Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2017, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2017, Qupperneq 15
Helgarblað 28. apríl 2017 fréttir 15 vikunni fékk hann svo smáhýsi sem er á vegum Reykjavíkurborgar úti á Granda. Af hverju kveiktir þú í húsnæðinu á Kleppsspítala á sínum tíma? „Kleppsspítali virðir ekki sakhæfi, hann er heilsuspillandi og ég sætti ofbeldi af hálfu lækna. Þeir bera ekki neina virðingu fyrir því hvernig mér líður og mér leið illa af þessum sprautum og þeir höfðu ekki heim­ ild fyrir þeim. Kerfið á svo erfitt með að sleppa manni þegar það er búið að handsama mann. Gáfum mínum er engin virðing sýnd og ég fæ ekki að dafna en hef sætt kúgun og harðræði.“ Örn heldur áfram: „Þeir viður­ kenna ekki að ég hafi gáfur heldur leggja mig að jöfnu við þroskahefta og það er virkilega gróft andlegt of­ beldi. Ég er fyrst og fremst að glíma við alvarlegar afleiðingar af ofbeldi úr barnæsku og af Efstasundi.“ Réttlætir það íkveikju? „Alls ekki. Málið er að ég er í stríði við ákveðið kerfi sem vill ekki viður­ kenna minn rétt og ég geri hvað sem er til að koma mér út úr aðstæðum. Þetta er barátta, ég er úrræðalaus og smám saman stigmagnast gremjan, maður ert einangraður og sprautaður gegn vilja manns og hafður með þroskaheftu fólki og fær ekki félags­ skap með fólki á sama reki, á end­ anum gefst maður upp og þá geta slæmir hlutir gerst.“ Ég er ekki hættulegur Aðspurður hvernig hann sjái fram­ tíðina svarar Örn strax að draumur­ inn sé að fá frið fyrir kerfinu. Þegar hann fær bæturnar fyrir ofbeldið ætl­ ar hann að kaupa forrit til að semja tónlist við eigin ljóð. Þá langar hann að flytja í Árneshrepp á Ströndum en þar bjó hann sem barn í nokkur ár. Örn heldur úti bloggsíðunni veruleikatekk.blog.is og þar birtir hann ljóð og hugrenningar. Hann kveðst hafa sett sig í samband við amerísk stjórnvöld og segir stoltur að svar hafi borist frá Obama. „Þeir þökkuðu mér fyrir að hafa leiðbeint þeim í ákveðnu máli. Hann þakkaði mér fyrir að standa með sér sem almennur borgari og sagði að ég ætti að vera stoltur af því sem ég hef afrekað.“ Bréfið er staðlað svar og birti Örn það á bloggsíðu sinni. Þá ritar Örn á einum stað hugrenningar um CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna, og kveðst vera svokallaður spóluher­ maður fyrir leyniþjónustuna. „Ég er skipaður af Jóhannesi Páli páfa II. Spólan er sett í hermanninn með skurðaðgerð þannig að það er gagns­ laust að þrasa um markmið slíks her­ manns. Mér er gefin mín áætlun af mínum yfirboðurum.“ Beðinn um að útskýra þetta nánar svarar Örn: „Fyrir mér er þetta staðreynd. Erfðafræði er ekki ný gagnvart Vatí­ kaninu. Til eru ættardáleiðslur sem hægt er að vekja upp. Þetta er flókið mál. Spóla er dáleiðsla en er leyndar­ mál. Að þær séu settar í með skurð­ aðgerð er betra að segja en sannleik­ ann.“ Örn hefur áður sagt í viðtölum að hann sé ekki hættulegur. Það gerði hann í samtali við DV árið 2005. Þá var honum sleppt eftir að hafa veist að bróður sínum. Eftir þá árás var hann sviptur sjálfræði og vistaður á Kleppi. Eftir það flutti hann á Akra­ nes þar sem hann bjó einn og tók lyf við sínum geðsjúkdómi. Gekk hon­ um nokkuð vel að fóta sig og var talið að það myndi gera illt verra að dæma hann í fangelsi. Komust tveir dómarar af þremur að þeirri niður­ stöðu að hann væri ekki hættuleg­ ur umhverfi sínu ef hann tæki lyf við geðsjúkdómi sínum. Símon Sig­ valdason, stundum kallaður Símon grimmi, sagði að ekki væri hægt að treysta því að fólk væri ekki í hættu vegna Arnar ef hann hætti að mæta í lyfjatöku eða nota eiturlyf samhliða lyfja gjöfinni. Vildi Símon að Örn yrði vistaður á Sogni. Af því varð ekki. Liðu svo þrjú ár ár þar til Örn komst aftur í fréttir. Þá birtist viðtal við hann í Skessuhorni þar sem segir að hann yrki til að skapa sér grundvöll í lífinu. Fréttin er jákvæð og lífið virðist fara nokkuð mjúkum höndum um Örn. Ári síðar, 2009 var staðan öllu verri. Örn var enn búsettur á Akranesi og sagði í samtali við DV: „Ég bý bara einn og yfirgefinn. Það hringir aldrei neinn í mig. Það heimsækir mig aldrei neinn.“ Í ágúst það ár óskaði hann eftir aðstoð lækna á Akranesi og fékk ekki. Greip hann þá til þess örþrifa­ ráðs að stela bíl við sjúkrahús­ ið og ók honum inn í lögreglu­ stöðina. Nú er Örn aftur laus og í samtali við blaðamann heldur hann því fram að hann sé ekki hættulegur og hafi sætt illri meðferð af kerfinu. Hann er ekki skikkaður í lyfjagjöf leng­ ur líkt og árið 2005. Hann segist ekki nota fíkniefni en fái sér bjór endrum og eins líkt og aðrir borgarar. „Ég vil að fólk sé kurteist og komi fram af virðingu. Það er langt síðan ég vildi snúa við blaðinu en ég fæ ekki tækifæri til þess að eignast líf vegna þess að kerfið ætlar að jarða mig og ætlar ekki að sleppa mér. Samkvæmt skrá er ég ekki hæfur til að þiggja meðferð og batamögu­ leikar eru engir og ég er ekki hæfur til að viðhalda heilbrigði, sem er bara kjaftæði. Nú er ég frjáls og get séð um mig sjálfur og er með fullu viti.“ DV hafði samband við Klepps­ spítala sem vildi ekki tjá sig um Örn Úlriksson. n jólinÞað eru ekki alltaf Ávaxtaðu betur H ö n n u n : I n g va r Ví ki n g ss o n www.avaxtabillinn.is • avaxtabillinn@avaxtabillinn.is • 517 0110 Gómsætir veislubakkar, sem lífga upp á öll tilefni. Er kannski heilsuátak framundan? Ávextir í áskrift kosta um 550 kr. á mann á viku og fyrirhöfn fyrirtækisins er engin. Stakk Steingrím Umfjöllun Helgarpósts- ins eftir að Örn stakk Steingrím Njálsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.