Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2017, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2017, Blaðsíða 14
14 Helgarblað 21.–24. apríl 2017fréttir Íslenskir fíkniefnasalar rændir á hverjum degi n Titringur í undirheimunum n Fíkniefnum og peningum rænt um hábjartan dag V opnað rán var framið um hábjartan dag síðastliðinn mánudag þegar fjórir menn rændu þann fimmta á bílastæði við Kauptún í Garðabæ. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu þekktust mennirnir en ekki fást upplýsingar um hverju var í raun og veru rænt. Þetta er sjöunda ránið á höfuðborgarsvæðinu á rétt rúmum mánuði en á þriðjudag var einnig framið vopnað rán í Apóteki Garðabæjar. Allir voru gerendurnir vopnaðir á einn eða annað hátt, með skotvopni, hníf eða blóðugri sprautunuál. En hver ætli sé ástæðan fyrir fjölgun þessara brota? Samkvæmt heimildum DV hefur það færst í vöxt að fíkniefnaneytendur séu sjálfir að ræna fíkniefnasala með það fyrir augum að eiga fyrir neyslu sinni og eignast þá fjármuni sem hafa orðið til við sölu fíkniefnasal- ans fyrr um kvöldið. Þessi rán skipta tugum og hafa verið tíð á höfuð- borgarsvæðinu, þá sérstaklega í Reykjanesbæ og Reykjavík. Beinast þessi rán aðallega að þeim sem eru með mikið magn af dýrum fíkniefn- um á sér eins og til dæmis 80 milli- gramma OxyContin-töflur en þær kosta 8.000 krónur stykkið eða heilu glösin af 54 mg Concerta á 35.000 krónur. Ekki tilkynnt um fjölda rána Þessi tilfelli eru sjaldnast tilkynnt til lögreglu og virðast afskipti hennar algjörlega bundin við það hvort einhver óviðkomandi vitni hafi orðið að árásinni eða ekki. Allt er enn á huldu hvað hið vopn- aða rán í Kauptúni varðar. Lögreglan verst allra fregna en segir að ránsfengur- inn hafi verið smá- vægilegur. DV komst í samband við ungan mann sem vildi ekki koma fram undir nafni. Hann býr nú á höfuðborgarsvæðinu en bjó í nokkra mánuði í Reykjanesbæ. Kærasta hans hafði fengið leigða námsmannaíbúð á Ásbrú vegna þess að hún stundaði nám við Há- skóla Íslands, en hann sjálfur ætl- aði á meðan að einbeita sér að sölu á fíkniefnum á svæðinu, aðallega kannabis en þó einhverju af am- fetamíni. Rændur í Keflavík „Það selst ekkert af kókaíni á Suðurnesjum. Þar flæðir allt í am- fetamíni og lélegu grasi þannig að ég ákvað að koma mér inn á þenn- an markað – vissi að það væri stór hópur hérna sem notaði fíkniefni og í stað þess að horfa upp á þetta rusl selt á toppverði þá ákvað ég að koma með góða vöru sem all- ir yrðu sáttir við,“ sagði maðurinn sem vildi taka fram að hann væri edrú í dag. „Þegar ég var búinn að selja þarna í tvo mánuði þá var hringt í mig og ég beðinn um frekar mikið magn af fíkniefnum og auðvitað átti að staðgreiða allt. Ég vildi helst velja staðinn þarna uppi á Ásbrú í Reykjanesbæ þar sem ég þekki svæðið ágætlega en þeim fannst sá staður alveg glataður. Mig grunaði aldrei neitt því ég hafði aldrei hugsað út í að ég kynni að verða rændur. Það var heimskulegt af mér,“ segir maðurinn en hann mælti sér mót við mennina við gamla bensín stöð uppi á Keflavíkur- flugvelli. Notuðu sprautunál og barefli „Þeir koma fjórir út úr bílnum. Einn með stálrör. Annar með sprautu- nál og þriðji með hafnaboltakylfu. Ég næ ekki einu sinni að komast út úr bílnum áður en ég fæ hafna- boltakylfuna í hausinn og mér skip- að að afhenda allt sem ég var með á mér. Ég neitaði en þá fékk ég blóð- uga sprautunálina upp að andlitinu og mér sagt að ég yrði smitaður af HIV ef ég myndi ekki hlýða,“ segir mað- urinn sem lét þá mennina fá um sjötíu þúsund krónur, tuttugu grömm af amfetamíni og tuttugu grömm af grasi. „Þetta var tæpur tvö hundruð kall svona á götunni. Það skipti mig engu máli eftir þetta. Ég frétti síðar að þetta væri hópur sem stundaði þetta, hvort sem það væri í Keflavík eða Reykjavík,“ segir maðurinn sem heldur að söluhóparnir á Facebook séu þeir hættulegustu. Facebook hættulegast „Auðvitað er hægt að komast upp með að selja fíkniefni á Íslandi en það er orðið erfiðara að fela sig fyr- ir fíklum, sem vilja ræna þig, en lög- gunni sjálfri. Það var mjög gott að geta notað þessa Facebook-hópa til þess að selja. Þannig náði ég til stærri hóps fólks og gat selt meira. Græðgin kostaði mig samt næstum því lífið eða heilsuna ef þessi sprautunál var jafn sýkt og þeir sögðu, mennirnir,“ segir maðurinn sem, þótt ótrúlegt sé, þakkar þeim sem rændu sig. „Já, ég vil þakka þessum fjórum mönn- um fyrir að hafa lamið mig og rænt. Það var það sem þurfti til að ég áttaði mig á því að ég á ekki þetta líf skil- ið. Ég á miklu betra skilið og get gert miklu meira úr lífi mínu en að láta ræna með með blóðugri sprautunál. Núna á ég tveggja ára dóttur. Fluttur í rólegt bæjarfélag utan höfuð- borgarsvæðisins og stunda nám við háskóla,“ segir maðurinn sem vill að- vara ungt fólk sem er í fíkniefnasölu. „Það er rosa kúl að selja fíkniefni á vissum aldri. Síðan fer þetta „að vera kúl“ að verða nauðsyn. Þú þarft sjálfur að eiga fyrir skammtinum. Áður en þú veist af þá ertu búinn að glata öllu. Lífinu.“ n Atli Már Gylfason atli@dv.is „Ég neitaði en þá fékk ég blóðuga sprautunálina upp að andlitinu á mér og mér sagt að ég yrði smit- aður af HIV ef ég myndi ekki hlýða. Peningar og lyf Dæmi eru um að fíkniefnaneytendur ræni sjálfir fíkni- efnasala með það fyrir augum að eiga fyrir neyslu og komast yfir fjármuni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.