Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2017, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2017, Blaðsíða 46
30 sport Helgarblað 21.–24. apríl 2017 A ron Einar Gunnarsson, miðjumaður Cardiff og fyrir liði Íslands, er senn að klára eitt besta tímabil á ferli sínum sem atvinnu- maður. Aron, sem fagnar 28 ára af- mæli sínu á morgun, laugardag, hefur verið hreint magnaður með Cardiff í Championship-deildinni sem er sú næstefsta á Englandi. Þó að tímabilinu með Cardiff ljúki í byrjun maí þarf Aron Einar að halda sér í formi áfram því afar mikilvægur landsleikur er gegn Króatíu 11. júní. Vinni Ísland þann leik er liðið komið í toppsætið í undankeppni HM 2018 en lokamótið fer fram í Rússlandi. „Maður er bara nokkuð sáttur við hvernig þetta tímabil hefur verið, svona miðað við hvernig við erum að enda það. Við byrjuðum náttúr- lega skelfilega, þegar maður byrjar tímabilið jafn illa og við gerðum þá fer allur meðbyr úr þessu og menn missa sjálfstraustið niður. Svo kom Warnock inn og breytti hugfarinu hjá okkur leikmönnunum og öllu í kringum liðið. Hann kom inn og byrjaði að ná í úrslit og fékk alla með sér. Nú eru menn byrjaðir að einblína á næstu leiktíð,“ segir Aron í samtali við DV um stöðu mála. Þjálfarinn elskar hann Aron var talsvert á bekknum á síð- ustu leiktíð og framan af þessari leik- tíð en þegar Neil Warnock tók við Cardiff í byrjun október á síðustu leiktíð breyttist allt. Aron er fyrsti maður á blað hjá Cardiff í öllum leikjum og þjálfarinn elskar hann. „Það er alveg rétt að við höfum sýnt að við erum með einn af sterkari hópunum í deildinni, við erum að ég held í þriðja sæti eftir að Warnock tók við. Gamli karlinn er seigur, hann kann að ná í úrslit. Við erum kannski ekki alltaf að spila falleg- asta fótboltann en það er reynsla og gæði í þessum hóp. Vonandi náum við heilu góðu tímabili næst, þetta lítur vel út og menn eru að reyna að byggja upp fyrir næstu leiktíð. Þjálf- arateymið talar mikið um að þessir síðustu leikir skipti miklu máli fyrir framhaldið, það er verið að halda mönnum á tánum. Menn eru ekk- ert komnir á ströndina þrátt fyrir að sætið í deildinni sé öruggt. Ég finn fyrir því að hann hefur mikla trú á mér en hann setur líka mikla pressu á mig. Það getur verið hættulegur leikur þegar menn detta inn í þægindarammann og menn halda að þeir þurfi ekkert að leggja á sig. Hann heldur manni vel á tánum og hraunar yfir mann við og við. Það er hollt fyrir alla og það rífur mann í gang. Það er auðvitað gaman að vita að maður sé fyrsti maður á blað og fái að spila allar mínútur, manni finnst maður vera mikilvægur. Þetta er mikil breyting fyrir mig frá síðustu leiktíð og það er bara jákvætt, maður er víst í þessu til að spila. Ég fór langt niður í fyrra þegar ég var ekki að spila og sérstaklega þegar ég vissi að EM var handan við hornið. Maður var stressaður yfir því að vera ekki í leik- formi en það hefur verið allt annað á þessu tímabili. Ég á bara eitt ár eftir af samningi hérna og það verður vonandi gott ár.“ Heldur að Cardiff vilji ekki selja sig Aron hafði talsverðan áhuga á að fara frá Cardiff í fyrrasumar en hann efast um að félagið leyfi honum að fara, samningur hans rennur hins vegar út eftir næstu leiktíð og þá gæti Aron Einar farið frítt frá félaginu. Aron kom til Cardiff árið 2011 og er því að klára sitt sjötta tímabil í höfuð- borg Wales. „Ég held að Warnock komi ekki til með að selja mig, ég efast stórlega um það. Ef það kemur eitthvert tilboð þá veit ég alveg að Cardiff myndi skoða það en ég reikna með að Warnock ýti því bara frá sér. Ég er ekkert að stressa mig á þessu, maður var meira að hugsa um það í fyrra að koma sér í burtu. Ég var ekki að spila og fannst ég ekki vera hluti af þessu, núna er allt annar fílingur yfir manni. Þegar maður er að spila alla leiki þá er maður jákvæður, ef eitt- hvað gerist þá skoðar maður það en ég hugsa ekki um það. Það kemur að því að ég taki nýrri áskorun, ég veit það. Hvort sem það verður í sumar, næsta sumar eða sumarið þar á eftir kemur bara í ljós. Það kemur líka í ljós hvaða áskorun það yrði, ég er enn þá að hugsa um hvað sé næsta skref sem mig langi til að taka. Ég er ekki með það 100 pró- sent á hreinu, ég veit að það kem- ur ný áskorun en ekki hvenær hún kemur. Ég er alveg opinn fyrir því að koma mér í burtu frá Englandi, þótt ég sé ekki gamall þá er ég farinn að finna fyrir þessu leikjaálagi sem er í Championship-deildinni. Þetta er mikil keyrsla og margir leikir. Hvort mig langar að fara í annað land eða eitthvað slíkt er bara hlutur sem maður skoðar á þeim tímapunkti.“ Sólin hjálpar til við að endurnæra leikmennina Warnock er þjálfari af gamla skólan- um en hann skilur vel hvernig leik- menn hugsa og gefur þeim frí þegar tækifæri gefst, álagið er mikið og því er mikilvægt fyrir leikmenn að geta slakað vel á inni á milli. Aron Einar hefur fengið tækifæri til þess en í upphafi árs fékk hann að fara til Dúbaí og á dögunum í stutta ferð til Spánar. „Warnock sér vel um leik- mennina, hann gerir sér grein fyrir því hvernig fótboltamenn hugsa og hvernig þeir virka. Hann gaf mér viku frí í janúar sem gaf mér mikið, það endurnærði líkamann og ég kíkti aðeins á ströndina í smá sól. Svo fengu allir leikmenn fjögurra daga frí á dögunum, þá kíkti ég með fjöl- skyldunni til Spánar og kom mér aðeins í burtu frá hversdags- leikanum. Smá sól sem brýtur þetta upp, maður er þá ekki alltaf í sama far- inu. Þetta virkaði líka vel, ég skoraði í leiknum á eftir.“ Warnock drullaði yfir Heimi Warnock var allt annað en sáttur við Heimi Hallgrímsson, þjálfara ís- lenska landsliðsins, á dögunum og lét þá skoðun sína í ljós. Aron lék allar 90 mínútur í keppnisleik gegn Kósóvó og svo aftur nokkrum dög- um síðar gegn Írlandi í æfingar- leik. Við það var Warnock allt ann- að en sáttur. „Hann var nú ekkert reiður, meira svekktur en eitthvað annað. Hann vildi láta sína skoðun í ljós, ég held að hann hafi bara talað við Heimi um það. Auðvitað skilur maður hans skoðun vel og ég held að Heimir hafi vitað það líka. Ég þurfti bara að klára þennan leik, Ólafur Ingi Skúlason fékk krampa og það var bara Arnór Smárason eft- ir á bekknum. Ég komst ekkert út af, Heimir sagði líka við mig eftir leik að nú kæmi líklega símtal frá Warnock. Heimir var ekki með neina van- virðingu, hann vissi að ég hefði ekki átt að spila allan leikinn en þessi staða kom upp. Þetta er gleymt og grafið en Warnock vildi bara segja sína skoðun.“ Æfir með Blikum og Þór til að halda sér í formi Tímabilið hjá Aroni klárast 7. maí en þá verður rúmur mánuður í lands- leikinn við Króatíu. Leikurinn gæti skipt sköpum í því að koma liðinu til Rússlands. Aron mun æfa hér á landi fram að leik en nokkrum dögum eftir leikinn þann 11. júní mun Aron Einar kvænast Krist- björgu Jónasdóttur. „Ég hef æft með liðum heima og svo er bara plan frá styrktar þjálfaranum í landsliðinu, maður þarf að halda sér á tánum og koma sér í fótbolta hér og þar. Maður þarf samt líka að slökkva aðeins á sér til að springa ekki alveg, ég fer á æf- ingar með Breiðabliki og Þór. Það verður æft vel fyrir Króatíuleikinn og svo er maður víst að fara að gifta sig eftir hann. Það verður bara róleg veisla og síðan slekkur maður alveg á sér. Þetta er heimaleikur og við för- um í alla heimaleiki til að vinna þá, ég man ekki eftir síðasta tapleik á Laugardalsvellinum. Það er mikil- vægt að missa Króatíu ekki of langt á undan okkur, það væri ekki nein martröð að taka eitt stig en við stefn- um á sigur. Við mætum fullir sjálfs- trausts eftir síðustu tvo leiki. Stuðn- ingurinn heima skiptir svo alltaf miklu máli, hann hefur verið magn- aður og ég býst við því sama þann 11. júní. Ég hlakka mikið til að spila þennan leik, við sáum það í úti- leiknum að við getum vel gert eitt- hvað gegn þeim. Við fengum færi, og hefðum við tekið forystuna í leikn- um veit maður aldrei hvað hefði gerst, þetta er ekki lið sem við getum ekki unnið þótt sagan segi kannski annað. Við fundum í útileiknum að við getum vel sært þá.“ n Brúð- kAup og stór- leikur í sumAr Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is „Við fundum í útileiknum að við getum vel sært þá n Aron einar er byrjaður að skoða næstu skref á ferlinum n Fær líklega ekki að fara í sumar Einbeittur „Þetta er heimaleikur og við för- um í alla heimaleiki til að vinna þá,“ segir Aron Einar um Króatíuleikinn í sumar. Myndir EPA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.