Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2017, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2017, Side 14
14 fólk - viðtal Helgarblað 30. júní 2017 Þ ann 31. janúar síðastliðinn komu tvíburabræðurnir Heiðar Már og Brynjar Máni í heiminn á fæðingar­ gangi Landspítalans við Hring­ braut. Bræðurnir fæddust eftir aðeins 23 vikna og eins dags með­ göngu en eðlileg meðgöngulengd eru um það bil 40 vikur. Það sem einkenndi fæðinguna, að mati for­ eldra drengjanna, var sorg, þakk­ læti og gríðarleg fagmennska lækna­ og hjúkrunarteymis sem vissi upp á hár hvernig ætti að bregðast við öllum þeim erfiðu aðstæðum sem koma upp þegar meðgangan er svona stutt á veg komin. Brynjar lést nokkrum klukku­ stundum eftir að hann fæddist. Heiðar barðist hetjulega fyrir lífi sínu og hefur frá fyrsta degi kom­ ið öllum á óvart. Hann er nú loks­ ins kominn heim, í Kópavoginn, með foreldrum sínum, Ingunni og Benedikt. Þeim er mikið í mun um að leggja sitt af mörkum til að styrkja starfsemi Hringsins sem bjargaði lífi Heiðars. Í ár ætla Ingunn og Benedikt að taka þátt í Reykja­ víkurmaraþoninu með það að markmiði að safna fyrir Hringinn sem er styrktarsjóður barnaspít­ alans. „Öll þau tæki sem þeir bræður þurftu að nota á spítalan­ um voru gjöf frá Hringnum. Við verðum þeim ævinlega þakklát,“ segir Benedikt. Lífsreynslan er í senn þrungin gleði og nístandi sorg. Í dag skipta litlu sigrarnir þau mestu máli en litla hetjan, Heiðar Már, er alheilbrigður og nálgast óðum fjögurra kílóa múrinn. Tvöföld gleði Haustið 2016 komust Ingunn og Benedikt að því að þau ættu von á tvíburum. Fyrir á Benedikt níu ára dóttur sem heitir Júlíana. Ingunn segist hafa fundið á sér að hún væri ófrísk að tvíburum en Benedikt viðurkennir fúslega að hans fyrstu viðbrögð hafi verið „nett áfall“. Hann var þó fljótur að átta sig og voru þau Ingunn orðin gríðarlega spennt að fá tvö lítil kríli í fangið. Hamingjan var þó óttablendin. Árið 2015 missti Ingunn fóstur þegar hún var gengin 20 vikur og fjóra daga. Þá var síðkominn fósturmissirinn skrifaður á óút­ skýrða sýkingu. Sökum þessa var Ingunn í stífu eftirliti á seinni með­ göngunni. „Ég var heima þegar vatnið fór árið 2015. Þá vissi ég ekkert hvað var að gerast. Verkirnir jukust hratt og það var ekki hægt að stöðva fæðinguna. Sonur okkar fæddist andvana morguninn eftir.“ Með þessar erfiðu minningu í farteskinu tóku þau Ingunn og Benedikt enga áhættu þegar hún gekk með tvíburana. Til dæmis ætluðu þau að bíða með að segja Júlíönu frá því að hún ætti von á tveimur litlum systkinum þar til mesta hættan væri afstaðin. Þó „Gott að finna að lífið heldur áfram“ n Foreldrum tvíbura sem fæddust á 23. viku meðgöngu er þakklæti ofarlega í huga n Gjafir frá Hringnum björguðu lífi Heiðars Más Lífið getur gjörbreyst á einu augnabliki. Það þekkja þau Ingunn Sigurbjörg Friðþórsdóttir og Benedikt Birkir Hauksson sem dvöldu í rúmlega 15 vikur á barnaspítala Hringsins eftir að tvíburasynir þeirra, Heiðar Már og Brynjar Máni fæddust fjórum mánuðum fyrir tímann í lok janúar. Brynjar lést nokkrum klukku- stundum eftir fæðingu en Heiðar Már er alheilbrigður og nálgast óðum fjögurra kílóa múrinn. Blaðamaður DV fór nýlega í heimsókn til fjölskyldunnar og fékk inn- sýn í líf þeirra síðustu mánuði. Lífsreynslan er í senn þrungin gleði og nístandi sorg. Kristín Clausen kristin@dv.is „Þetta var erfitt en að sama skapi reyndum við að hugsa sem minnst og einbeita okkur að núinu. Það tókst alveg ágætlega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.