Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2017, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2017, Síða 18
18 sport Helgarblað 30. júní 2017 Sandra María Jessen er í hópnum sem heldur til Hollands um miðjan júlí en það er í raun ótrúlegt að hún sé í hópnum. Sandra meiddist alvarlega í upphafi árs og voru flestir á því að hún myndi ekki ná sér fyrir mótið. Hún hefur hins vegar náð ótrúlegum bata og snúið aftur af miklum krafti. Uppáhaldsmatur? Kjúklinga-fajitas. Uppáhaldsveitingastaður? T-bone Steikhús. Hvað færðu þér á pítsuna? Skinku og piparost. Hvað drekkur þú á djamminu? Allt sem er ekki bjór. Hvert ferðu á djamminu? Það er annaðhvort Götubarinn eða Pósthús- barinn. Twitter eða Facebook? Facebook. Draumabíllinn? Hvítur Range Rover. Uppáhaldstónlistarmaður? Á engan einn sérstakan. Uppáhaldsborg? New York. Hvaða þrjá einstaklinga í heim­ inum tækir þú með þér til Vegas? Ég myndi vilja taka einhverja sem ég hef þekkt vel og lengi. Aldís Ösp myndi sjá um að halda stemningunni uppi, Guðríður Lilja myndi passa að allt væri „under control“ og María Kristín kæmi til að draga okkur með í einhver óvænt ævintýri. Ferð til Vegas með þessum yrði algjör draumur. Hvaða leikmaður í landsliðinu er erfiðastur á æfingum? Sara Björk. Hvaða leikmaður í landsliðinu tuðar mest? Málfríður Erna. Hvað er leiðinlegast að gera á æfingu? Hita upp. Á hvaða velli er skemmtilegast að spila? Laugardalsvellinum. Hvernig takkaskó notar þú? Nike Hypervenom Phantom III. Gras eða gervigras? Ef ekki Boginn á Akureyri, þá gras. Besta íslenska knattspyrnukona í sögunni? MLV9. Hvað er það skemmtilegasta við stórmót í fótbolta? Stemningin og gleðin sem skapast hjá þjóðinni í kringum öll stórmót er ógleymanleg og síðan er upplifunin að fá að spila fyrir hönd Íslands á sterkum fótboltamótum eins og EM ekki síðri. Hvar endar Ísland á EM í fótbolta? Fyrsta markmiðið er að komast upp úr riðlinum, en draumurinn og viljinn er að komast á pall. Stelpurnar sem fara á EM sitja fyrir svörum Yfirheyrslan Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í knattspyrnu eru að fara á Evrópumótið í Hollandi og hefur liðið leik þann 18. júlí næstkomandi. Stelpurnar okkar hafa staðið sig vel á síðustu stórmótum og ætla sér stóra hluti í Hollandi. Fram að móti ætlum við að kynnast leikmönnum liðsins betur, spurt er um allt milli himins og jarðar en þær Sandra María Jessen og Elín Metta Jensen mæta hér galvaskar til leiks. hoddi@433.is Elín Metta Jensen er fædd árið 1995 en þrátt fyrir það hefur hún verið í landsliðinu í fimm ár eða frá því að hún var 17 ára gömul. Elín Metta er sprækur sóknarmaður sem getur hrellt varnir and- stæðinganna með hraða sínum og krafti. Uppáhaldsmatur? Þessa dagana er það spínatlasanja. Uppáhaldsveitingastaður? Bergsson Mathús. Hvað færðu þér á pítsuna? Skinku og ananas. Hvað drekkur þú á djamminu? Pepsi. Hvert ferðu á djamminu? Fjósið. Twitter eða Facebook? Á reyndar ekki Twitter en mér finnst Twitter skemmtilegra. Draumabíllinn? Land Rover Freelander. Uppáhalds­ tónlistamaður? Coldplay og Bon Iver. Uppáhaldsborg? Barcelona og Reykjavík. Hvaða þrjá einstaklinga í heiminum tækir þú með þér til Vegas? Myndi ekki nenna að fara til Vegas. Hvaða leikmaður í landsliðinu er erfiðastur á æfingum? Sara Björk og Gunnhildur Yrsa. Hvaða leikmaður í landsliðinu tuðar mest? Man ekki eftir neinum sérstökum tuðara. Hvað er leiðinlegast að gera á æfingu? Upphitun. Á hvaða velli er skemmtilegast að spila? Hlíðarenda. Hvernig takkaskó notar þú? Copa Mundial og Nike Tiempo. Gras eða gervigras? Bæði. Besta íslenska knattspyrnukona í sögunni? MLV og Sara Björk. Hvað er það skemmtilegasta við stórmót í fótbolta? Á stórmóti safnast saman góðir leikmenn svo spilamennskan verður betri sem gerir leikinn skemmtilegri. Svo er einhver stemning í loftinu sem gerir þetta spennandi og umgjörðin er náttúrlega geggjuð. Hvar endar Ísland á EM í fótbolta? Kemur í ljós.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.