Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2017, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2017, Side 2
2 Helgarblað 28. apríl 2017fréttir Æ i, shit! Dalai Lama er kominn hérna fyrir utan! Ekki opna!“ Þannig komst Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrver­ andi forsætisráðherra, að orði að sögn Gunnars Hrafns Jónssonar, þegar tíbeskir munkar sáust út um glugga bústaðar forsætisráðherra á Þingvöllum. Þetta atvik átti sér stað þegar trúarleiðtoginn og friðarverð­ launahafi Nóbels heimsótti Ísland árið 2009. Þetta kemur fram í stöðu­ færslu sem Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata og sonur Jónínu Leósdóttur, eiginkonu Jóhönnu, birti í vikunni á Facebook. DV hefur heimildir fyrir því að Dalai Lama hafi ekki farið á Þingvelli meðan á dvöl hans á Íslandi stóð. Hópur munka úr fylgdarliði hans hafi hins vegar farið þangað í skoðunarferð. Samkvæmt heim­ ildum fór trúarleiðtoginn ekki út fyrir mörk Reykjavíkur þá þrjá daga sem heimsókn hans stóð yfir. Með­ an hann var hér á landi hélt hann meðal annars fyrirlestur í Laugar­ dalshöll og sat fund með utanríkis­ málanefnd Alþingis. Ráðherra fór í felur Tilefni stöðufærslu Gunnars Hrafns var umræða á Alþingi um fríversl­ unarsamning við Filippseyjar. „Sit í þingsal þar sem verið er að ræða frí­ verslunarsamning við Filippseyjar, nú þegar hinn morðóði Duterte forseti er við völd. Stjórnarliðar virðast ákaflega sáttir við þá samn­ inga sem fyrri ríkisstjórn náði við Kína, þar sem mannréttindi eru einnig brotin með kerfisbundn­ um hætti. Ætli þeir viti að það kost­ aði meðal annars það að ráðherrar þess tíma þurftu beinlínis að fara í felur og þykjast ekki vera heima þegar sjálfur Dalai Lama kom til landsins og vildi hitta ráðamenn?“ skrifaði Gunnar Hrafn. Í sam­ tali við DV vildi Gunnar Hrafn ekki tjá sig um mál­ ið umfram stöðufærsluna en staðfesti að hann hafi orðið vitni að umræddu atviki. Vandræðaleg heimsókn Heimsókn Dalai Lama reyndist nokkuð vandræða­ leg fyrir ráðherra vinstri­ stjórnarinnar en tveimur árum áður hófust viðræður um frí­ verslunarsamning við Kína. Kínversk yfirvöld hafa í gegnum tíðina tekið hart á öllum fundum ráðamanna við Dalai Lama. Þáverandi ríkisstjórn hafði enga samræmda stefnu varðandi fundi ráðherra með trúarleiðtog­ anum. Svo fór að Ögmundur Jón­ asson heilbrigðisráðherra og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra funduðu með honum sem almennir borgarar. Sam­ tökin Dalai Lama á Ís­ landi stóðu fyrir heim­ sókn hans en formaður samtakanna var Birgitta Jónsdóttir, þing­ maður Pírata. Samtökin gagn­ rýndu harð­ lega að þáverandi ráðamenn hefðu ekki fundað formlega með Nóbelsverð­ launahafanum. „Helstu ráðamenn þjóðarinnar bugta sig og beygja fyrir þeim er mannréttindabrotin fyrir­ skipa, myrða og limlesta, en ekki þeim manni sem alltaf hefur boðað friðsamlegar leiðir þrátt fyrir mikinn þrýsting á að fara aðrar leiðir,“ sögðu samtökin í yfirlýsingu árið 2009. Áhyggjur af viðskiptaþvingunum Af fréttaflutning frá þessum tíma að dæma voru talsverðar áhyggjur meðal íslenskra ráðamanna um að heimsóknin myndi hafa neikvæð áhrif á samskipti við Kína. RÚV full­ yrti ranglega að sendiherra Kína á Íslandi, Zhang Keyuan, hefði verið kallaður heim frá Íslandi. Sendi­ herrann sagði sjálfur í viðtali við Stöð 2 að sú frétt hefði verið „alger vitleysa“. Það var verulegt áhyggju­ efni að Kínverjar myndu beita við­ skiptaþvingunum gegn Íslandi ef ráðherrar funduðu með trúarleið­ toganum. Þær áhyggjur voru ekki tilefnislausar líkt og afleiðingar af fundi forsætisráðherra Slóvak­ íu og Dalai Lama síðastliðinn október ber vitni. Í kjöl­ far þess neituðu kínversk­ ir ráðamenn að funda með forsætisráðherra Slóvakíu á viðskiptaráðstefnu í Lettlandi og samskipti milli landanna hafa verið mjög stirð síðan. Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðardóttur við vinnslu fréttarinnar. n Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Að sögn Gunnars Hrafns fór Jóhanna Sigurðardóttir í felur þegar munkar sáust á Þingvöllum „Dalai lama er fyrir utan! ekki opna!“ Þingmaður Gunnar Hrafn Jónsson greindi frá sögunni á Facebook. Ragnheiður Elín í stjórn Landsvirkjunar Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrr­ verandi iðnaðar­ og viðskipta­ ráðherra, hefur ver­ ið skipuð í stjórn Landsvirkjun­ ar. Á aðalfundi sem haldinn var á fimmtudag skipaði Benedikt Jóhannesson, fjár­ mála­ og efnahagsráðherra, aðal­ menn og varamenn í stjórnina. Auk Ragnheiðar verða aðal­ menn í stjórn Jónas Þór Guð­ mundsson, Haraldur Flosi Tryggvason, Álfheiður Ingadóttir og Kristín Vala Ragnarsdóttir. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Landsvirkjunar sem konur eru í meirihluta stjórnar. Úr stjórninni fóru þau Jón Björn Hákonarson, Helgi Jóhannesson og Þórunn Svein­ bjarnardóttir en þau höfðu setið í stjórninni frá 2014. Jónas Þór var endurkjörinn formaður stjórnar og Haraldur Flosi Tryggvason var kjörinn varaformaður. Rakel hættir hjá Hringbraut Rakel Sveinsdóttir, fram­ kvæmdastjóri Hringbrautar, hef­ ur látið af störfum hjá fjölmiðla­ fyrirtækinu í kjölfar breytinga á eignarhaldi miðilsins. „Ég hætti öllum afskiptum af félaginu í lok mars síðastliðnum. Það var allt í mesta bróðerni,“ segir Rakel í samtali við DV. Um miðjan júlí 2016 var til­ kynnt að fjárfestirinn Jón von Tetzchner hefði keypt stóran hlut í Hringbraut og að Rakel ætti einnig orðið 16 prósenta hlut í fyr­ irtækinu. Jón væri þar með orðinn stærsti eigandi fyrirtækisins á eft­ ir Guðmundi Erni Jóhannssyni. Þess má geta að Jón er einnig í eigendahópi Spyr.is en Rakel er stofnandi þess fyrirtækis og einn af eigendum. Í frétt Morgunblaðsins á fimmtudaginn kom fram að Jón væri horfinn úr eigendahópnum eftir stutta viðveru. Áðurnefnd­ ur Guðmundur Örn ætti nú 65 prósenta hlut í félaginu og félag­ ið Saffron Holding ehf., sem er í eigu Sigurðar Arngrímssonar, ætti 19 prósenta hlut. Þá ætti Rakel enn sinn 16 prósenta hlut. „Sá eignarhlutur er í söluferli,“ segir Rakel en upplýsir ekki frekar hver mögulegur kaupandi er. Í sömu frétt Morgunblaðsins kemur fram að boðað hafi verið til hluthafafundar Hringbrautar á þriðjudag í næstu viku og þar séu frekari breytingar á eignarhaldinu í farvatninu. Herma heimild­ ir blaðsins að líklegt sé að hlutur Saffron Holding muni aukast verulega frá því sem nú er. Útgáfa DV DV kemur næst út föstu­ daginn 5. maí. Útgáfa blaðsins fellur niður næstkomandi þriðjudag, 2. maí, vegna bar­ áttudags verkalýðsins, 1. maí. DV minnir lesendur þó á að öflug fréttaþjónusta verður á dv.is eins og áður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.