Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2017, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2017, Blaðsíða 18
18 sport Helgarblað 30. júní 2017 Sandra María Jessen er í hópnum sem heldur til Hollands um miðjan júlí en það er í raun ótrúlegt að hún sé í hópnum. Sandra meiddist alvarlega í upphafi árs og voru flestir á því að hún myndi ekki ná sér fyrir mótið. Hún hefur hins vegar náð ótrúlegum bata og snúið aftur af miklum krafti. Uppáhaldsmatur? Kjúklinga-fajitas. Uppáhaldsveitingastaður? T-bone Steikhús. Hvað færðu þér á pítsuna? Skinku og piparost. Hvað drekkur þú á djamminu? Allt sem er ekki bjór. Hvert ferðu á djamminu? Það er annaðhvort Götubarinn eða Pósthús- barinn. Twitter eða Facebook? Facebook. Draumabíllinn? Hvítur Range Rover. Uppáhaldstónlistarmaður? Á engan einn sérstakan. Uppáhaldsborg? New York. Hvaða þrjá einstaklinga í heim­ inum tækir þú með þér til Vegas? Ég myndi vilja taka einhverja sem ég hef þekkt vel og lengi. Aldís Ösp myndi sjá um að halda stemningunni uppi, Guðríður Lilja myndi passa að allt væri „under control“ og María Kristín kæmi til að draga okkur með í einhver óvænt ævintýri. Ferð til Vegas með þessum yrði algjör draumur. Hvaða leikmaður í landsliðinu er erfiðastur á æfingum? Sara Björk. Hvaða leikmaður í landsliðinu tuðar mest? Málfríður Erna. Hvað er leiðinlegast að gera á æfingu? Hita upp. Á hvaða velli er skemmtilegast að spila? Laugardalsvellinum. Hvernig takkaskó notar þú? Nike Hypervenom Phantom III. Gras eða gervigras? Ef ekki Boginn á Akureyri, þá gras. Besta íslenska knattspyrnukona í sögunni? MLV9. Hvað er það skemmtilegasta við stórmót í fótbolta? Stemningin og gleðin sem skapast hjá þjóðinni í kringum öll stórmót er ógleymanleg og síðan er upplifunin að fá að spila fyrir hönd Íslands á sterkum fótboltamótum eins og EM ekki síðri. Hvar endar Ísland á EM í fótbolta? Fyrsta markmiðið er að komast upp úr riðlinum, en draumurinn og viljinn er að komast á pall. Stelpurnar sem fara á EM sitja fyrir svörum Yfirheyrslan Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í knattspyrnu eru að fara á Evrópumótið í Hollandi og hefur liðið leik þann 18. júlí næstkomandi. Stelpurnar okkar hafa staðið sig vel á síðustu stórmótum og ætla sér stóra hluti í Hollandi. Fram að móti ætlum við að kynnast leikmönnum liðsins betur, spurt er um allt milli himins og jarðar en þær Sandra María Jessen og Elín Metta Jensen mæta hér galvaskar til leiks. hoddi@433.is Elín Metta Jensen er fædd árið 1995 en þrátt fyrir það hefur hún verið í landsliðinu í fimm ár eða frá því að hún var 17 ára gömul. Elín Metta er sprækur sóknarmaður sem getur hrellt varnir and- stæðinganna með hraða sínum og krafti. Uppáhaldsmatur? Þessa dagana er það spínatlasanja. Uppáhaldsveitingastaður? Bergsson Mathús. Hvað færðu þér á pítsuna? Skinku og ananas. Hvað drekkur þú á djamminu? Pepsi. Hvert ferðu á djamminu? Fjósið. Twitter eða Facebook? Á reyndar ekki Twitter en mér finnst Twitter skemmtilegra. Draumabíllinn? Land Rover Freelander. Uppáhalds­ tónlistamaður? Coldplay og Bon Iver. Uppáhaldsborg? Barcelona og Reykjavík. Hvaða þrjá einstaklinga í heiminum tækir þú með þér til Vegas? Myndi ekki nenna að fara til Vegas. Hvaða leikmaður í landsliðinu er erfiðastur á æfingum? Sara Björk og Gunnhildur Yrsa. Hvaða leikmaður í landsliðinu tuðar mest? Man ekki eftir neinum sérstökum tuðara. Hvað er leiðinlegast að gera á æfingu? Upphitun. Á hvaða velli er skemmtilegast að spila? Hlíðarenda. Hvernig takkaskó notar þú? Copa Mundial og Nike Tiempo. Gras eða gervigras? Bæði. Besta íslenska knattspyrnukona í sögunni? MLV og Sara Björk. Hvað er það skemmtilegasta við stórmót í fótbolta? Á stórmóti safnast saman góðir leikmenn svo spilamennskan verður betri sem gerir leikinn skemmtilegri. Svo er einhver stemning í loftinu sem gerir þetta spennandi og umgjörðin er náttúrlega geggjuð. Hvar endar Ísland á EM í fótbolta? Kemur í ljós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.