Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2017, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2017, Blaðsíða 15
fólk - viðtal 15Helgarblað 30. júní 2017 voru Ingunn og Benedikt jákvæð því ekkert benti til þess að sagan myndi endurtaka sig. Fékk kunnuglega verki Í 20 vikna sónar þann 12. janúar síðastliðinn leit allt vel út. Þá var Ingunn gengin 20 vikur og þrjá daga. Þar fengu þau jafnframt að vita að von var á tveimur strák­ um. Ingunn segir að það hafi ver­ ið mikill léttir að sjá og heyra að allt liti vel út á þessum tímapunkti. Þá hafði leghálsinn einnig verið skoðaður og leit fullkomlega eðli­ lega út. Fjórum dögum síðar, þann 16. janúar síðastliðinn, byrjaði Ingunn hins vegar að fá kunnuglega verki. „Ég fór fyrr heim úr vinnunni þennan dag. Mér leið furðulega og lagði mig. Ég var miklu hressari þegar ég vaknaði og var að elda kvöldmat þegar verkirnir gerðu vart við sig,“ segir Ingunn og bætir við að þarna hafi veröldin hrunið. „Ég vissi þannig séð hvað var að fara að gerast.“ Í framhaldinu brunuðu þau Benedikt niður á kvennadeild þar sem Ingunn var skoðuð. Þá kom í ljós að það sama og gerðist á fyrri meðgöngunni var að gerast. Leg­ hálsinn var byrjaður að opnast og belgirnir byrjaðir að síga. „Þarna fengum við líka að heyra að ástæð­ an fyrir því að fæðingin var komin af stað væri leghálsbilun. Það var líka ástæða þess að við misstum barnið árið 2015.“ Í þetta skipti var hægt að stöðva fæðinguna tímabundið. Þar sem Ingunn var aðeins gengin 21 viku var þeim sagt að hún þyrfti að ná að minnsta kosti 24 vikna með­ göngulengd svo börnin ættu möguleika á að lifa. „Eftir að búið var að stoppa fæðinguna reynd­ um við að koma okkur vel fyrir og ætluðum að vera þarna eins lengi og við mögulega gætum. Ég var al­ veg rúmliggjandi. Mátti ekki einu sinni fara á klósettið. Þetta var erfitt en að sama skapi reyndum við að hugsa sem minnst og ein­ beita okkur að núinu. Það tókst al­ veg ágætlega.“ Benedikt tekur sérstaklega fram að vinnuveitendur hans hafi sýnt honum mikinn skilning. Það hafi skipt öllu máli við þessar erfiðu aðstæður: „Þeir sögðu mér að hafa ekki áhyggjur af vinnunni heldur einbeita mér alfarið að Ingunni og tvíburunum. Ég er afar þakklátur fyrir það hvernig þeir brugðust við.“ Erfiðir dagar Dagarnir eftir að Ingunn var lögð inn á kvennadeildina liðu hægt. Þegar hún var gengin 22 vik­ ur og fimm daga fékk hún stera sem áttu að flýta fyrir lungna­ þroska drengjanna. Allt var með kyrrum kjörum til sunnudagsins 29. janúar. Þá byrjaði Ingunn að fá verki aftur. „Fyrst var Ingunni gefin verkjalyf. Við vonuðum að lyfin myndu stöðva fæðinguna en svo varð ekki. Morguninn eftir var hún færð upp á fæðingardeild. Þá var Ingunni gefið dreypi í æð til að stoppa samdrættina. Hún var með það í sólarhring. Fyrst virkaði dreypið ágætlega en á þriðjudeginum voru sam­ drættirnir orðnir svo miklir að það var ekki hægt að bíða leng­ ur,“ segir Benedikt og bætir við að á milli klukkan 17 og 18 hafi lækn­ ar og sérfræðingar verið látnir vita að fæðingin væri komin af stað. Þá var Ingunn gengin 23 vikur og einn dag. „Það vissu allir á barnaspítal­ anum að þeir væru að koma. Það var búið að undirbúa alla sem áttu einhvern tímann eftir að koma að strákunum. Áður en fæðingin fór að stað höfðum við líka fengið að hitta barnalækni sem var búinn að útskýra allt ferlið fyrir okkur. Hvað yrði gert ef strákarnir myndu fæð­ ast eftir 23 vikna meðgöngu. Hann spurði okkur líka hvað við vildum að þeir gerðu mikið og var ekkert að fegra eða skafa utan af hlutun­ um svo við gætum tekið upplýsta ákvörðun. Við vorum því alveg meðvituð um ferlið sem fór af stað samhliða fæðingunni.“ Sofnaði í fanginu á móður sinni Klukkan 19.15, þriðjudaginn 31. janúar kom Heiðar Már í heiminn. Þá var hann 488 grömm og 29 sentimetrar. Tæpum hálftíma síð­ ar fæddist Brynjar Máni. Hann var 460 grömm og 30 sentimetrar. „Fæðing Heiðars gekk miklu betur en Brynjars. Það sást líka strax að Heiðar var örlítið stæltari en bróð­ ir hans.“ Þegar bræðurnir voru orðnir stöðugir eftir fæðinguna voru þeir fluttir í hitakössum inn á gjörgæsludeild barnaspítalans. Þar voru þeir settir í öndunarvélar. Fljótlega kom í ljós að ekkert var hægt að gera fyrir Brynjar. Í kjöl­ farið fengu foreldrar hans að taka hann með sér inn á herbergið þar sem Ingunn fékk að hvíla sig eftir fæðinguna. Þar var hann skírður. Í framhaldinu var allri öndunar­ aðstoð hætt. „Við fengum að vera alveg í friði með Brynjar eftir að við komum með hann inn á her­ bergi. Hjúkrunarfræðingur kom tvisvar og kíkti á okkur um nóttina. Í fyrra skiptið var hann ekki farinn en um klukkan fjögur, þegar hún kíkti aftur, var hann farinn. Hann sofnaði í fanginu á mömmu sinni,“ segir Benedikt og heldur áfram. „Þarna hrundi heimurinn. Á sama tíma og við vorum með deyj­ andi barn í fanginu var ég eins og skopparabolti á milli Brynjars og Heiðars sem lá inni á gjör­ gæslu í hitakassa. Okkur leið eins og allt væri búið þegar Brynjar fór en á sama tíma hékk vonin á Heiðari. Lungun hans voru örlítið þroskaðri og því virkuðu sterarn­ ir fyrir hann en ekki Brynjar. Þetta var mjög skrítið og tilfinningarnar blendnar.“ Ingunn og Benedikt segja að fyrstu dagarnir eftir að Heiðar og Brynjar fæddust hafi runnið saman í eitt. „Maður var gjörsamlega búinn á því andlega og líkamlega en við þurftum að vera sterk fyrir Heiðar.“ Hringurinn bjargar mannslífum Fyrstu tvo sólarhringana eftir að Heiðar fæddist var hann í ljósum í hitakassanum og fékk næringu í gegnum æðalegg í naflastrengnum. „Það var svo mik­ ill raki í kassanum að hann sást varla. Hjúkrunarkonan þurfti að þurrka móðuna af svo við gætum séð hann,“ segir Benedikt og bætir við að um þetta leyti hafi þau fyrst áttað sig á því að nánast öll tæki og tól, sem björguðu lífi Heiðars, voru merkt sem gjafir frá kven­ félaginu Hringnum. „Maður áttar sig ekki á því fyrr en maður lendir í þessum aðstæðum hvað Hringur­ inn er gríðarlega mikilvægt líknar­ félag. Það er þeim að þakka að við erum með eina bestu nýburagjör­ gæslu í Evrópu.“ Í fyrsta skiptið sem Heiðar fékk brjóstamjólk var skammtur­ inn hálfur millilítri. „Heiðar var svo lítill að okkur fannst við samt vera að troða í hann.“ Viku síðar var skammturinn þó orðinn sjö millilítrar. Heiðar, sem tók snuð frá fyrsta degi, var fljótur að bragg­ ast og segja Ingunn og Benedikt að spítalavistin hafi í heildina litið gengið vel þrátt fyrir að sálartetur foreldranna hafi ekki verið upp á sitt besta. „Það var ekki mikið um bakslag. Heiðar fékk reyndar sýk­ ingu á 10. degi en náði að hrista hana af sér. Fósturæðin lokaðist sjálf og við reyndum að einblína á litlu sigrana.“ Benedikt viðurkennir fúslega að þau Ingunn hafi bæði keyrt sig út andlega og líkamlega. „Við vor­ um búin að missa eitt barn og hitt barnið var á gjörgæslu. Við vissum ekki hvort hann kæmist einhvern tímann heim eða hvort við þyrftum að kveðja hann líka. Maður ætlaði sér að vera alltaf hjá honum, njóta tímans sem við höfðum. Það var líka hrikalega erfitt að fara heim af spítalanum og skilja hann eftir. Okkur fannst við svo óralangt í burtu, en það vandist samt. Auð­ vitað kom svo að því að við keyrð­ um okkur í þrot.“ Alvarlegt bakslag Ingunn fékk Heiðar fyrst í fangið þegar hann var sjö daga gamall. „Það var stórkostlegt. Gleðin var álíka mikil þegar hann opnaði fyrst augun, náði fyrsta kílóinu og tók brjóst í fyrsta skipti. Það er svo margt sem gleður mann í þessu ferli. En auðvitað sveiflast tilfinn­ ingarnar fram og til baka. Maður tekur allan skalann.“ Daginn áður en Brynjar Máni var jarðaður lenti Ingunn aftur inni á spítala. Þá hafði hún verið með gríðarlega mikla verki í móður lífinu sem hún taldi í fyrstu að væru hluti af úthreinsuninni. Verkirnir ágerðust þó samhliða miklum blæðingum og að lokum, eftir að hafa ítrekað reynt að ná sambandi við meðgöngu­ og sængurlegudeildina, án þess að fá nokkur svör um hvað þau ættu að gera, brunaði Benedikt með hana upp á spítala þar sem hún var samstundis lögð inn og gefið blóð. Í framhaldinu var hún send í aðgerð og útskaf þar sem lítill hluti af fylgjunni hafði ekki skilað sér í fæðingunni. „Mér var að blæða út og við áttum að jarða daginn eftir. Þetta var hræðilegt en sem betur fer fékk ég leyfi til að fara í jarðar­ förina. Það var tvísýnt um það á tímabili,“ segir Ingunn. Brynjar Máni er grafinn í Kópa­ vogskirkjugarði. Ingunn segir að útförin, sem var gerð þann 16. febrúar, hafi verið einföld og lítil í sniðum. Aðeins þeirra allra nán­ ustu voru viðstaddir. Þau létu taka frá þrjú leiði í kirkjugarðinum og í framtíðinni mun hann hvíla á milli þeirra. „Á þessum tveimur vikum sem liðu frá því að strákarnir „Gott að finna að lífið heldur áfram“ n Foreldrum tvíbura sem fæddust á 23. viku meðgöngu er þakklæti ofarlega í huga n Gjafir frá Hringnum björguðu lífi Heiðars Más „Þegar bræðurnir voru orðnir stöð- ugir eftir fæðinguna voru þeir fluttir í hitakössum inn á gjörgæsludeild barnaspítalans. Ingunn, Benedikt og Heiðar Már Ætla að njóta þess að vera saman í sumar. Mynd dV EHF / SIgtryggur ArI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.