Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2017, Page 68

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2017, Page 68
Grill, Gleði oG Gaman á Götuhátíð Götuveislan á Flateyri Íbúar á Flateyri héldu bæjarhátíð sína, Götuveisluna, um Jónsmessuhelgina. Glatt var á hjalla og mikið fjör meðal bæjarbúa. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá föstu- dagskvöld og laugardag. Áður stóð hátíðin eitt kvöld og bar nafnið Ólafstúnshátíð, en í hittifyrra var nefnd valin og óskað eftir að allir bæjarbúar hjálpuðust að við að skipuleggja bæjarhátíð og árið í ár því það þriðja sem Götuveislan er haldin. Hátíðin hófst með dúndur­tónleikum Bjartmars Guðlaugssonar á hinum víðfræga Vagni á Flateyri, en nýir eigendur Vagnsins taka mót nýju sumri af miklum metnaði, spennandi dagskrá í farvatninu og munu Andrea Gylfadóttir og Sniglabandið spila þar núna um helgina, 30. júní–1. júlí. Á laugardeginum klæddu stórir sem smáir sig í hina ýmsu bún­ inga, reimuðu á sig hlaupaskóna og tóku sprettinn út Önundar­ fjörð. Flestir létu sér nægja tvo kílómetra en þrjár ofursprækar súperskutlur tóku fimm kílómetra og það næstum án þess að blása úr nös. Hjónin Jón og Gunna tóku svo á móti hlaupurum, íbúum og gestum í Gunnukaffi með dýrindis pítsusneiðum og gosi og var gerður góður rómur að. Siggi Hafberg bauð síðan upp á kajakferðir fyrir áhugasama. Opið hús hjá heimamönnum Það er hefð fyrir því að útvaldir heimamenn opni heimili sín fyrir gestum Götuveislunnar og á meðal þeirra voru hjónin Stanley og Alina Kordek sem buðu gestum að skoða gullfallegan skrúðgarð sem þau hafa af mikilli natni unnið að við húsið sitt. Veislunni lauk svo með því að splunkuný útigrill voru formlega afhent bæjarbúum af Kvenfélaginu Brynju og fjórum vöskum piltum sem í sameiningu gerðu þennan draum að veruleika, ýmist með aurum eða högum höndum. Á Flat­ eyri taka allir bæjarbúar þátt, með einum eða öðrum hætti. Þegar nálgaðist miðnætti var tendr­ aður lítill varðeldur og við undirleik Jóa hljómaði söngurinn svo undirtók í fjöllunum. Dagskránni var svo lokað á Vagninum þar sem þeir Ari og Birgir sungu og spiluðu fyrir gesti. Gaman saman Þorbjörg sigþórsdóttir og Hulda maría Guðjónsdóttir skemmtu sér vel á Götuveislunni. BæjarBúar taka Þátt Vel var mætt á Götuveisluna, en á Flateyri búa um 130 manns. Glatt á Hjalla Þétt setið í sumarsólinni og glatt á hjalla. Börnin skemmta sér Bæjarhátíðir eru ekki síst fyrir börnin, sem hér hoppa og leika sér. tilÞrif Þessi ungi maður sýnir tilþrif í vatnsfjörinu. HláturjóGa Guðrún jónsdóttir bauð upp á hláturjóga í Minningar- garðinum. furðuverur á ferð Bæjarbúar klæddu sig í alls konar búninga fyrir hlaupið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.