Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2017, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2017, Side 52
24 fólk - viðtal Helgarblað 28. apríl 2017 þessu. En í augum Péturs var þetta mikið. Þegar þú ert ungur maður og hefur alltaf verið með þitt á hreinu þá hefur höggið verið mikið. Hann virðist hafa tapað peningunum sín- um á mjög stuttum tíma í póker á netinu. Það er ástæðan fyrir því að hann svipti sig lífi. Hann bar þessa skuld sína í hljóði. Pétur var mjög ábyrgur. Þetta var hans leið til að bera ábyrgð á þessu. Honum fannst þetta rétta leiðin.“ Mikið jákvætt að gerast Benedikt harmar þá þöggun sem enn virðist ríkja um sjálfsvíg. Hans upplifun er sú að fyrir ellefu árum hafi varla mátt minnast orði á sjálfsvíg. Í dag hafi þó blessunar- lega orðið meiri vakning. Benedikt vill þó fá miklu meiri umræðu upp á yfirborðið. Þá sérstaklega varð- andi sjálfsvíg ungra karlmanna. Þeir eru enn í miklum meirihluta þeirra sem svipta sig lífi. „Það hef- ur líka margt jákvætt gerst síðustu ár. Við erum með frábært starfs- fólk á geðdeildum og í heilsugæsl- unni. Fólk er orðið meðvitaðra um sjálfsvíg og þau áhrif sem þau hafa á nánustu aðstandendur.“ Bene- dikt, sem hefur síðastliðinn áratug unnið úr þessari miklu sorg, segir frasana yfir sorg og sorgarviðbrögð jafnmarga og þeir eru vitlausir. Hver þarf að finna sína leið út úr sorginni og fólk geri það mjög mis- jafnlega. „Sumir demba sér í vinnu. Aðrir taka því rólega. En ef þú af- greiðir ekki sorgina þá kemur hún alltaf aftur. Þess vegna er mikilvæg- ast af öllu að vinna í sorginni.“ Bataferlið hófst fyrir alvöru Benedikt segir að það sem hjálpaði honum mest í sorginni var að finna samtök þar aðstandendur fólks sem hafði svipt sig lífi hittist reglulega og ræddi ógnvænlega lífsreynslu sína. „Við bjuggum til stuðningshópa. Það var ekki fyrr en ég fór að um- gangast fólk sem hafði misst ein- hvern í sjálfsvígi að ég fór að skilja þetta. Þá fyrst fór lífið að ganga aft- ur og bataferlið hófst fyrir alvöru.“ Staðreyndir um sjálfsvíg Á Íslandi n 35 til 50 einstaklingar falla fyrir eigin hendi ár hvert n Árlega deyja um sex ungir karlmenn 18–25 ára vegna sjálfsvígs n Ein kona 18–25 ára fellur fyrir eigin hendi annað hvert ár að jafnaði n Sjálfsvíg eru algengasta ástæða dauðsfalla hjá ungum mönnum Á heimsvísu n Yfir 800 þúsund dauðsföll árlega eru sjálfsvíg (WHO) n Það er eitt dauðsfall vegna sjálfsvígs á 40 sekúndna fresti (WHO) n Sjálfsvíg er þriðja algengasta dánar- orsökn í aldursflokknum 15–44 ára í heiminum (WHO) n Þunglyndi er algengasta ástæða örorku í heiminum (WHO) Heimild: Útmeð’a „Áætlað er að á hverju ári séu milli 500 til 600 einstaklingar í öngstræti með líf sitt og treysta sér illa til að lifa við þá líðan. Þessi hópur telur að dauðinn sé oft það eina rétta til að forða aðstandendum sín- um frá því að horfa upp á vanlíðanina og gera í framhaldinu tilraun til sjálfsvígs.“ Þetta segir Salbjörg Bjarnadóttir, ver- kefnastjóri hjá Embætti landlæknis. Líkt og sjá má á meðfylgjandi töflu hér svipta að meðaltali 35 til 40 einstaklingar sig lífi á hverju ári. Umtalsvert fleiri glíma þó við sjálfsvígshugsanir og gera misheppnaðar tilraunir til að svipta sig lífi. Þó svo að fleiri einstaklingar hafi svipt sig lífi síðustu ár þá hefur sjálfsvígum ekki fjölgað hlutfallslega þar sem íbúafjöldi hefur aukist á móti. Inni á milli eru svo eitt og eitt ár þar sem sjálfsvígin eru fleiri. Salbjörg segir það þó ekki tölfræðilega marktækt. Hún bendir á að það sé mikilvægt að sá sem glímir við erfiðleika fái þá þjónustu sem hann þarf. Þá segir Salbjörg: „Sem betur fer tekst að bjarga flestum, suma þarf að leggja inn tímabundið, öðrum nægir þétt eftirfylgd. Kannski þarf viðkomandi innlögn í ákveðinn tíma, öðrum nægir að fá viðtöl (um áföll, lífssögu, styrkleika og fleira), fræðslu (um sjúkdóminn, einkenni, batahorfur og von), hjálp með lífsstílsbreytingar (svefn, næringu, samskipti, hreyfingu, virkni og fleira), og síðast en ekki síst er mikilvægt að hafa fjölskyldu og nánustu aðstand- endur með í ráðum og að þeir fái fræðslu og samtöl með þeim veika.“ Telja dauðann það eina rétta Mikilvægt að fólk með sjálfsvígshugsanir fái viðeigandi aðstoð Pétur var fæddur árið 1984 Engan óraði fyrir því að hann myndi svipta sig lífi. Mynd Úr einkasafni „Það er ekkert í heiminum verra en að missa barnið sitt“ Benedikt tekur þátt í göngunni Úr myrkrinu í ljósið aðfaranótt laugar- dagsins 6. maí. Mynd sigtryggur ari 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 10 7 11 7 10 5 11 14 11 11 22 30 27 29 36 22 26 35 33 29 Fjöldi sjálfsvíga undanfarin ár eftir kyni n Karlar n Konur Hluti af því sem fólk getur gert í sorgarferlinu er einfaldlega að gera sorgina skemmtilega. „Þegar maður lendir í svona mikilli sorg þarf að taka ákvörðun um að gera lífið skemmtilegt á nýjan leik. Þegar maður er sorgmæddur þá á maður bara að vera sorgmæddur. Síðan þarf maður líka að geta verið glaður og notið þess að vera til.“ Benedikt segir að það taki gríðarlega mikið á að komast á þennan stað, þar sem „sorgin getur verið skemmtileg.“ Fyrst þegar hann byrjaði að brosa, hlæja og gleyma sér í hrollköldum veruleikanum, skammaðist hann sín og hugsaði að hann ætti ekki skilið að líða vel. En með tíman- um lærði hann að ef hann ætlaði að lifa þá þyrfti hann að finna gleðina í sorginni. „Svo koma dagar eins og afmæli, dánardagur og jólin. Þá leyfi ég mér að vera sorgmædd- ur. Ég geri mér samt grein fyrir því að ég get ekki leyft sorginni að taka völdin. Ég þarf að mæta í vinnuna daginn eftir afmælisdaginn hans. Ég þarf að halda áfram með lífið.“ Með þessu móti nýtir Benedikt sér sorgina til að vera sterkari. „Þetta er auðvitað ekki svona auðvelt en maður þarf að geta skilgreint sig úr sorginni og í skemmtilegt líf. Því sorgin getur verið skemmtileg.“ Mikilvægt að minnast Það dýrmætasta sem Benedikt á eru minningarnar um Pétur. „Það er svo mikið af minningum. Allt það sem við gerðum. Það er svo gríðar- lega mikilvægt að minnast. Þess vegna tölum við mikið um Pétur og hvernig hann var.“ Hann segir að það mikilvægasta í öllu ferlinu sem tengist áfallinu sé vonin. „Von- in um að lífið verði einhvern tím- ann betra. Stundum finnst manni sem maður eigi það ekki skilið. Þess vegna er mikilvægt að taka ákvörðun og vona að lífið verði betra.“ Benedikt segir fjölskylduna í dag geta lifað með því að Pétur sé látinn. „Ég verð aldrei sáttur við að hann dó en við höfum lært að lifa með þessu. Pétur lifir í minningum okkar.“ n „Sumir demba sér í vinnu. Aðrir taka því rólega. En ef þú afgreiðir ekki sorgina þá kemur hún alltaf aft- ur. Þess vegna er mikil- vægast af öllu að vinna í sorginni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.