Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2017, Page 64

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2017, Page 64
36 menning Helgarblað 28. apríl 2017 Þ egar maður er á staðnum og í augnablikinu er maður alveg hugfanginn af fegurð jökulsins en þegar maður kemur heim og skoðar myndirnar við hlið eldri ljósmynda sem teknar voru veturinn áður eða nokkrum árum fyrr þá sér maður að breytingin getur ekki talist eðlileg – það er eitthvað slæmt á ferðinni,“ segir Þorvarður Árnason, doktor í umhverfisfræði og ljósmyndari. Í áratug hefur Þorvarður tekið ljósmyndir af jöklum á Suðaustur­ landi og búið til mikinn mynda­ banka þar sem minnkun jöklanna af völdum hnattrænna loftslags­ breytinga sést greinilega. Þorvarður mun flytja erindi um upplifun sína af jöklaljósmyndun á ráðstefnunni Jöklar í bókmenntum, listum og lífi sem fer fram á Höfn í Hornafirði um helgina. Þar mun fjöldi fræði­ og listamanna ræða um stöðu jökla í ís­ lenskri menningu og ýmis efni tengd þessum mikilfenglegu náttúrufyrir­ bærum. Fagurfræði jökulsins „Við hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Höfn höfum haldið ráð­ stefnur um ýmis tengd efni, en ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem rætt er um jökla með þessum þver­ faglega hætti. Ef ég reyni að kristalla meginefni ráðstefnunnar er grunn­ spurningin: hvaða stöðu hafa jöklar í íslenskri menningu? Þessari spurn­ ingu getur hins vegar engin ein grein vísinda eða lista svarað út af fyrir sig heldur þarf að skoða hana frá víðu og fjölbreyttu sjónarhorni. Þess vegna erum við ekki bara að stefna saman vísinda­ og listafólki heldur einnig fólki úr ólíkum undirgreinum vís­ inda og lista,“ segir Þorvarður. „Ein stór undirspurning er um jökulinn sem fagurfræðilegt fyrir­ bæri, þessi fegurðaráhrif sem jökull­ inn hefur og birtast jafnt í skáldskap, daglegri umgengni okkar og, nú á dögum, ekki síst í upplifun ferða­ manna sem koma hingað til að sjá jökla og önnur náttúruundur. Þeir sem flytja erindi á ráðstefn­ unni eru flestir annaðhvort að velta fyrir sér fagurfræðilegum spurn­ ingum um jökla, það er hvaða áhrif jökullinn hefur á okkur og hvernig við upplifum hann, eða þá hinni hliðinni, hvaða áhrif við höfum á jöklana. Þá eru það auðvitað fyrst og fremst spurningar um áhrif hnatt­ rænna loftslagsbreytinga sem eru að valda mjög hraðri hopun allra okkar helstu jökla. Við, manneskjurnar, erum að skaða og jafnvel útrýma þessum fyrirbærum.“ Ósýnilegar og óáþreifanlegar breytingar Undanfarinn áratug hefur Þorvarður farið reglulega upp að Hoffells jökli og öðrum jökulsporðum á suðaustur­ horninu og tekið ljósmyndir. „Eftir að ég komst upp á lagið með að mynda jöklana finnst mér ekk­ ert skemmtilegra. Það er toppurinn á tilverunni að ganga við og sérstak­ lega uppi á jöklum um hávetur. Þá eru þeir tærir og bláir, stundum í öll­ um regnbogans litum, endurspegla litinn úr loftinu og frá sólinni. Þetta er algjör paradís fyrir ljósmyndara. Í gegnum þessar göngu­ og ljós­ myndaferðir mínar hef ég hins vegar orðið vitni að þeim gríðarlega hröðu breytingum sem eru að eiga sér stað. Ég hef tekið mikið af myndum af jöklunum og fyrir vikið er ég búinn safna í stóran ljósmyndabanka sem segir sögu þessara breytinga á síð­ ustu tíu árum. Þegar maður tengir þessa fegurð sem maður upplifir saman við vitneskjuna um að jökl­ arnir séu að hverfa, þeir séu að minnka og verði þar af leiðandi ekki eins stórkostlegir, þá er svolítið eins og fegurðin sé nánast blæða út úr jöklunum.“ Getur ekki verið að ein af ástæð- unum fyrir því að almenningur bregst ekki harðar við hnattrænum loftslags- breytingum sé einmitt sú að meirihluti fólks verður hreinlega ekki var við þessar breytingar sem eiga sér stað á svo óskiljanlega stórum tímaskala? „Jú, loftslagsbreytingar eru miklu erfiðari en önnur vandamál sem við þurfum að fást við, meðal annars vegna þess að þær gerast á svo rosa­ lega löngum tíma. Hver og ein breyting út af fyrir sig er bara lítil, en svo magn­ ast þær upp með tímanum. Hlýnun jarðar er að valda gríðarlega miklum og mörgum breytingum en við sjáum fæstar þeirra, þær virðast oftast vera ósýnilegar og óáþreifanlegar.“ Getur jöklaljósmyndun þá verið sérstaklega gagnleg til að gefa fólki til- finningu fyrir þessum breytingum sem það nær sjálft ekki að skynja eða skilja? „Já, það er stundum talað um jöklana sem kanarífuglinn í kola­ námunni, fyrirboða um eitthvað slæmt sem er að gerast. Þeir eru því oft notaðir til að sýna raunveruleika hnattrænna loftslagsbreytinga. Fólk upplifir breytingarnar ekki á eigin skinni og ef þú býrð ekki á Hornafirði og ferð að taka ljósmyndir af jökli nokkrum sinnum í mánuði yfir langt tímabil, þá tekur þú hreinlega ekki eftir þeim. Þess vegna eru margir sem hafa verið að nota ljósmyndir og kvikmyndir af jöklum sem vitnisburð um hvernig náttúran er að breytast til hins verra. Þar með getur fólk séð að þetta er ekki bara eitthvert mál sem vísindamenn eru að ræða á tungu­ máli sem enginn skilur.“ n Ráðstefnan Jöklar í bókmennt- um, listum og lífinu fer fram á Höfn í Hornafirði og Hoffelli 28. til 30. apr- íl. Samhliða ráðstefnunni verða sett- ar upp sýningar af ýmsu tagi, til að mynda málverkasýning, ljósmynda- og kortasýning. Fegurðin blæðir úr jöklinum Þorvarður Árnason segir rannsóknir ljósmynda geta miðlað hinum nánast óskiljanlegu hnattrænu loftslagsbreytingum„Það er stundum talað um jöklana sem kanarífuglinn í kolanámunni, fyrirboða um eitthvað slæmt sem er að gerast. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Júní 2008 Júní 2012 Júní 2015 M y n d ir Þ o r v a r ð u r Á r n a s o n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.