Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2017, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2017, Blaðsíða 4
4 Helgarblað 21.–24. apríl 2017fréttir M eð niðurstöðu þjóðar­ atkvæðagreiðslunnar í Tyrklandi síðastliðinn sunnudag hafa áhyggj­ ur af stöðu lýðræðis­ og mannréttindamála þar í landi enn aukist, og var fólk þó ekki áhyggju­ laust fyrir. Í atkvæðagreiðslunni samþykkti naumur meirihluti þjóðarinnar, 51,3 prósent kjósenda, breytingar á stjórnarskrá landsins sem færa Recep Tayyip Erdogan forseta verulega aukin völd. Raun­ veruleg hætta er talin á að það for­ setaræði sem nú mun taka við í Tyrklandi geti orðið að raunveru­ legu einræði, meðal annars hefur Feneyjanefndin varað við því. Staða mála í Tyrklandi er flestum verulegt áhyggjuefni. Eftir misheppnaða valdaránstilraun í júlí árið 2015 voru sett neyðar­ lög í landinu sem enn eru í gildi. Tugþúsundir hafa verið fangels­ aðar, embættismenn, stjórnar­ andstæðingar og blaðamenn til að mynda. Erdogan hefur vikið til hliðar réttindum borgara í krafti neyðarlaganna, að því er Öryggis­ og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, segir í bráðabirgðaskýrslu um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Ekki allt fýsilegur félagsskapur Flokkur Erdogans forseta, Réttlætis­ og þróunarflokkurinn AKP, er að­ ili að Evrópusamtökum íhalds­ manna og umbótasinna, ACRE. Það er Sjálfstæðisflokkurinn íslenski einnig. Hefur Sjálfstæðisflokkurinn fengið á sig gagnrýni fyrir aðild sína að samtökunum, bæði vegna þess að AKP sé þar innanborðs en einnig vegna þess að í ACRE eru fleiri flokkar sem sannarlega ganga ekki í takt við þá línu sem lögð hefur verið á Íslandi og innan Sjálfstæð­ isflokksins í lýðræðis­ og mann­ réttindamálum. Nægir að nefna Laga­ og réttlætisflokkinn í Pól­ landi sem er andsnúinn réttindum hinsegin fólks og sjálfsákvörðunar­ rétti kvenna til að framkvæma þungunarrof, svo dæmi séu tekin. Lýðræðisflokkurinn í Tékklandi er andsnúinn fjölmenningu og telur að einungis þeir innflytjend­ ur sem taki upp tékkneska siði eigi að fá leyfi til að dvelja í landinu. Þá er Finnaflokkurinn (áður Sannir Finnar) í Finnlandi andvígur hjóna­ bandi samkynhneigðra, vill að dregið verði úr móttöku flóttafólks og hefur efasemdir um fjölmenn­ ingu. Guðlaugur hefur þungar áhyggjur „Ég hef lýst yfir áhyggjum mínum af stöðu ýmissa mála í Tyrklandi, bæði sem ráðherra og fyrir þann tíma og þá meðal annars á vett­ vangi ACRE. Til að mynda fór ég í ræðu minni í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf yfir áhyggjur af stöðu dómsmála í Tyrk­ landi. Það eru þau skilaboð sem ég hef ávallt haldið á lofti og mun gera áfram,“ segir Guðlaugur Þór í sam­ tali við DV. „Það hefur verið mikil umræða um stöðu Tyrklands innan ACRE. Það er ekki komin endanleg niður­ staða í hvernig þau mál muni þró­ ast af því að þessi samtök, rétt eins og önnur Evrópusamtök af svipuðu tagi, byggja auðvitað á því að flokk­ ar geti ekki verið þar þátttakendur nema að uppfylla ákveðin skilyrði sem okkur virðast sjálfsögð en eru kannski ekki talin það alls staðar. Það má bara segja að AKP sé á skil­ orði innan félagsskaparins. Innan ACRE starfa 33 stjórnmálaflokkar og við blasir að ekki sé allt í fari allra þannig að öllum líki. En það breyt­ ir ekki því að við tökum þessi mál mjög alvarlega innan samtakanna og ég hef af þeim þungar áhyggjur sjálfur.“ Önnur samtök síst betri Guðlaugur Þór bendir á að Sjálf­ stæðisflokkurinn hafi áður verið í samtökunum EPP ásamt fleiri mið­ og hægriflokkum en þar innanborðs séu til að mynda Fidesz, flokkur Viktors Orbán í Ungverjalandi, og Forza Italia með Silvio Berlusconi í fararbroddi. Ekki sé víst að þeir flokkar gætu talist heppilegri félags­ skapur en þeir sem nefndir eru hér að framan. Guðlaugur Þór segir að þeir sem gagnrýni þátttöku Sjálfstæðis­ flokksins í samstarfinu hljóti að þurfa að spyrja sig þess hvað væri unnið með því að hverfa þaðan á brott. „Jafnvel í þeim löndum sem við berum okkur saman við, meðal annars í Evrópu, er oft og tíðum haldið á lofti sjónarmiðum í mannréttindamálum sem eru víðs fjari því sem við sættum okkur við. Dæmi um þetta eru réttindi samkynhneigðra. Þá er spurningin: Eiga menn að standa í samstarfi eða ekki? Með því að standa í slíku samstarfi erum við ekki að skrifa upp á að afstaða hinna flokkanna í mannréttindamálum sé rétt eða í lagi. Þvert á móti veitir samstarfið okkur vettvang til þess að gagnrýna það sem okkur finnst miður fara í mannréttindamálum. Og það höfum við verið óspör á. Sem betur fer erum við Íslendingar mjög framarlega í mannréttindamálum, réttindum samkynhneigðra, kvenfrelsismálum og svo framvegis. Vilja menn ekki frekar reyna að hafa áhrif með því að halda þess­ um sjónarmiðum á lofti? Það á við bæði á þessum grunni flokkasam­ starfs, rétt eins og okkur sem þjóð á alþjóðavettvangi.“ Vilja menn segja EES-samningnum upp? Guðlaugur Þór segir að með því að gagnrýna aðild Sjálfstæðisflokksins að ACRE hljóti menn í raun að vera þeirrar skoðunar að ekki eigi að taka þátt í alþjóðasamstarfi stjórn­ málaflokka. Hið sama eigi við um þátttöku annarra íslenskra flokka í sambærilegu samstarfi því í öllum flokkahópum séu flokkar sem haldi á lofti sjónarmiðum sem séu talin ótæk í íslensku samfélagi. „Þeir eru líka til sem gagnrýna að Ísland hafi gert fríverslunarsamninga við lönd sem ekki eru að standa sig í mann­ réttindamálum, til að mynda við Kína. En þessi lönd sem við höfum rætt um, Ungverjaland, Pólland og fleiri, eru lönd innan Evrópusam­ bandsins. Vilja menn þá að EES­ samningnum verði sagt upp?“ n Segir flokk Erdogans á skilorði n Guðlaugur Þór lítur þróun mála í Tyrklandi alvarlegum augum n Beitir sér hvar sem hægt er Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is Færist í átt að einræði Erdogan, forseti Tyrklands, hefur vikið til hliðar borgarlegum réttindum, múlbundið fjölmiðla og fangelsað tugþúsundir. Flokkur hans, AKP, er í flokkasamstarfi með Sjálfstæðisflokknum. Utanríkisráðherra segist hafa þungar áhyggjur af stöðu mála í Tyrklandi og að AKP sé á skilorði innan flokkasamstarfsins. Mynd REutERS„Vilja menn þá að EES-samningnum verði sagt upp? telur sam- starf koma að gagni Guðlaugur Þór segist telja að gagnlegra sé að eiga samskipti og samstarf við aðila, og reyna með þeim hætti að hafa áhrif til hins betra, heldur en að einangra sig. Afhjúpuðu kappakstursbíl Kappaksturs­ og hönnunarliðið Team Spark, sem skipað er nemendum við Háskóla Íslands, afhjúpaði í dag raf­ knúna kappakstursbílinn TS17 (Laka) að viðstöddu fjölmenni á Háskólatorgi. Liðið tekur þátt í kappaksturs­ og hönnunarkeppn­ um stúdenta bæði á Ítalíu og í Austurríki í sumar. Í tilkynningu kemur fram að Team Spark hafi hannað og smíð­ að kappakstursbílinn í vetur. Hann ber ekki aðeins nafn liðsins og ársins, þ.e. TS17, heldur einnig íslenskt nafn en bíll þessa árs kenndur við eldstöðina Laka. Liðið er skipað verkfræðinem­ um við Háskóla Íslands og nú í fyrsta sinn nemanda í viðskipta­ fræði sem kemur að vinnu við viðskiptaáætlun vegna bílsins. Alls hafa 45 nemendur komið að hönnun bílsins frá því í fyrrahaust en þeir fá hluta vinnunnar metinn í námi sínu við Háskóla Íslands. Lið frá Háskóla Íslands hef­ ur tekið þátt í hönnunar­ og kappakstursmótum háskólanema allt frá árinu 2011 og oftast farið til Bretlands þar sem keppnin Formula Student fer fram á hinni fornfrægu Silverstone­braut. Í fyrra tók Team Spark í fyrsta sinn einnig þátt í Formula SAE Italy í Varano de' Melegari nærri Parma og náði þar þeim merka áfanga að uppfylla allar þær umfangs­ miklu kröfur sem gerðar eru til rafknúinna kappakstursbíla svo að heimilt sé að aka þeim á kappakstursbrautinni. Förinni er aftur heitið til Ítalíu í ár en í stað keppninnar á Silver stone halda Team Spark­ liðar til Austurríkis þar sem liðið tekur þátt í Formula Student Austria sem fram fer á Formúlu 1­kappakstursbrautinni Red Bull Ring. Þar etur Team Spark kappi við um 50 lið frá háskólum beggja vegna Atlantsála bæði innan og utan brautar. Keppt er í tveimur flokkum í Formula Student. Í flokki 1 eru lið dæmd út frá bæði hönnun einstakra hluta bílsins og akstri hans á kappakstursbraut en í flokki 2 eru hönnun og áætl­ anir kynntar en ekki er keppt í kappakstri. Team Spark hyggst keppa í flokki 1 líkt og undan­ farin ár. Skoða hvort breyta eigi lög- um um stjórn fiskveiða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráð­ herra mun fljótlega skipa nefnd sem á að skoða gjaldtöku í sjávarútvegi en einnig kemur til greina að endur­ skoða lög um stjórn fiskveiða. Fréttablaðið greindi frá þessu á fimmtudag. Áform HB Granda um að hætta landvinnslu á Akranesi valda því að ákveðin ákvæði fisk­ veiðistjórnunarlaganna eru til skoðunar í stjórnkerfinu. Aðspurð sagði Þorgerður Katrín að málið væri ekki komið svo langt að verið sé að íhuga lagabreytingu en það eigi ekki að vera óþægilegt fyrir neinn að þessi mál séu rædd af yfirvegun og opinskátt. Hún sagði mjög mikilvægt að sjávarútveg­ urinn fái að blómstra áfram en það verði jafnframt að taka tillit til samfélagslegra sjónarmiða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.