Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Síða 10
10 Helgarblað 25. ágúst 2017fréttir „Bankahrunið“ innan gæsalappa Gárungarnir tala oft um „hið svokallaða hrun“ sem átti sér stað á Íslandi í október 2008 og setja stundum upp gæsalappir þegar þeir nefna orðin kreppa eða bankahrun. Af engu sérstöku tilefni ákvað DV að taka saman og birta nokkur eftirminnileg ummæli ýmissa persóna og leikenda, innan gæsalappa, í þessum súrrealíska leikþætti sem íslenska þjóðin spann í sameiningu frá byrjun þessarar aldar þar til tjöldin féllu. sigurvin@dv.is „Einu sinni spurði Nóbelsskáldið í útvarpserindi sem svo: „Hvað hefði Egill Skallagrímsson sagt um þetta?“ Egill kunni vel að meta veraldlegan auð á sinni tíð. Á því leikur varla vafi að sá gamli höfðingi og útrásarvíkingur mun slá við glotti ef og þegar hann fylgist með fjármálavíkingum nútímans. Þjóðin er stolt af þessum mikla árangri og hún nýtur þess sem flutt er hingað heim, áþreifanlegt og óáþreifanlegt í þessum mikla feng. Ég óska íslenskum fjármálafyrirtækjum og sam- tökum þeirra velfarnaðar og áframhaldandi útrásar og árangurs.“ - Jón Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, 26. apríl 2007. „Overall, the internationalisation of the Icelandic financial sector is a remarkable success story that the markets should better acknowledge.“ - Úr skýrslu Richard Portes og Friðriks Más Baldurssonar 21. nóvember 2007. „Og ég sagði við hann: Þorsteinn, ég veit að þú átt enga peninga, geturðu útskýrt fyrir mér hvernig þú getur keypt Vífilfell? Og hann horfði á mig, brosti, og ég gleymi aldrei orðalaginu: Með þróaðri fjármálatækni.“ - Styrmir Gunnarsson, fyrrv. ritstjóri Morgunblaðsins, fyrir rannsóknarnefnd Alþingis 2009. „Takk Meira en nog :-).“ - Svar Magnúsar Guðmundssonar 9. júlí 2008. „Kaupthinking is beyond normal thinking.“ - Myndband Kaup- þings frá 2007. 2. Þáttur HIÐ LJÚFA LÍF VÍKINGSINS „... gengi Peningabréfa er aldrei neikvætt, sem þýðir að þú átt aldrei að geta tapað höfuðstól eða uppsafnaðri ávöxtun.“ - úr tölvupóstum starfsmanna Landsbank- ans við sölu Peningabréfa til viðskiptavina. „Kraftur, kjarkur og góð þekking íslensku útrásarmannanna skilaði meiri árangri hraðar við fjárfestingar erlendis en hægt var að sjá fyrir og víkingurinn hefur vakið athygli á alþjóðavísu. [...] Auðvitað skortir ekki úrtölur eða þá sem telja sig knúna til að tala útrás og fjárfestingaævintýri Íslendinga erlendis niður.“ - Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, 21. desember 2007. 3. Þáttur ÚRTÖLUDRAUGAR KVEÐNIR NIÐUR „But analysts reckon that, thanks to a series of cross-shareholdings across the Icelandic economy, it would not take much for the whole country‘s financial system to go into meltdown.“ - The Daily Telegraph, 5. febrúar 2008. „Á heildina litið er niðurstaða Seðlabankans enn sú að fjármálakerfið sé í meginatriðum traust. Íslenska bankakerfið uppfyllir kröfur sem gerðar eru til þess og stenst álagspróf sem Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hafa gert.“ - úr skýrslu Seðlabankans „Fjármálastöðugleiki“, 8. maí 2008. „British savers have billions in Icelandic accounts, but its banking system is looking shaky.“ - The Sunday Times, 10. febrúar 2008. „Mér finnst þetta makalaus ummæli og hjá svona virtum fjárfestingarbanka og ég, það hvarflaði að mér um tíma, sko hvaða annarlegu sjónarmið búa þarna að baki því að þetta á ekki við nein rök að styðjast og ég spyr líka sem menntamálaráðherra þarf þessi maður ekki á endurmenntun að halda?“ - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, 25. júlí 2008, brást við úrtölum starfsmanns Merrill Lynch. Leikrit í sjö þáttum 1. Þáttur GRUNNURINN LAGÐUR „Á undanförnum árum hefur efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar endurspeglað þá sannfæringu að frelsi í efnahagsmálum hlyti að vera grundvöllur efnahagslegrar velmegunar og forsenda þess að blóm- legt og margbreytilegt mannlíf fengi að dafna á Íslandi. Það er í anda þessarar stefnu sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir því að ráðist var í að einkavæða viðskiptabankana. Eins og vonlegt er þá hefur sala bankanna tekið sinn tíma, til hennar var vandað eins og hægt var og ríkið fékk gott verð fyrir þessar eignir sínar. En mestu skiptir að nú hef- ur ríkisvaldið dregið sig algerlega út úr bankarekstri og er það mikið fagnaðarefni. Hlutverk ríkisins á fjármálamarkaði takmarkast við það að setja lög og reglur, að hafa eftirlit með að eftir þeim sé farið og að tryggja að samkeppni ríki á þessum mikilvæga markaði“ - Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, 21. mars 2003. „Hæ Magnús, Við gengum ekki frá bónus fyrir síðasta ár. Ég legg til 1 millj evrur. Hvað segir þú. Kv. Se.“ - Tölvupóstur Sigurðar Einarssonar, fyrrv. stjórnarformanns Kaupþings, til Magn- úsar Guðmundssonar, fyrrv. bankastjóra Kaupþings í Luxembourg, 9. júlí 2008. „Both I and the people of Iceland are very proud of the bank‘s achievements. Kaupthing has become the flagship company of the Icelandic national economy. I give the Kaupthing Bank my strongest personal recommendation. The professionalism of its leadership and their staff has made Kaupthing into one of the most successful Europe- an banks with strong expertise both in clean energy and real estate.“ - Úr bréfi Ólafs Ragnars Grímssonar, þáverandi forseta Íslands, til krónprinsins í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, 23. apríl 2008.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.