Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2017, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2017, Síða 20
20 umræða Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson Fréttastjóri: Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Sigurvin Ólafsson umbrot: DV ehf. Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. aðalnúmer: 512 7000 auglýsingar: 512 7050 ritstjórn: 512 7010 fréttaskot 512 70 70 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Sandkorn Vikublað 9.–11. maí 2017 Stöðluð viðbrögð Þorsteini Víglundssyni jafnréttismálaráðherra hefur ekki gengið sem skyldi að koma í gegn frumvarpi sínu um jafnlaunavottun. Þrátt fyrir að frumvarpið sé afurð eins af helstu kosningamálum Viðreisnar og sé tiltekið í samstarfssáttmála ríkisstjórnarinnar hefur ráðherrann mátt þola það að kollegar hans í ríkisstjórn, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, hafi komið í fjölmiðla og lýst því að þeir muni ekki styðja frumvarpið. Engu að síður stympast Þorsteinn við og ætlar sér að koma málinu í gegn. En í síðustu viku lenti Þorsteinn í óvæntum mótbyr þegar að Staðlaráð Íslands, hvorki meira né minna, skilaði umsögn sinni um frumvarpið. Það er skemmst frá því að segja að ráðið finnur frumvarpinu flest til foráttu. Þannig sé ekki staðlað hvað vottun sé og ekki sé heldur staðlað hvort verið sé að vísa til nýjustu útgáfu jafnlaunastaðals. Þá er ráðið hið argasta yfir að aldrei hafi verið leitað til þess við samningu frumvarpsins, þrátt fyrir að ráðið eigi höfundar- og nýtingarrétt á jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012 og sé útgefandi hans. Ætli þetta séu stöðluð viðbrögð? Ég er hætt í feluleik Vala Ósk hefur stundað sjálfsskaða frá 13 ára aldri. – DV Smiðjuvegi 4C 202 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Skal ég láta orðsveðju hvína yfir stjórnarmönnum. Bjarni Bernharður var lokaður inni á geðdeild eftir ummæli á Facebook. – Facebook Þeir byrja að drekka um leið og þeir vakna. Sveinn Allan, forstöðumaður Gistiskýlisins, vill rukka fyrir mat og gistingu. – DV Þ að er ekki algengt í kosning- um að valkostir séu jafn skýr- ir og þeir voru í frönsku for- setakosningunum. Þar stóð valið milli tveggja gjörólíkra fram- bjóðenda og himinn og haf voru á milli stefnumála þeirra. Skiljan- lega beindust augu umheimsins að þessum kosningum því mikið var í húfi. Frjálslynt fólk um allan heim andvarpaði léttar þegar ljóst var að miðjumaðurinn Emmanuelle Macron hefði unnið stórsigur á and- stæðingi sínum, þjóðernissinnanum Marie Le Pen. Mannúðin sigraði en það breytir hins vegar ekki því að það er verulegt áhyggjuefni að þriðjungur kjós- enda hafi viljað sjá Le Pen á forsetastóli. Það er umhugsun- arefni fyrir alla þá sem láta sig stjórnmál ein- hverju varða hversu lítil kjörsókn var í þess- um mikilvægu kosn- ingum. Vissulega er það svo að víða um heim ríkir tortryggni í garð hefðbundinna stjórnmálaflokka og traust á stjórnmála- mönnum er lítið. Al- gengt er að litið sé á þá sem varðhunda kerfisins og eigin- hagsmunaseggi sem láti sig kjör venjulegs fólks litlu varða. Það verður hins vegar ekki sagt að Macron og Le Pen séu sama tóbakið. Sá fyrrnefndi er full- trúi hófsemi og um- burðarlyndis meðan sá seinni er fulltrúi öfga og fordóma. Þegar valkostirnir eru jafn skýrir og í frönsku forsetakosningunum (og ekki má gleyma þeim bandarísku þar sem úrslitin voru hörmuleg) þá hafa kjósendur ekki efni á að sitja heima. Stundum er afar mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvað maður vill alls ekki og bregðast við samkvæmt því. Það var siðferðileg skylda allra franska kjósenda sem vilja standa vörð um mikilvæg húmanísk gildi að kjósa Macron og kjósa þannig gegn fasískri hugmyndafræði Le Pen. Þeir kjósendur sem sátu heima eða skiluðu auðu í frönsku forseta- kosningunum voru í reynd að segja að þeim væri svosem sama þótt hin öfgasinnaða Le Pen yrði for- seti. Myndin af Donald Trump og Le Pen hjala saman um gæluverkefni sín og gera sameiginlegar áætlan- ir í Hvíta húsinu og Elysée-höllinni hafa greinilega ekki verið hrollvekj- andi í hugum þessara kjósenda – sem er vissulega einkennilegt. Þetta eru ekki beinlínis einstaklingar sem hafa frelsi, jafnrétti og bræðralag í hávegum. Stundum er vissulega freistandi fyrir kjósanda að yppta öxlum þegar kemur að kjördegi og tauta að engu skipti hvað hann kjósi, ekkert muni breytast. En það getur ansi mikið breyst á stuttum tíma komist full- trúi mannfjandsamlegra viðhorfa í æðstu valdastöðu. n Hættulegt afstöðuleysi Ís í blíðunni Veður hefur verið skaplegt um land allt og margir hafa nýtt það til útivistar, inni í borg eða úti í sveit. Eitthvað kann að kólna í veðri þegar líður á vikuna. mynd Sigtryggur Ari Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Myndin „Stund- um er afar mik- ilvægt að gera sér grein fyrir því hvað maður vill alls ekki og bregðast við samkvæmt því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.