Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2017, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2017, Qupperneq 6
6 Helgarblað 30. júní 2017fréttir bústaða að samskiptum hans við fyrirtækið væri einfaldlega lokið. Ástæðan var sú að húsnæðið væri óíbúðarhæft. „Ég gerði að sjálf- sögðu athugasemdir við það enda hafði leigusamningnum ekki ver- ið rift formlega,“ segir Guðlaugur. Samdægurs hafi áðurnefndur for- stöðumaður hjá Félagsbústöðum, Birgir Ottósson, komið askvaðandi og tjáð honum fyrirvaralaust að leigusamningnum hefði verið rift. Þá hafi hann sagt Guðlaugi að hann ætti ekkert með að vinna í húsinu. Að mati Guðlaugs er um klárt húsbrot og skjalafals að ræða. „Ég var að reyna að dytta að hús- inu til þess að fá syni mína aftur til mín. Birgir æddi þá inn á heim- ili mitt og vildi að ég skrifaði und- ir bréf þar sem fram kom að leig- usamningnum hefði verið rift. Undir skjalið höfðu tveir vottar þegar skrifað án þess að þeir væru sjáanlegir. Ég spurði hann hvort hann áttaði sig á því hvað hann væri að gera og hann kvaðst með- vitaður um það,“ segir Guðlaugur. Hann var með gest í heimsókn og því átti hið meinta húsbrot sér stað í vitna viðurvist. Í bréfinu kom fram að ástæða uppsagnarinnar væri sú að hús- ið væri óíbúðarhæft vegna óþrifa, slæmrar umgengni og viðhalds- skorts. „Ég skal viðurkenna að umgengni mín á þessum tíma var ekki til fyrirmyndar. Ég stóð í skiln- aði og átti erfitt með að þrífa eftir átta manns á heimilinu. Það tók hins vegar ekki langan tíma að þrífa húsið og alvarlegra var að Fé- lagsbústaðir brugðust algjörlega í tengslum við viðhald hússins. Síð- an er það notað sem afsökun til að sparka mér út,“ segir Guðlaugur. Að hans sögn neitaði Birgir að fara fyrr en Guðlaugur væri búinn að undirrita bréfið og lét Guðlaugur undan að lokum. Í nóvember 2015 var Guðlaugi síðan formlega sagt upp leigunni en þá hafði ástæðan breyst. Var vísað í fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi borgarinnar og væntanlega uppbyggingu á svæð- inu. DV hefur áður fjallað um mál- ið en ráðgert er að byggja öryggis- heimili fyrir ósakhæfa einstaklinga sem munu krefjast umfangsmik- illar gæslu. Ekkert samráð hefur verið haft við íbúa í nágrenninu hingað til. „Ef þessar framkvæmd- ir eru raunverulega ástæðan fyrir því að þeir vilja losna við mig þá er ljóst að það mun líða talsverður tími þar til hægt er að hefja þær. Því hefði verið hægt að finna lausn á málinu í rólegheitunum en þess í stað fóru Félagsbústaðir strax af fullri hörku gegn mér. Ég myndi skilja það hjá innheimtufyrirtæki en ekki hjá opinberri velferðar- stofnun,“ segir Guðlaugur. Meðal annars hafi hann óskað eftir fram- lengingu á leigunni til þess að sonur hans gæti klárað 10. bekk en sú beiðni verið hunsuð. „Ég upplifði mikið einelti af hálfu Birgis Ottóssonar jafnt á fundum sem og í daglegu lífi, þannig að ég bað um að fá að hitta næstráðanda hans til að skrifa undir. Þá skall allt í baklás og ég átti að snúa mér til lögfræðinga Félagsbústaða. Í tvígang reyndi ég að koma á fundi til undirskrift- ar en var fullkomlega hunsaður. Málið er síðan sett í útburðarfar- veg að nauðsynjalausu. Að mínu mati er það lýsandi dæmi um hreina mannvonsku því það er vitað mál að öryrki hefur ekki efni á að berjast fyrir rétti,“ segir Guð- laugur. Var orðinn hræddur Síðan þá hefur hann barist gegn fyrirhuguðum útburði fyrir dóm- stólum. Hann segir að forsvars- menn Félagsbústaða hafi stöðugt hótað honum því að hann stæði uppi réttindalaus ef að hann léti ekki undan og sækti um svokall- aðan milliflutning, eins konar beiðni um annað húsnæði. „Það var mikil pressa á mér að sækja um milliflutning sem mér þótti óeðlilegt. Ég hef ekki óskað eftir því að flytja, það frumkvæði kem- ur frá Félagsbústöðum. Ég skal hins vegar glaður flytja ef mér býðst húsnæði sem hentar mér en það hefur fyrirtækið ekki gert,“ segir Guðlaugur. Hann furðar sig á offorsinu sem einkennir aðgerðir Félagsbústaða. Skömmu áður en útburðar- málið var tekið fyrir dóm lét hann undan og skrifaði undir beiðni um milliflutning. Hann segir að hótanir stofnunarinnar um að annars endaði hann réttindalaus á götunni með fjölskyldu sína hafi valdið því. „Sú mynd sem dreg- in var upp; að drengirnir mínir væru á götunni var óbærileg. Ég var einfaldlega orðinn hræddur,“ segir Guðlaugur. Hann var þó vongóður um að vinna dómsmál- ið en svo fór ekki. „Við vorum með unnið mál í höndunum en þá var ákveðið að taka málið upp aftur og Félagsbústaðir fengu að bæta við gögnum sem voru dagsett löngu fyrir þá riftun sem var fyrir dóm- stólum. Ég fékk ekki að tjá mig um þau gögn, sem var forkastan- legt,“ segir Guðlaugur. Niðurstað- an varð sú að Félagsbústaðir hafi verið í rétti, sem Guðlaugur telur fráleita niðurstöðu. „Við munum áfrýja málinu og ég er bjartsýnn á að þar verði réttlætinu fullnægt.“ Það verður einhver að berjast Í dag er staðan sú að Guðlaugur getur búist við því að vera borinn út á hverri stundu. „Ég veit ekki hvenær þeir henda mér út en sennilega gerist það á næstu dög- um. Út af beiðninni um milli- flutning, sem ég skrifaði undir, þá hafa þeir boðið mér nýtt húsnæði. Sú íbúð er á þriðju hæð í blokk í lyftulausi húsi. Það liggur í augum uppi að það gengur ekki upp fyrir hreyfihamlaðan mann. Þá fengi ég ekki að hafa hundana mína þar auk þess sem ekki er gert ráð fyrir að 19 ára sonur minn, sem er í fullu námi, geti búið með mér. Þar sem hann er kominn á aldur þá á hann víst bara að búa í tjaldi. Þetta ofbeldi á ekkert skylt við velferð,“ segir Guðlaugur. Hann svaraði áðurnefndu til- boði á þá leið að hann óski eftir því að það sé dregið tilbaka. „Með því er ég að reyna að höfða til skynsemi og mannúðar. Ég er hræddur um að þetta verði túlk- að sem svo að ég hafi hafnað boð- inu. Ef ég hafna þremur boðum þá hef ég fyrirgert öllum rétti mín- um. Ég trúi því samt varla að þeir hjá Félagsbústöðum geti verið svo ómannúðlegir,“ segir Guðlaugur. Eftir þessa erfiðu baráttu undanfarinna ára er hann kominn í vígahug. „Ég veit að fleiri einstak- lingar hafa farið illa út úr sam- skiptum sínum við Félagsbústaði. Einstaklingar sem eru litlir í sér og hafa ekki rödd. Ég vil endilega komast í samband við fleiri slíka einstaklinga. Það er óhugnanlegt að hugsa til þess að á döfinni sé að Félagsbústaðir fái aukin völd til þess að taka stjórnsýsluákvarð- anir. Miðað við framgang forsvars- manna í mínu máli þá höndla þeir ekki slík völd.“n Eldbakaðar pizzur hafnargata 36a, kEflavík / nálægt flugstöðinni salur fyrir hópa sími 557 1007 hamborgarar, salöt, pasta, kjúklingavængir og flEira Stjörnugróf 11 Hér hefur Guðlaugur haldið heimili í rúman áratug. Hann gæti endað á götunni í sumar. Mynd Sigtryggur Ari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.