Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2017, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2017, Blaðsíða 22
2 30. júní 2017tekjublaðið Tekjur um 2400 Íslendinga L íkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur um 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagn­ ingarskrám Ríkisskattstjóra. Rétt er að ítreka að tölurnar innihalda ekki tekjur sem við­ komandi einstaklingar hafa fengið vegna til dæmis arð­ greiðslna í gegnum félög í þeirra eigu. Einnig skal áréttað að á listanum er ekki að finna fjöl­ marga Íslendinga sem eru með skráð lögheimili erlendis. Það er dágóður hópur og sem dæmi má nefna að þar er að finna þjóðþekkta viðskiptamenn, íþróttamenn og lista­ menn. Upplýsingar í blaðinu eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur og að tölur úr álagningar­ skrám Ríkisskattstjóra séu réttar. Skattakóngar seldu fyrirtæki sín n Gísli J. Friðjónsson greiddi mest n Aðeins þrjár konur á topp tíu G ísli J. Friðjónsson, Kópa­ vogi, er skattakóngur ársins 2016 en Gísli greiddi 570,5 milljónir króna í opinber gjöld á síðasta ári. Gísli er fyrr­ verandi forstjóri og eigandi Hóp­ bíla en hann seldi fyrirtæki sitt í fyrra til framtakssjóðsins Horns III og má rekja ástæðuna til hárra greiðslna hans þangað. Í öðru sæti yfir þá sem hæst opin ber gjöld greiddu á síðasta ári er Einar Friðrik Sigurðsson, Ölfusi. Einar seldi árið 2015 útgerðarfyrir­ tækið Auðbjörgu í Þorlákshöfn til Skinneyjar­Þinganess á Höfn í Hornafirði. Einar greiddi 383,9 milljónir króna á síðasta ári í opinber gjöld. Sonur Einars, Ármann, sem einnig er búsettur í Ölfusi, er í fimmta sæti á listanum, greiddi 159,1 milljón króna í opinber gjöld. Skattadrottning Reykjavíkur Í þriðja sæti yfir þá sem greiddu hæst opin­ ber gjöld á síðasta ári var Katrín Þor­ valdsdóttir í Síld og Fiski en hún greiddi samtals 362,7 milljónir króna. Katrín er jafn­ framt skattadrottning Reykjavíkur. Þá kemur Guðmundur Kristjánsson, kennd­ ur við fyrirtæki sitt Brim, en hann þurfti að reiða af hendi 231,7 milljónir króna, sem gerir hann að skattakóngi Seltjarnarness. Í sjötta sæti á listanum yfir þá sem greiða hæst opinber gjöld er Marta Árnadóttir, framkvæmdastýra Dokkunnar, þekk­ ingar­ og tengslanets, en Marta greiddi 149 milljónir króna á síð­ asta ári. Grímur Garðarsson, einn eigenda Vörðu Capital, er sjö­ undi og greiddi 149 milljónir króna. Marta býr í Reykjavík og það gerir Grímur einnig. Einn áfram á lista Í áttunda sæti situr Kristján Vil­ helmsson, útgerðarstjóri og eig­ andi Samherja, en hann greiddi 143,4 milljónir króna í opinber gjöld og er þar með skattakóngur Akureyrar. Guðrún Birna Leifsdótt­ ir er í níunda sæti en hún seldi á síðasta ári hlut sinn í Vinnslustöð­ inni í Vestmannaeyjum og mun kaupandinn hafa verið Brim. Í tí­ unda sæti er síðan Valur Ragnars­ son, Reykjavík. Valur sem forstjóri Medis, sem einnig stýrir sameig­ inlegri starfsemi Acta vis á Íslandi, greiddi 135,4 milljónir króna í op­ inber gjöld á síðasta ári. Valur er jafnframt sá eini þeirra tíu sem hæst gjöld greiddu á síðasta ári sem einnig var í þeirri stöðu árið 2015 en þá var Valur í sjöunda sæti. Hér að neðan er birtur listi yfir þá einstaklinga sem eru í ellefta til tuttugasta sæti á listanum yfir þá sem hæst opinber gjöld greiddu á síðasta ári en þar má með­ al annars finna mæðginin Krist­ ínu Fenger og Ara Fenger, erfingja Nathan og Olsen heildverslun­ ar, Róbert Wessman fjárfesti og og Ársæl Hafsteinsson, fram­ kvæmdastjóra gamla Landsbank­ ans. Aldrei fleiri framteljendur Framteljendur hafa aldrei verið fleiri en á síðasta ári en samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra voru framteljendur 286.728 tals­ ins, ríflega níu þúsundum fleiri en árið áður. Skattur var áætlaður á ríflega 13.000 einstaklinga sem jafngildir um 4,6 prósent­ um af heildarfjölda framteljenda. Ástæður þess eru eitthvað mis­ jafnar, í einhverjum tilvikum hafa einstaklingar einfaldlega ekki skil­ að skattframtali. Nálega öllum skattframtölum var skilað á raf­ rænu formi, eða 99,6 prósentum. Inneignir þeirra framteljenda sem eiga inni hjá ríkissjóði eft­ ir álagningu opinberra gjalda verða lagðar inn á bankareikninga þeirra í dag. Kærufrestur vegna álagningar rennur út 31. ágúst næstkomandi. n 11. Brynjólfur Gunnar Halldórsson, Seltjarnarnesi 127.831.300 kr. 12. Ársæll Hafsteinsson, Flóahreppi 126.891.787 kr. 13. Kristinn Már Gunnarsson, Reykjavík 120.233.253 kr. 14. Jón Sigurðsson, Garðabæ 116.740.909 kr. 15. Ari Fenger, Garðabæ 115.030.402 kr. 16. Benedikt Rúnar Steingrímsson, Dalabyggð 112.971.635 kr. 17. Magnús Jóhannsson, Hafnarfirði 110.108.149 kr. 18. Vilhelm Róbert Wessman, Reykjavík 107.513.728 kr. 19. Kristín Fenger Vermundsóttir, Reykjavík 107.373.232 kr. 20. Árni Pétur Jónsson, Reykjavík 99.246.014 kr. Katrín Þorvalds dóttir Róbert Wessman Kristján Vilhelmsson Gísli J. Friðjónsson Gæðahreinsun Þvottahús Dúkaleiga Fyrirtækjaþjónusta Sækjum & sendum GÆÐI•ÞEKKING•ÞJÓNUSTA Góð þjónusta í yfir 60 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.