Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2017, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2017, Qupperneq 16
16 fólk - viðtal Helgarblað 30. júní 2017 Okkar kjarnastarfssemi er greiðslumiðlun og innheimta. Hver er þín? 515 7900 | alskil@alskil.is | alskil.is Síðan 2006 fæddust og þar til Brynjar var jarð- aður gengum við í gegnum hluti sem mig óraði ekki fyrir að hægt væri að upplifa og komast heill frá. Við fórum í gegnum allan tilfinn- ingaskalann nokkrum sinnum,“ segir Benedikt. Húsnæði spítalans sprungið Bæði eru sammála um að starfið sem unnið er á barnaspítala Hringsins sé „ótrúlegt“. Að sama skapi segja þau að húsnæðið sé löngu sprungið. „Í vor voru mest 23 börn á deildinni. Sólin skein inn og það var varla hægt að hreyfa sig. Öllum börnunum fylgja foreldr- ar, tæki og tól. Það merkilega við þetta er að þrátt fyrir að hjúkrunar- fræðingarnir, sem eru oftar en ekki eru of fáir, eru á hlaupum alla vakt- ina og alltaf glaðir, tilbúnir að að- stoða og gera allt sem þarf að gera af mikilli fagmennsku.“ Heiðar útskrifaðist af spítalan- um og fór heim með foreldrum sínum þann 19. maí síðastliðinn. Þá var hann búinn að vera á vöku- deildinni í 15 vikur og þrjá daga og orðinn 3.144 grömm. Heiðar hefur verið duglegur að stækka og í dag nærist hann eingöngu á brjósta- mjólk og er orðinn 3.860 grömm. Heiðar er enn með súrefnis- aðstoð en foreldrar hans vona að hann losni alfarið við hana á næstu dögum eða vikum. Þá er vel fylgst með augum Heiðars og er útlitið gott varðandi sjónina. Hann verð- ur í vikulegri skoðun fram á haust. Þegar börn fæðast svona mikið fyrir tímann þroskast augun í andrúms- lofti í stað legvatns. Því þarf að fylgj- ast vel með sjóninni, frá 32. viku, og bregðast hratt við ef eitthvað er ekki alveg eins og það á að vera. Lífið heldur áfram Ingunn og Benedikt segja að fyrstu dagarnir eftir að þau komu heim af spítalanum hafi tekið mikið á and- legu hliðina. Samhliða því fundu þau fyrir gríðarlegri þreytu sem þau eru viss um að hafi verið blanda af spennufalli og uppsafnaðri þreytu mánuðina á undan. „Maður finnur auðvitað mun eftir að hafa verið með Heið- ar í svona vernduðu umhverfi. Við vorum reyndar með hann í átta nætur í svokallaðri aðlögun á barnaspítalanum áður en við fór- um heim. Það hjálpaði mikið. Við erum líka orðin miklu rólegri núna og hlutirnir eru smátt og smátt að komast í rútínu.“ Þá eru þau sammála um að það hafi verið gott að finna stuðning frá fólki sem hefur gengið gegnum sam- bærilega lífsreynslu. Fjölskyldan ætlar að taka því rólega í sumar. Fara á fótboltamót með stóru systur og mögulega í smá ferðalag innan- lands í ágúst ef Heiðar verður þá búinn að losna við súrefnið. „Það er gott að finna að lífið heldur áfram. Það á eftir að taka langan tíma að komast yfir þetta, ef það gerist þá nokkurn tíma. En við erum á sama tíma þakklát fyrir Heiðar Má, vökudeildina og starfs- fólk barnaspítalans.“ Að lokum hvetja þau lesendur til að heita á Benedikt sem ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Hann hleyptur til styrktar barnaspítalasjóði Hringsins. Fram- lög úr sjóðnum hafa bjargað mörg- um mannslífum í gegnum árin. Þar á meðal lífi sonar þeirra, Heiðars Más. n Stolt móðir Ingunn nýtur þess að fylgjast með syni sínum vaxa og dafna. Mynd dV eHf / Sigtryggur Ari Penninn sýnir glögglega hversu agnarsmár Heiðar Már var Myndin er tekin þegar hann var 25 daga gamall. Mynd Úr einkASAfni „Maður finn- ur auðvitað mun eftir að hafa verið með Heiðar í svona vernduðu umhverfi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.