Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2017, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2017, Side 28
28 Vikublað 9.–11. maí 2017lífsstíll - matur Bókmenntafræðingur skrifar matreiðslubók Heimiliskokkurinn Jón Yngvi komst í vanda þegar dætur hans gerðust grænmetisætur H jálp, barnið mitt er græn­ metisæta! er fyrsta mat­ reiðslubók bókmennta­ fræðingsins og lektorsins Jóns Yngva Jóhannsson­ ar. Bókin geymir uppskriftir að fjöl­ mörgum grænmetisréttum. Spurður af hverju hann hafi ákveðið að skrifa matreiðslubók þar sem öll áherslan er á grænmetisrétti, segir Jón Yngvi: „Ég á þrjár dætur og fyrir nokkrum árum hætti sú elsta að borða kjöt og yngri systurnar fylgdu smám saman í kjölfarið. Nú eru þær allar grænmetisætur. Þar sem ég er heimiliskokkurinn var ég kominn í vanda. Frá því við hjónin byrjuðum að búa höfum við lagt mikla áherslu á að halda í þá venju að kvöldmatur sé klukkan sjö og þá setjist fólk niður og tali saman. Ég vildi ekki fórna þessum sið og að elda mismunandi rétti fyr­ ir heimilisfólkið útheimtir bara ves­ en. Lausnin var sú að elda grænmeti fyrir alla. Þannig breyttist mataræði og matarvenjur fjölskyldunnar. Við borðum grænmeti en ef stelpurnar eru ekki heima stekk ég kannski út í fiskbúð. Ég sakna fisks miklu meira en kjöts sem ég sakna nánast ekki neitt. Ég held að þegar börnin flytja að heiman þá muni ég borða miklu meiri fisk en ég geri núna.“ Unga fólkið hefur rétt fyrir sér Jón Yngvi segist alltaf hafa haft mik­ inn áhuga á matargerð. „Ætli hug­ myndin að skrifa matreiðslubók sé ekki orðin næstum því tuttugu ára gömul. Á tímabili ætlaði ég að stæla danska bók sem ég eignaðist 1999 og heitir Kogebog for fattigrøve (Mat­ reiðslubók fyrir blanka). Ég var lengi vel blankur námsmaður þannig að ég var búinn að koma mér upp alls kyns ráðum og aðferðum við að spara peninga. Það eimir svolítið eftir af því í bókinni, að megninu til samanstanda uppskriftirnar í bók­ inni af mjög ódýrum mat. Ég held að það sé þörf á bók eins og þessari. Ég tók eftir því að í kringum stelpurnar mínar var ann­ að ungt fólk sem var líka að taka þá ákvörðun að hætta að borða fisk og kjöt eða minnka það verulega við sig. Þetta unga fólk hefur alveg rétt fyrir sér. Börnin okkar eru miklu skynsamari en við vorum á þeirra aldri. Það eru hins vegar ekki allir foreldrar tilbúnir til að nördast jafn mikið í eldhúsinu og ég. Foreldrar taka því alla vega þegar börn þeirra hætta að borða fisk og kjöt. Sumir reyna að halda fiski og kjöti að börn­ um, aðrir segja: þá geturðu bara eld­ að sjálf(ur) og sumir gefast upp og kaupa mikið tilbúna rétti. Ég sá að þarna var fólk sem vantaði bók eins og þessa og mér heyrist á viðbrögð­ unum að svo sé.“ Bók með umhverfisvinkil Spurður hvort hann eigi sér uppá­ haldsuppskrift í bókinni segir Jón Yngvi: „Ég nota ekki mikið af kjöt­ líki í mat. Eina undantekningin er ís­ lenska framleiðslan, bulsur, sem ég nota á sérstakan hátt. Í bókinni er uppskrift að rétti sem ég kalla baella og í henni eru bulsur. Þetta er frá­ bær matur. Ef ég væri með fólk í mat þá myndi ég alveg hikstalaust bjóða upp á baellu. Kosturinn við þessa uppskrift er líka sá að maður getur búið hana til alla úr hráefni sem vex í 100 kílómetra radíus frá Reykjavík. Það er umhverfisvinkill á bókinni. Fólk á ekki stöðugt að borða mat sem losar mikið af kolefni og þar er kjöt versti kosturinn. Það er heldur ekki gott að vera alltaf að borða grænmeti sem er flutt yfir hálfan hnöttinn með tilheyrandi bensín­ og olíueyðslu.“ Greinar og samstarfsverkefni Þar sem Jón Yngvi er afkastamik­ ill fræðimaður er ekki hægt að kveðja hann án þess að forvitn­ ast um það hvað hann sé að gera á fræðasviðinu: „Nýlega flutti ég fyr­ irlestur á Höfn í Hornafirði um Að­ ventu og Sjálfstætt fólk. Ég er að skrifa greinar um þessar tvær bæk­ ur sem snúast reyndar líka um um­ hverfismál og það hvernig þessar bækur lýsa samskiptum manns og náttúru og manninum í náttúrunni. Ég er líka í stóru samstarfsverkefni sem snýst um rannsókn á íslensku sem kennslutungu. Annað sam­ starfsverkefni er norrænt verkefni um norræna bókmenntasögu. Þar er verið að búa til rannsóknarhóp fólks frá öllum Norðurlöndunum sem hefur áhuga á bókmenntasögu. Ætlunin er að skrifa greinasafn sem fjallar um ólíkar nálganir á bók­ menntasögu.“ n Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Jón Yngvi „Ætli hugmyndin að skrifa matreiðslubók sé ekki orðin næstum því tuttugu ára gömul.“ MYnd SiGtrYGGUr Ari Spænsk paella er réttur sem á sér langa og merka sögu og um hana gilda, eins og svo marga fræga evrópska rétti, margvís- legar reglur, skráðar og óskráðar. Margir af helstu stjörnukokkum heimsins hafa móðgað íbúa spænsku borgarinnar Val- encia gróflega með því að birta uppskriftir sem þeir kalla paellu en brjóta einhverjar þessara reglna. Spánverjar eru ekki barn- anna bestir sjálfir og sá réttur sem seldur er sem paella á sumum ferðamannastöð- um er fremur ólystugur grjónagrautur. Þess vegna er það sérstök ósvífni af mér að snúa svona út úr nafninu á þessum fornfræga rétti og snúa öllu á haus í vali á hráefnum. En það verður bara að hafa það. Baella með bulsum er frábær matur. Þetta er veganréttur sem sómir sér á hvaða veisluborði sem er. Og þegar hugmyndin var komin að því að búa til rétt sem líktist paellu úr byggi var fimmaura- brandarinn sem felst í nafninu hreinlega ómótstæðilegur. Setjið byggið í pott með vatni svo fljóti yfir, látið suðuna koma upp og slökkvið undir. n 2 ½ DL BYGG n SAFFRAN MILLI FINGURGÓMA n 2 LAUKAR n 4 MSK. ÓLÍFUOLÍA n 2 HVÍTLAUKSRIF n ½ RAUTT CHILI n 1 RAUÐ PAPRIKA n ½ L GRÆNMETISSOÐ n 4 BULSUR n 250 G KIRSIBERJATÓMATAR n SALT OG PIPAR Setjið saffranið í skál með 1 dl af sjóðandi vatni. Saxið laukinn og mýkið hann í ólífuolí- unni á stórri pönnu. Bætið mörðum og fínt söxuðum hvítlauk, fínt söxuðu chili og fínt skorinni papriku út í og steikið áfram þar til paprikan er orðin mjúk. Hellið vatninu af bygginu, hrærið því, saffraninu (ásamt vatninu sem það lá í) og grænmetissoðinu saman við græn- metið á pönnunni og látið sjóða í um það bil 20 mínútur. Á meðan má útbúa bulsurnar. Takið þær úr plastinu, skerið á ská í um ½ cm þykkar sneiðar og steikið í ólífuolíu. Bætið tómötunum út í byggið þegar það hefur soðið í 20 mínútur og hrærið vel. Sjóðið í 10 mínútur í viðbót, eða þar til byggið er orðið meyrt. Bragðbætið með salti og pipar og dreifið bulsunum yfir. Gott er að dreifa ferskri steinselju eða basilíku yfir réttinn áður en hann er borinn fram. Baella Uppskrift úr bókinni „Ég sá að þarna var fólk sem vantaði bók eins og þessa og mér heyrist á viðbrögðunum að svo sé

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.