Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Page 11
Helgarblað 25. ágúst 2017 fréttir 11
„Bankahrunið“ innan gæsalappa
4. Þáttur
VERNDARENGLARNIR 7. Þáttur
EFTIR Á AÐ HYGGJA
5. Þáttur
„HRUNIГ
6. Þáttur
EkkI BENDA Á mIG
„Eftirlitið átti bara að vera þarna, en það átti náttúrlega bara helst að
vera lítið og sætt og sinna bara svona einhverjum lykilverkefnum.“
- Jónas Fr. Jónsson, fyrrv. forstjóri FME fyrir rannsóknarnefnd Alþingis 2009.
„Bara þarna alveg fram, þangað til seint í september að þá bara var maður
alveg grandalaus fyrir því að það væri bara allt að hrynja, það mundi vera hrunið
bara nokkrum vikum seinna.“
- Ragnar Hafliðason, fyrrv. aðstoðarforstjóri FME, fyrir rannsóknarnefnd Alþingis 2009.
„Samráðshópur þessi var á forræði forsætis-
ráðherra og málefni fjármálakerfisins á forræði
annarra ráðuneyta, og stofnana þeirra, þ.e.
Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitisins,
eins og áður segir, en ekki fjármálaráðuneyt-
isins. Því var ekki tilefni fyrir mig til þess að
taka málefni [samráðshópsins] upp við aðra
ráðherra án sérstakrar ástæðu.“
- Árni M. Mathiesen, fyrrv. fjármálaráðherra, í
bréf til rannsóknarnefndar Alþingis 2010.
„Eins og ég hef sagt áður, lausafjár-
eftirlitið er hjá Seðlabankanum [...].“
- Jónas Fr. Jónsson, fyrrv. forstjóri FME,
fyrir rannsóknarnefnd Alþingis 2009.
„ ... the Icelandic government, believe it or not,
have told us, they told me yesterday, they have
no intention of honouring their obligations here.“
- Alistair Darling, 8. október 2008 á BBC Radio 4.
„Sigurjón [Árnason] er nú mikill stærð-
fræðingur og teiknaði upp fyrir mig einhver
box sem ég skildi nú ekki helminginn af
hvernig ætti að með pílum og örum að sem
sagt ná í pening út úr Seðlabanka Evrópu.“
- Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra,
fyrir rannsóknarnefnd Alþingis 2009.
„Það er nú eitt sem maður saknar svolítið,
mér finnst að við hefðum getað gert meira,
við Íslendingar, á þessu blómaskeiði okkar.
Það ætti að liggja meira eftir okkur, stór
verk.“
- Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrv. forstjóri Kaup-
þings, fyrir rannsóknarnefnd Alþingis 2009.
„Og þegar að þessum ólgusjó linnir,
af því að auðvitað linnir öllum
slíkum fárviðrum fyrr eða síðar,
þá mun þessi banki standa vel
og þá geri ég ráð fyrir því að ríkið
muni losa sig við sinn eignarhlut
og þá geri ég ráð fyrir því að ríkið,
og þar með skattborgararnir munu
hagnast á öllu saman.“
- Davíð Oddsson í viðtali við
fréttastofu RÚV 29. september 2008.
„Teningunum er kastað“
- Davíð Oddsson, 30. september 2008,
(að sögn Jónínu S. Lárusdóttur í skýrslu
fyrir rannsóknarnefnd Alþingis).
„[...] hafna ég því eindregið að hafa sýnt vanrækslu vegna
þeirra atriða sem [...] annars vegar lúta að því að hafa ekki
tekið málefni bankanna til formlegrar umræðu innan ríkis-
stjórnar og hins vegar að því að hafa ekki með formlegum
hætti lagt mat á fjárhagslega áhættu íslenska ríkisins vegna
starfsemi fjármálafyrirtækja hér á landi. Hvorugt framan-
greindra atriða getur fallið undir starfsskyldur mínar [...]“
- Björgvin G. Sigurðsson, fyrrv. viðskiptaráðherra,
í bréfi til rannsóknarnefndar Alþingis 2010.
„Af öllu framansögðu er ljóst, að eftirlits-
skylda með bönkum og öðrum fjármálafyr-
irtækjum hvílir afdráttarlaust hjá Fjármála-
eftirlitinu en ekki Seðlabanka Íslands.“
- Davíð Oddsson, fyrrv. Seðlabankastjóri, í
bréfi til rannsóknarnefndar Alþingis 2010.
„[Þ]ú gerir yfirleitt ráð fyrir því að fólk sé svona sæmilega
heiðarlegt, sérstaklega fólk sem velst í svona stöður, er
að reka svona fyriræki, hefur starfsleyfi, þú átt í sjálfu sér
von á því að svona það sé í grunninn allavega heiðarlegt.“
- Jónas Fr. Jónsson, fyrrv. forstjóri FME,
fyrir rannsóknarnefnd Alþingis 2009.
„Okkar stærsta sök er að vera hluti af íslensku
samfélagi sem trúði þessu og var í ákveðnu
meðvitundarleysi.“
- Jón Kaldal, fyrrv. ritstjóri Fréttablaðsins, fyrir
rannsóknarnefnd Alþingis 2009.
„Menn [voru] farnir að velta því fyrir sér að al-
þjóðasamfélagið, [...] hefði verið búið að ákveða
það að við færum á hausinn. Hingað kom maður,
sem var [hagfræðingur hjá] BIS [...] mjög merki-
legur maður og hafði oft verið á undan öðrum
að sjá hluti. Hann borðaði hérna með okkur eitt
kvöldið í júlí [2008] [...]. Þá sagði hann: Það er
búið að ákveða að einn stór banki verður látinn
fara á hausinn, það verða Lehman-bræður, og
síðan eitt land, og það verðið þið. [...] Ég verð að
viðurkenna að þegar Lehmans-bræður fóru á
hausinn komu þessi ummæli upp í hugann.“
- Davíð Oddsson, fyrrv. seðlabankastjóri, fyrir
rannsóknarnefnd Alþingis 2009.
„[...] ef að það er þannig að þessir menn sem að skrifuðu upp á
reikninga bankanna hafi verið í algerri þoku um hvað væri hér að
gerast í íslenskum bankaheimi þar til í október 2008, að þá nátt-
úrulega voru þeir ekki að vinna vinnuna sína, það er svo einfalt [...].“
- Stefán Svavarsson, fyrrv. aðalendurskoðandi
Seðlabankans, fyrir rannsóknarnefnd Alþingis 2009.
„En vandinn var sá [...] hvað átti að gera? Hvaða
úrræði hafði ríkið? Ef við gefum okkur það að við
höfum vitað það þarna eða í ársbyrjun 2008 að
þetta myndi allt fara til andskotans, hvað áttum
við að gera? Það voru engin úrræði [...].“
- Indriði, afsakið Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráð-
herra, fyrir rannsóknarnefnd Alþingis 2009.
„Þetta er stærsta bankarán
Íslandssögunnar og augljóslega
hluti af stærri átökum sem hafa
ekki farið framhjá neinum.“
- Jón Ásgeir Jóhannesson,
30. september 2008.
„Ég meina, ég stóð allsber í búningsklefanum í World Class, var
að fara í gufubað á sunnudegi og var að halda mér sérstaklega
til því að ég var í fyrsta skipti á ævinni að fara til klæðskera. Og
leit á símann minn í fötunum áður en ég fór í gufuna og þá sá ég
bara að þar voru ógeðslega mörg símtöl og sms frá Einari Karli
sem var staddur í Glasgow og sagði að það væru allir að leita
að mér, það væri einhver krísa og ég yrði að hringja í Ingibjörgu
Sólrúnu þannig að ég klæddi mig og hringi í hana. Þá sagði hún
mér það að ég ætti að fara niður í Glitni og það væri krísa þar og
hún sagði mér hvað væri um að ræða, Glitnir væri að fara niður.
Hún sagði mér af tillögunni sem lægi fyrir, ég man ekki betur, 75
prósentunum, og ég sagði við hana: Bíddu, á ég að fara þarna?
Ég meina, [ég hef] hvorki áhuga né vit á þessu, ...“
- Össur Skarphéðinsson, fyrrv. iðnaðarráðherra,
fyrir rannsóknarnefnd Alþingis 2009.