Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Qupperneq 4
4 Helgarblað 25. ágúst 2017fréttir
G
ríðarlegur munur er á leik
skólagjöldum stærstu
sveitarfélaga landsins.
Reykjavíkurborg býður upp
á lægstu gjöldin fyrir átta klukku
stunda vistun en ef börnin þurfa
lengri vistun þá bíður Seltjarnarnes
best. Þessi sveitarfélög bera höfuð
og herðar yfir önnur sveitarfélög
varðandi hagstæð leikskólagjöld. Í
flestum tilvikum er leikskólavistin
dýrust í Garðabæ. Leikskólagjöldin
eru innheimt ellefu sinnum á ári og
því munar um 186 þúsund krón
um á vistun barns í níu klukku
stundir í leikskóla í Garðabæ og
Seltjarnarnesi. Ásgerður Halldórs
dóttir, bæjarstjóri Seltjarnesbæjar,
segir það stefnu Sjálfstæðismanna
í bænum að hafa álögur á barna
fólk í bænum sem lægstar. Bæjar
stjóri Garðabæjar segir að barna
fólk bæjarins fái úrvalsþjónustu
fyrir há gjöld.
Dýrasta vistin í Garðabæ
DV tók saman leikskólagjöld for
eldra í stærstu sveitarfélögum
landsins. Miðað var við annars
vegar átta klukkustunda og hins
vegar níu klukkustunda vistun
og að barnið væri í fullu fæði. Öll
sveitarfélögin bjóða upp á allt að 40
prósenta afslátt af gjöldunum fyrir
einstæða foreldra en mismunandi
er hvort miðað er við hjúskapar
stöðu eða heildarárstekjur heimil
isins. Þá eru ríflegir systkinaafslætt
ir í boði í öllum sveitarfélögum en
þeir eru mjög mismunandi.
Hjón í Reykjavík þurfa að
greiða minnst allra fyrir átta tíma
leikskólavist barns og fullt fæði.
Heildargjaldið er 24.567 krónur á
mánuði eða 270.237 krónur á ári.
Seltjarnarnesbær andar ofan í háls
mál höfuðborgarinnar með gjöld
upp á 25.880 krónur á mánuði eða
284.680 krónur á ári. Þessi sveitar
félög skera sig talsvert frá öðr
um sveitarfélögum varðandi hag
stæð leikskólagjöld. Langdýrasta
vistunin er í Garðabæ en þar er
mánaðar gjaldið 38.465 krónur á
mánuði eða 423.115 krónur á ári.
Leikskólavistunin í Garðabæ er því
56,5 prósentum dýrari en í höfuð
borginni og hjón í póstnúmeri 210
borga 152.878 krónum meira á ári
í leikskólagjöld en hjón í Reykjavík.
Ódýr viðbótarvistun
á Seltjarnarnesi
Myndin breytist talsvert þegar for
eldrar óska eftir klukkustundar
viðbótarvistun. Sú vistun er hlut
fallslega dýr í Reykjavík, eða 9.740
krónur aukalega á mánuði á með
an Seltjarnarnesbær innheimtir
aðeins 3.369 krónur fyrir þennan
aukatíma á mánuði. Það þýðir að
Seltjarnarnesbær er langódýrasta
sveitarfélagið fyrir níu tíma leik
skólavist þegar hjón eiga í hlut.
Heildarverðið er 29.249 krónur
á mánuði eða 321.739 krónur á
ári. Garðabær er eftir sem áður
langdýrasta sveitarfélagið og
kostar slík vistun 46.205 krónur á
mánuði. Árgjaldið er því 508.255
krónur sem þýðir að hjón í Garða
bæ borga 186.516 krónum meira á
ári fyrir níu tíma vistun barns en
hjón á Seltjarnarnesi. Rétt er að
geta þess að aðeins er boðið upp
á hálftíma aukavistun á Akureyri
en þrátt fyrir það kostar sú vistun
39.845 krónur á mánuði.
Einstæðir foreldrar borga
mest í Reykjanesbæ
Öll sveitarfélög bjóða upp á af
slætti af leikskólagjöldum fyrir
einstæða foreldra, námsfólk og ör
yrkja. Reykjanesbær er með lægsta
fasta afsláttinn eða um 25 prósent
en Reykjavík býður um 60 pró
senta afslátt. Önnur sveitarfélög
bjóða upp á um 30–40 prósenta
afslátt. Mosfellsbær og Hafnar
fjörður skera sig úr og bjóða upp
á 20–40 prósenta afslátt mið
að við árstekjur. Það þarf því ekki
að koma á óvart að höfuðborgin
bjóði best fyrir þennan hóp. Átta
tíma vistun með fullu fæði kostar
16.327 krónur á mánuði eða
179.597 krónur á ári. Eftir sem
áður er Seltjarnarnesbær skammt
undan með gjald upp á 18.696
krónur á mánuði og gera þessi
sveitarfélög mun betur við barna
fólk, í krónum talið, en önnur
sveitarfélög. Ástæða þess að Sel
tjarnarnesbær nær að halda í við
höfuðborgina er að fæðisgjaldið á
Nesinu er mun lægra en í Reykja
vík eða 7.920 krónur á móti 10.487
krónum í Reykjavík. Ekki er veittur
afsláttur af fæðisgjaldinu. Dýrasta
leikskólavistin fyrir þennan til
tekna hóp er í Reykjanesbæ eða
27.370 krónur á mánuði.
Fyrir þennan hóp er klukku
stundar viðbótarvistun einnig
ódýrust í Reykjavík. Heildarkostn
aðurinn hljóðar upp á 20.351
krónu á mánuði eða 223.861
krónu á ársgrundvelli. Gjaldið er
aðeins sjónarmun hærra á Sel
tjarnarnesi eða 20.717 krónur
á mánuði. Dýrasta níu klukku
stundavistunin er í Garðabæ
en hún kostar 35.228 krónur á
mánuði eða 387.508 krónur á ári.
Einstætt foreldri í Garðabæ borg
ar því um 163.647 krónum meira á
ári fyrir leikskólavistun barns síns
en einstætt foreldri í Reykjavík.
Lækkuðu leikskólagjöld um 25%
DV gerði sambærilega úttekt um
mitt ár 2015 þar sem leikskóla
gjöldin voru tekin saman. Ef
gjöldin þá eru borin saman við
gjöldin í dag þá sést að leikskóla
gjöld í Seltjarnarnesbæ hafa lækk
að um 15–18 prósent á tímabilinu.
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjar
stjóri Seltjarnesbæjar, segir það
stefnu Sjálfstæðismanna í bænum
að halda álögum sem lægstum.
„Á stefnuskrá flokksins fyrir síð
ustu kosningar 2014 var ákveðið
að lækka leikskólagjöld um 25
prósent. Það hefur nú verið fram
kvæmt,“ segir Ásgerður. Þá segir
hún Sjálfstæðismenn vilja koma
til móts við fjölskyldufólk þannig
að ýmis gjöld á barnafjölskyld
ur hækki ekki umfram vísitölu. Þá
bendir hún á að tómstundastyrkir
í bænum séu afar háir eða 50 þús
und krónur með hverju barni. „Við
niðurgreiðum einnig gjöld þeirra
sem nota þjónustu dagforeldra
þannig að gjaldið sé hið sama og
ef barnið væri í vistun á leikskóla
bæjarins,“ segir Ásgerður.
Há gjöld skila sér í góðri
þjónustu Í Garðabæ
Þveröfug stefna ríkir í Garðabæ
sem að mörgu leyti er sambæri
legt sveitarfélag og Seltjarnarnes
bær. Þar eru leikskólagjöldin há
en að sögn Gunnars Einarssonar,
bæjarstjóra Garðabæjar, þá fá
barnafjölskyldur góða þjónustu í
staðinn. „Þrír meginþættir greina
Garðabæ frá öðrum sveitarfélög
um þegar kemur að þjónustu leik
skóla. Það er í fyrsta lagi hversu
ung börn fá dvöl í leikskóla, í öðru
lagi sumaropnun og í þriðja lagi
mikil áhersla á faglega þjónustu
og starfsmannamál,“ segir Gunnar.
Að hans sögn býður bærinn
nánast öllum börnum fædd
um 2016 dvöl í leikskóla. „Það er
dýrt fyrir sveitarfélög að taka inn
svo ung börn þar sem kostnað
ur er hærri. Bæði hvað varðar nýt
ingu á húsnæði og launakostnað
ur,“ segir Gunnar. Í Garðabæ eru
tveir sérhæfðir ungbarnaleikskólar
auk þess sem aðrir leikskólar taka
einnig við börnum frá 12 mánaða
aldri. Samkvæmt viðmiðunar
gjaldskrá sveitarfélaganna kostar
vistun eins árs barns í átta klukku
stundir 253.582 krónur á mánuði.
Foreldrar í Garðabæ greiða 38.465
krónur eða 15 prósent af heildar
gjaldi. Vistun fimm ára barns í átta
klukkustundir kostar 143. 845 krón
ur en foreldrar greiða 38.465 krón
ur eða 26,5 prósent af heildargjaldi.
Flest sveitarfélög loka leikskól
um sínum í júlí og því neyðist fjöl
skyldufólk yfirleitt til þess að taka
sumarfrí sitt þá. Í Garðabæ eru
leikskólarnir opnir allt sumarið
og foreldrar geta valið hvenær
fjögurra vikna sumarleyfi barnsins
er tekið út. „Sumaropnunin gerir
fjölskyldum kleift að taka sumar
leyfi þegar hentar þeim sem er
mikilvægt sjónarmið fyrir barna
fjölskyldur,“ segir Gunnar.
Hann segir að öflug stoðdeild
sérfræðinga starfi við Fræðslusvið
bæjarins sem keppist við að veita
ráðgjöf til leikskóla bæjarins og
veiti fjölskyldum sem besta þjón
ustu frá upphafi leikskóladvalar
barns. „Í því sambandi má nefna
snemmtæka íhlutun og þjónustu
talmeinafræðinga á leikskólanum.
Í starfsmannamálum hefur til
dæmis verið lögð áhersla á sterka
forystu, handleiðslu, sérverkefna
sjóð sem leikskólastjórar úthluta
til sérstakra verkefna og þróunar
sjóð,“ segir Gunnar. n
Ódýrasta leikskólavistin er í
Reykjavík og á Seltjarnarnesi
Hjón í Garðabæ borga um 150 þúsund krónum meira á ári en hjón í Reykjavík
Gunnar Einarsson Bæjarstjóri Garða-
bæjar segir að barnafólk fái góða þjónustu í
staðinn fyrir hin háu leikskólagjöld.
Ásgerður Halldórsdóttir Bæjarstjóri
Seltjarnarnesbæjar segir það stefnu Sjálf-
stæðismanna í bænum að halda álögum á
barnafólk sem lægstum.
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Hjón á mánuði
Fullt fæði innifalið
Nafn sveitarfélags 8 tíma vistun 9 tíma vistun
1. Reykjavík 24.567 krónur 34.307 krónur
2. Seltjarnarnesbær 25.880 krónur 29.249 krónur
3. Kópavogur 30.603 krónur 44.301 krónur
4. Hafnarfjörður 33.257 krónur 38.815 krónur
5. Reykjanesbær 33.570 krónur 38.320 krónur
6. Mosfellsbær 33.746 krónur 38.489 krónur
7. Akureyri 36.034 krónur 39.485 krónur *
8. Garðabær 38.465 krónur 46.205 krónur
*Aðeins er boðið upp á hálftíma viðbótarvistun á Akureyri
Einstæðir foreldrar á mánuði
Fullt fæði innifalið
Nafn sveitarfélags 8 tíma vistun 9 tíma vistun
1. Reykjavík 16.327 krónur 20.351 krónur
2. Seltjarnarnesbær 18.696 krónur 20.717 krónur
3. Hafnarfjörður 23.369 krónur 26.704 krónur
4. Mosfellsbær 23.628 krónur 26.473 krónur
5. Kópavogur 23.905 krónur 33.493 krónur
6. Garðabær 26.081 krónur 35.228 krónur
7. Akureyri 26.650 krónur 28.951 krónur *
8. Garðabær 27.370 krónur 32.120 krónur
*Aðeins er boðið upp á hálftíma viðbótarvistun á Akureyri
Leikskólabörn í ReykjavíkReykjavíkurborg og
Seltjarnarnesbær eru í fararbroddi sveitarfélaga þegar
kemur að hagstæðum leikskólagjöldum. MyND SiGtRyGGuR ARi