Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2017, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2017, Page 6
6 Vikublað 9.–11. maí 2017fréttir Bocciaheimurinn á Akureyri nötrar n Klofningur í Akri n Iðkandi sakar fyrrverandi formann um nauðgun n Maðurinn neitar sök B occia-heimurinn á Akureyri er klofinn og átök eiga sér stað á milli tveggja klúbba í bænum. Hafa 16 fyrrverandi liðsmenn Akurs, sem glíma við þroskaskerðingu af einhverju tagi, gengið úr félaginu í nýtt ósamþykkt félag sem heitir BFA sem stendur fyr- ir Bocciafélag Akureyrar. Málið er sérstakt en ágreininginn sem upp er kominn má rekja til þess þegar fyrr- verandi formaður Akurs, Vigfús Jó- hannesson, ákvað að stíga til hlið- ar eftir að skjólstæðingur hans kærði hann fyrir nauðgun. Tekið skalt skýrt fram að ekki hefur verið dæmt í því máli og þvertekur Vigfús fyrir að hafa beitt konuna ofbeldi. Áður hafði Vig- fús verið ávíttur af réttargæslumanni fatlaðra á Akureyri þar sem hann þótti sýna af sér ósæmilega hegðun sem þjálfari í garð stúlkunnar haustið 2014, en samkvæmt heimildum DV kvörtuðu milli fimm og sjö manns, sem urðu vitni að hegðun Vigfúsar á móti á Seyðisfirði. Vigfús segir í sam- tali við DV að hann hafi ekki gert neitt rangt. Réttargæslumaður fatlaðra hefur einnig dregist inn í deilurnar og var kvartað undan honum til velferð- arráðuneytisins eftir að hann sam- þykkti að Vigfús yrði talsmaður stúl- kunnar. Vigfús hélt áfram þjálfun eftir að hafa verið kærður en þegar lög- regla fór að rannsaka málið af full- um þunga í byrjun árs 2016 og birti Vigfúsi kæru steig hann til hlið- ar sem formaður og varaformaður tók tímabundið við stjórnartaum- um. Þá hætti Vigfús einnig þjálfun. Í maí það sama ár var kosin ný stjórn. Var megn óánægja á fundinum. Vig- fús hafði áður verið formaður, eigin- kona hans gjaldkeri og aðrir stjórn- armenn voru þroskaskertir iðkendur í íþróttafélaginu. Í nýrri stjórn var ein kona sem hafði kvartað undan Vig- fúsi vegna dóttur sinnar þegar hann fór með hana eina í sund og svo móð- ir stúlkunnar sem hafði kært Vigfús fyrir kynferðisbrot. Mikil óánægja var á meðal iðkenda hjá Akri og sögðu sextán manns sig þá þegar úr félaginu. Forsvarsmenn Ak- urs segja iðkendurna hafa farið yfir í nýtt og ósamþykkt félag sem sé á veg- um Vigfúsar. Skráður formaður BFA er Ásgeir Vilhelm Bragason. Vigfús segist hvergi koma nálægt félaginu og þá komi hann ekki nálægt þjálfun en viðurkennir að hann sé leiðbeinandi. Þá er félagið skráð til húsa á sama stað og fyrirtæki Vigfúsar. Forsaga Vigfús Jóhannesson er vinsæll kennari í boccia. Þá naut hann mik- illa vinsælda hjá skjólstæðingum sín- um bæði í Akri og hinu nýja félagi BFA en þangað virðist fjöldi iðkenda hafa fylgt honum, en tekið skal fram að hann segir sjálfur að iðkendur hafi átt frumkvæði að því að stofna nýtt félag. Vigfús hefur verið sakaður um að vera í óeðlilega miklum samskipt- um við skjólstæðinga sína þegar hann stýrði Akri, fara með þeim í sund og halda samkvæmi en hann gerir lítið úr slíku tali. Þá hefur hann verið sak- aður um að rúnta um með iðkendur sína á Lödusportbifreið á eftir iðk- endum sem enn æfa með Akri og sýnt þannig af sér ógnandi tilburði. Vigfús hlær að þessum ásökunum: „Ég á gamla Lödu Sport sem ég „Ég viðurkenni að ég hef farið rúnt stundum með tvo til þrjá úr félaginu. Þá erum við að leita að pókemon Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is Borinn þungum sökum Vigfús Jóhannesson er sakaður um kynferðisbrot. Hann neitar sök. Hvað er boccia? Boccia er keppnisíþrótt sem líkist keiluspili og bocca. Hún er hugsuð fyrir hreyfihaml- aða einstaklinga. Hún er meðal annars ein af opinberum greinunum sem keppt er í á Ólympíuleikum fatlaðra og er spiluð í yfir 40 löndum á heimsvísu. Heimild: Wikipedia

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.