfir gnæfandi og úti um allt.“ Þegar félagarnir spurðu leiðsögu- mennina hvort það væri rétt að Kim Jong-il hefði fæðst hátt uppi á fjalli og við fæðingu hans hafi komið tvö- faldur regnbogi og ný stjarna hafi birst á himnum. Þeir sögðu það ekki rétt: „Þeir sögðu að hann hefði fæðst í þorpi rétt utan við höfuðborgina.“ Þá segir Ari að þeim hafi gefist kostur á að versla í búðum sem aug- ljóslega voru aðeins ætlaðar ferða- mönnum. Þar gátu þeir meðal annars keypt veggspjöld og póst- kort með áróðri gegn erkióvininum, Bandaríkjunum. Þjóðarrétturinn er hundasúpa Ari segir verðlagið í landinu svip- að og í Kína sem sé ekki eins og lágt og hann hafði ætlað. Þá eru fé- lagarnir sammála um að maturinn í landinu sé ekki upp á marga fiska. „Við smökkuðum þjóðarrétt Norður- Kóreumanna en það er hundasúpa.“ Sem fyrrverandi hundaeigandi hafði Ari ekki mikla lyst á súpunni og lét sér því nægja að bragða örlítið á henni. Þeir segja það alls ekkert launungarmál í Norður-Kóreu að þjóðin eigi vopn. Leiðsögumennirnir hafi þó þvertekið fyrir að Norður- Kórea færi í stríð að fyrra bragði. „Leiðsögumennirnir sögðu að Norður-Kóreumenn myndu að- eins beita vopnunum til að verja landið. Þeir eru mjög hliðhollir leið- toga landsins og þeir sem eru í náð- inni hjá honum bera rauðar nælur. Þetta er auðvitað galið en við mælum með því að fólk geri sér ferð og upp- lifi þetta frá fyrstu hendi. Það mun enginn sjá eftir því.“ n „Áttum von á einhverju miklu verra“ Ari Hermann Oddsson og Haukur Lúðvíksson hlupu nýverið maraþon í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu Haukur Lúðvíksson og Ari Hermann Oddsson Eru gríðarlega ánægðir með ferðina til Norður-Kóreu. Mynd Sigtryggur Ari Þrír fræknir Almar Örn, Ari Hermann og Hilmar fyrir hlaupið. Mynd HAukur LúðVíkSSOn Fyrir miðju myndarinnar má sjá ryugyong- hótelið sem er á 105 hæðum Þrátt fyrir að hafa verið í byggingu, með hléum, í 30 ár er ekki vitað hvenær það verður opnað. Mynd HAukur LúðVíkSSOn yfirlitsmynd Séð yfir hluta höfuð- borgar Norður-Kóreu. Mynd HAukur LúðVíkSSOn Ari Hermann og Almar Örn Myndin er tekin í Kína. Tekið skal fram að derhúfunni var hent áður en félagarnir fóru til Norður-Kóreu. Mynd úr EinkASAFni kristín Clausen kristin@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.