Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2017, Qupperneq 31
menning 31Vikublað 9.–11. maí 2017
„Oft eru þetta fjölskyldufyrirtæki,
en mér sýnist að í mörgum þeirra
sé enginn í fjölskyldunni tilbúinn
að taka við af þeim sem er í dag. Í
gegnum tíðina hefur það verið álitin
mikil virðingarstaða að vera kaup-
maður en þetta þykir ekki eins eft-
irsóknarvert í dag, enda getur ver-
ið erfitt að reka slíkar búðir eins og
markaðurinn er í dag.“
Félagsmiðstöð og sálfræði-
þjónusta
En hvernig fólk er það sem heldur
áfram að reka sjálfstæðar kjörbúðir?
„Þetta er mjög mismunandi fólk,
en ég held að allt þetta fólk eigi það
sameiginlegt að vera mjög félags-
lynt. Til að reka svona búð þarftu að
vera mjög „sósjal“ enda verða þetta
yfirleitt eins og félagsmiðstöðvar
fyrir nærumhverfið.“
Er þetta það sem þær hafa helst
fram að færa fram yfir stórmarkað-
ina?
Já, það er fyrst og fremst nándin
og þetta mannlega. Til kaup-
mannanna koma mjög margir inn
til að fá félagsskap, til dæmis margir
einstæðingar sem koma og hitt-
ast. Sumir kaupmenn lýsa sér eins
og sálfræðingum. Í Kjötborg geyma
þeir lykla fyrir fólk í hverfinu, í aðr-
ar búðir koma krakkar sem læsast
úti og fá að hringja í foreldra sína og
fá eitthvað að drekka á meðan þeir
bíða. Þetta er ákveðið öryggi. Þetta
er því miklu meira en bara verslan-
ir,“ segir Sigríður.
„Hjá kaupmanninum er allt
svo persónulegt. Uppstillingarnar
eru til dæmis ekki eftir neinu kerfi
heldur eru þær augljóslega gerðar
af ákveðinni manneskju. Þetta eru
rosalega ólíkar búðir og mótast eftir
karakter hvers og eins kaupmanns,
maður getur eiginlega lesið í karakt-
erinn hans með því að skoða búð-
ina. Hjá Einari í Einarsbúð á Akra-
nesi er allt mjög snyrtilega upp
raðað og allir mjög settlegir og fín-
ir. Í Gunnubúð á Raufarhöfn er hins
vegar skipulagt kaos sem hvorki
Gunna né viðskiptavinirnir myndu
vilja breyta. Það er miklu kaldara
að fara í stórmarkaði, þar sem öllu
er raðað eftir sama kerfinu og allar
búðirnar því nánast eins.“
Er það þessi karakter og
óskipulagða fagurfræði sem er það
sem gerir þessar verslanir sérstak-
lega áhugavert myndefni?
„Já, mér finnst þær myndast
rosalega vel og því sá ég þetta tæki-
færi í að búa til myndverk. Þetta eru
oft mjög litríkar verslanir og margar
skemmtilegar uppstillingar. Ólík-
um hlutum er blandað saman svo
oft verður þetta hálf súrrealískt, til
dæmis tók ég mynd í Kjötborg þar
sem heildarverkum Tómasar Guð-
mundssonar hafði verið stillt upp
við hliðina á tómatsósuflöskum.“ n
„Þetta eru
rosalega
ólíkar búðir og
mótast eftir
karakter hvers
og eins kaup
manns, maður
getur eiginlega
lesið í karakt
erinn hans
með því að
skoða búðina.
Einarsbúð Einar
J. Ólafsson rekur
Einarsbúð á Akra-
nesi, en það var
faðir hans og nafni,
Einar Ólafsson,
sem opnaði versl-
unina árið 1934.
Mynd Sigríður rut Marrow
Verzlun H. Júlíussonar Bjarni
Haraldsson situr bak við búðarborðið
í versluninni sem faðir hans stofnaði á
Sauðárkróki árið 1919. Mynd Sigríður rut Marrow
Kjötborg Bræðurnir Gunnar
og Kristján Jónassynir hafa
rekið verslunina Kjötborg á
Ásvallagötu í Reykjavík frá ár-
inu 1988 en búðin var stofnuð
af föður þeirra árið 1956.
Mynd Sigríður rut Marrow
Bjarnabúð Stefanía Birgisdóttir rekur Verslun Bjarna Eiríkssonar á Bolungarvík. Mynd Sigríður rut Marrow
Ferskt kjöt í verslun Einars Hafsteinn Kjartansson kjötiðnaðarmaður hefur umsjón
með kjöt- og fiskborðinu i Verslun Einars Ólafssonar á Akranesi. Mynd Sigríður rut Marrow