Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2017, Qupperneq 70

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2017, Qupperneq 70
30 menning Helgarblað 30. júní 2017 Metsölulisti Eymundsson 22.–28. júní 2017 Allar bækur 1 NorninCamilla Läckberg 2 Með lífið að veðiYeonmi Park 3 Talin af Sara Blædel 4 Ítalskir skór Henning Mankell 5 Allt í himnalagi hjá Eleanor Gail Honeyman 6 BrestirFredrik Backman 7 Stúlkan á undanJ.P. Delaney 8 Litla bakaríið við Strandgötu Jenny Colgan 9 EftirlýsturLee Child 10 Gestir utan úr geimnum Ævar Þór Benediktsson Handbækur / Fræði- bækur / Ævisögur 1 Með lífið að veðiYeonmi Park 2 TeppaprjónÞuríður Magnúsdóttir/ Guðrún S.Magnúsdóttir 3 Stofuhiti Bergur Ebbi Benediktsson 4 Útilífsbók fjölskyldunnar Vilborg Arna Gissurardóttir /Pálína Ósk Hraunda 5 171 Ísland Áfanga-staðir í alfaraleið Páll Ásgeir Ásgeirsson 6 9 daga lifrar-hreinsun Patrick Holford/Fiona Mcdona- ld Joyce 7 VegahandbókinSteindór Steindórsson Ýmsir höfundar 8 HÍF OPP! Gaman-sögur af íslenskum sjómönnum Guðjón Ingi Eiríksson 9 Íslenska plöntu-handbókin Hörður Kristinsson 10 Íslenskur fuglavísirJóhann Óli Hilmarsson T ónlist hornfirska dúettsins Kef Lavík er full af óvænt- um andstæðum, ber- skjöldun og súru líkinga- máli sem dansar á mörkum þess barnalega, en skapar á sama tíma margræðni, húmor og ljóðrænu sem dregur mann sífellt aftur að henni. „Er verið að grínast eða er þetta alvara?“ spyr maður sig í upphafi – en kannski er ekki neitt eitt skýrt svar við þeirri spurningu. Taktarnir eru naumhyggjulegir og viðkvæmir, skrollandi söngröddin er of-unnin með „auto-tune“ sem gerir hana vélræna en textarnir sem hún syngur gefa hispurslausa sýn inn í hugarheim tilfinninga- lega ringlaðs ungs manns. Meðlimir Kef Lavíkur hafa haldið nöfnum sínum leyndum og þegar ég sest niður með laga- og textasmið sveitarinnar til að ræða um nýjustu stuttskífu þeirra, Ágæt ein – lög um að ríða og/eða nota fíkniefni, kemst ég fljótlega að því að þeir eru fremur óvenju- legir fyrir íslensku hip-hop tón- listarsenuna – og kannski er það hluti af hinu óræða aðdráttarafli. Fyrir framan mig situr rétt rúm- lega tvítugur landsbyggðarmaður sem semur tónlist á veiðitúrum úti á sjó, skilgreinir sig „hægra megin við miðju“ í pólitík og hefur engan áhuga á að „meika“ það í tón- listinni – enda ætlar hann að verða fjármálaverkfræðingur. Samið á sjónum Strákarnir tveir sem skipa Kef Lavík hafa verið að skapa tónlist saman í einhverri mynd frá því snemma á unglingsaldri en gerðu fyrsta lag- ið undir þessu nafni árið 2012. Lagið „Í sjálfum mér“ var upp- haflega hugsað sem brandari en á mörkum gríns og alvöru fundu þeir áhugaverðan streng sem þeir ákváðu að leika sér með og hafa svo þróað áfram undanfarin fimm ár. „Við erum með hálf-póst- módernískt viðhorf til listarinn- ar – þetta er einhver meta-hæðni,“ útskýrir laga- og textasmiðurinn glottandi. Fyrsta EP-platan, Kuldinn er fínn, kom út árið 2015 og í fyrra komu svo út Lifum alltaf og Vesæl í kuldanum. Þeir hafa áður sagt að þessar þrjár plötur myndi sam- hangandi sögu um stormasamt ástarsamband og séu í raun eitt heildarverk – og kannski hafa einhverjir glöggir lesendur tekið eftir því að upphafsstafirnir í plötuheitunum mynda nafn sveit- arinnar KEF LA VÍK. En hvað með nýju plötuna, er hún hugsuð sem áframhald á þeirri sögu og „konsepti“? „Þessi nýja plata fer út fyrir konseptið eins og við gáfum okk- ur það í upphafi, en ég myndi segja að þetta sé samt sem áður ákveðinn viðauki við trílógíuna. Þarna eru ýmsir hlutir sem okkur fannst við þurfa að bæta við, eitt- hvað af lögunum eru svo gamlir afgangar, og þarna eru ýmsar vís- anir í hin verkin – þannig að þetta tengist algjörlega.“ Þó að þetta sé ennþá að mestum hluta rafræn tónlist þá virkar nýja platan lífrænni, með lifandi hljóð- færum, djass- og strengjapörtum. Er einhver sérstök ástæða fyrir því? „Já, það er talsvert meira af hljóðfærum á plötunni og meira af lífrænum trommum – þó að þær séu rafrænar þá spila ég þær inn í staðinn fyrir að forrita þær eins og ég hef áður gert. Þegar ég var að gera fyrstu þrjár plöturnar var ég yfirleitt að gera taktana úti á sjó þegar ég var á humar- og neta- bát. Humarvertíðin er þannig að það finnst alltaf einhver tími inni á milli til að skapa tónlist. Á sjón- um var ég hins vegar bara með lítil Apple-heyrnartól og MacBook Pro og sat og teiknaði inn nótur í tölvunni. Þessi nýja plata er hins vegar samin eftir að ég byrjaði aft- ur í skóla og þá var ég með gítar, bassa, hljómborð og svo framveg- is fyrir framan mig á meðan ég var að semja.“ Sálarlífið kortlagt í „auto-tune“ Eitt það áhugaverðasta í tónlist ykkar finnst mér vera allar and- stæðurnar og núningurinn á milli mismunandi þátta. Fyrir utan nokkur partílög eru taktarnir yfir- leitt frekar naumhyggjulegir og pí- anóspilið oftast viðkvæmt og jafn- vel vögguvísulegt. Það vinnur á móti þeirri óhefluðu tilfinninga- legu útrás sem birtist í textunum, sem er svo aftur unnin á móti með þessari vélrænu „auto-tjúnuðu“ rödd. Er þetta eitthvað sem þið haf- ið lagt út með? „Já, okkur finnst mjög skemmti- legur „kontrast“ í því að gera tón- list sem leitar inn á við, er eins konar kortlagning á sálarlífi höf- undar, og setja það svo fram á eins Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Þegar ég var að gera fyrstu þrjár plöturnar var ég yfirleitt að gera taktana úti á sjó þegar ég var á humar- og netabát. Of lítið sungið um illgirni í popptónlist Hornfirsku huldumennirnir í Kef Lavík gefa út sína fjórðu stuttskífu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.