Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2017, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2017, Blaðsíða 68
Grill, Gleði oG Gaman á Götuhátíð Götuveislan á Flateyri Íbúar á Flateyri héldu bæjarhátíð sína, Götuveisluna, um Jónsmessuhelgina. Glatt var á hjalla og mikið fjör meðal bæjarbúa. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá föstu- dagskvöld og laugardag. Áður stóð hátíðin eitt kvöld og bar nafnið Ólafstúnshátíð, en í hittifyrra var nefnd valin og óskað eftir að allir bæjarbúar hjálpuðust að við að skipuleggja bæjarhátíð og árið í ár því það þriðja sem Götuveislan er haldin. Hátíðin hófst með dúndur­tónleikum Bjartmars Guðlaugssonar á hinum víðfræga Vagni á Flateyri, en nýir eigendur Vagnsins taka mót nýju sumri af miklum metnaði, spennandi dagskrá í farvatninu og munu Andrea Gylfadóttir og Sniglabandið spila þar núna um helgina, 30. júní–1. júlí. Á laugardeginum klæddu stórir sem smáir sig í hina ýmsu bún­ inga, reimuðu á sig hlaupaskóna og tóku sprettinn út Önundar­ fjörð. Flestir létu sér nægja tvo kílómetra en þrjár ofursprækar súperskutlur tóku fimm kílómetra og það næstum án þess að blása úr nös. Hjónin Jón og Gunna tóku svo á móti hlaupurum, íbúum og gestum í Gunnukaffi með dýrindis pítsusneiðum og gosi og var gerður góður rómur að. Siggi Hafberg bauð síðan upp á kajakferðir fyrir áhugasama. Opið hús hjá heimamönnum Það er hefð fyrir því að útvaldir heimamenn opni heimili sín fyrir gestum Götuveislunnar og á meðal þeirra voru hjónin Stanley og Alina Kordek sem buðu gestum að skoða gullfallegan skrúðgarð sem þau hafa af mikilli natni unnið að við húsið sitt. Veislunni lauk svo með því að splunkuný útigrill voru formlega afhent bæjarbúum af Kvenfélaginu Brynju og fjórum vöskum piltum sem í sameiningu gerðu þennan draum að veruleika, ýmist með aurum eða högum höndum. Á Flat­ eyri taka allir bæjarbúar þátt, með einum eða öðrum hætti. Þegar nálgaðist miðnætti var tendr­ aður lítill varðeldur og við undirleik Jóa hljómaði söngurinn svo undirtók í fjöllunum. Dagskránni var svo lokað á Vagninum þar sem þeir Ari og Birgir sungu og spiluðu fyrir gesti. Gaman saman Þorbjörg sigþórsdóttir og Hulda maría Guðjónsdóttir skemmtu sér vel á Götuveislunni. BæjarBúar taka Þátt Vel var mætt á Götuveisluna, en á Flateyri búa um 130 manns. Glatt á Hjalla Þétt setið í sumarsólinni og glatt á hjalla. Börnin skemmta sér Bæjarhátíðir eru ekki síst fyrir börnin, sem hér hoppa og leika sér. tilÞrif Þessi ungi maður sýnir tilþrif í vatnsfjörinu. HláturjóGa Guðrún jónsdóttir bauð upp á hláturjóga í Minningar- garðinum. furðuverur á ferð Bæjarbúar klæddu sig í alls konar búninga fyrir hlaupið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.