Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Qupperneq 12
12 Helgarblað 25. ágúst 2017fréttir
Í
slenska kúakynið er skyldara
frönskum og breskum kúa-
kynjum en þeim norrænu.
Þetta sýna DNA-greiningar
sem gerðar hafa verið á kynbóta-
nautum sem notuð hafa verið hér
á landi. Þetta gengur gegn viðtek-
inni söguskoðun sem hefur verið
sú að íslenskt kúakyn sé að stofni
til norrænt, hafi komið hingað til
lands með landnámsmönnum
og hafi haldið sömu eiginleikum
í 1.100 ár.
Hægt að meta
kálfa við fæðingu
Landssamband kúabænda hefur
sett af stað verkefni sem miðar
að því að umbylta kynbótarækt
nautgripa hér á landi. Með DNA-
rannsóknum verður hægt að
ákvarða strax eftir að kálfar koma
í heiminn hvort þeir séu heppi-
legir til áframhaldandi ræktunar.
Safna á DNA-sýnum úr 7.500 ís-
lenskum kúm og taka erfðamengi
þeirra til skoðunar. Það verður
síðan samkeyrt við skýrslur sem
haldið hefur verið saman um
ýmsa kynbótaþætti kúnna, afurð-
ir, mjólkurlag, byggingu, skap-
gerð auk annars. Sömuleiðis á
að DNA-greina um 500 naut sem
hafa verið notuð til sæðingar hér
á landi á árabilinu 1990 til 2012.
Að þessu loknu er talið að næg
gögn verði til staðar til að nýta
DNA-prófanir á nýfæddum grip-
um til ákvörðunar í ræktunar-
starfi.
„Þetta gerir okkur kleift að
meta hversu góðir kynbótagripir
kálfarnir eru um leið og þeir fæð-
ast. Það er tekið DNA-sýni úr ný-
bornum kálfi og borið saman
við gagnsafnið. Með því er kyn-
bótagildi gripanna greint strax
og þannig er hægt að stytta
svokallað ættliðabil mjög mikið.
Með núverandi aðferðum þarf
að prófa gripina og það tekur
allt upp í sex ár. Hvert naut á
Nautastöðinni þarf að eignast
allt upp í 100 dætur og svo þarf
að meta kosti þeirra í mjöltum, í
byggingu, skapgerð og svo fram-
vegis. Þetta kostar mikið, það þarf
að ala upp gripi, naut og kýr, sem
svo reynast hugsanlega illa. Með
DNA-greiningum styttirðu þenn-
an tíma og eykur erfðaframfarir
stofnsins sem því nemur, styttir
tímann og minnkar kostnaðinn,“
segir Baldur Helgi Benjamínsson,
verk efnisstjóri Erfðamengisúr-
vals.
Ránsferðir víkinga
líklegasta skýringin
Þegar hafa 47 naut sem notuð
hafa verið til sæðingar hér á landi
verið DNA-greind og eins og segir
hér í upphafi kom niðurstaðan á
óvart. „Í ljós kom að skyldleiki ís-
lenska kúastofnsins er einkum
við franskar kýr frá Bretagne-
skaga og breska kúastofna. Eðli
málsins samkvæmt eru allir
kúastofnar fjarskyldir en þess-
ir stofnar standa næst þeim ís-
lenska. Það segir okkur að þegar
víkingarnir fóru ránshendi um
Bretlandseyjar og Evrópu þá tóku
þeir ekki bara með sér ambáttir
heim til heldur einnig búpening,
sem síðar endaði hér á landi,“
segir Baldur Helgi.
Ekki í samræmi við
fyrri rannsóknir
Þessar niðurstöður ganga gegn
hefðbundinni söguskoðun en
einnig gegn niðurstöðum fyrri
rannsókna. Árið 1962 voru gerð-
ar umfangsmiklar rannsóknir á
blóðflokkagerð íslenskra naut-
gripa og niðurstöður þeirra
bornar saman við nautgripakyn
í Noregi. Þar kom í ljós að blóð-
flokkagerð íslenskra kúa var mjög
svipuð og í gömlum kúakynjum
í Noregi. Á tíunda áratug síðustu
aldar voru einnig gerðar saman-
burðarrannsóknir á norrænum
kúakynjum undir forystu Stefáns
Aðalsteinssonar, sem þá var
framkvæmdastjóri Norræna
genabankans fyrir búfé. Þar kom
fram að sjö kúakyn á Norður-
löndum væru lík hverju öðru og
hefðu haldið sömu sérkennum
þótt þau hefðu verið aðgreind í
1.100 ár. Þar á meðal var íslenska
kúakynið og renndu niðurstöð-
urnar stoðum undir þá kenningu
að íslenska kúakynið væri komið
í beinan legg frá landnámskúa-
kyninu.
Niðurstöðurnar nú kollvarpa
þessari kenningu hins vegar.
Baldur Helgi segir að niðurstöð-
urnar hafi komið á óvart en þó ekki
algjörlega. „Þetta er vissulega ekki
eins og hefur verið talið til þessa.
Þetta kemur þó ekki fullkomlega á
óvart, við vitum að víkingarnir fóru
þarna um ránshendi og þetta hef-
ur fylgt með,“ segir Baldur Helgi og
bendir jafnframt á að frá landnámi
séu erfðalínur nautgripa orðnar
gríðarlega langar, í kringum 200
kynslóðir. Á þeim tíma hafi gengið
yfir landið ýmis áföll líkt og móðu-
harðindin sem höfðu bæði í för
með sér mannfelli og gripa. Því séu
líkur á að margt athyglisvert geti
komið í ljós þegar búið verður að
DNA-prófa allan þann fjölda sem
stefnt er að og greina þau gögn.
Mögulega samið við
Íslenska erfðagreiningu
Þá kom einnig í ljós við DNA-
greiningar á nautunum 47 að
þrátt fyrir að kúastofninn hér á
landi sé einsleitari en nokkur
annar kúastofn í landinu og eigi
að algjörum meginhluta einn
fornan uppruna, þá eru þess
dæmi að erfðaefni úr erlendum
kynjum hafi fundist í þeim. Nán-
ar tiltekið í tveimur nautum úr
Borgarfirði sem höfðu erfða-
efni danskra svartskjöldótta kúa-
kynsins og ameríska Jersey-kúa-
kynsins. Innflutningur á kúm
eða erfðaefni þeirra hefur í ára-
tugi lotið ströngum takmörkun-
um. „Hins vegar hafa á síðari tím-
um verið fluttir inn gripir, um
það eru heimildir að á nítjándu
öldinni hafi alltíður innflutn-
ingur gripa átt sér stað. Áhrifin
af þessum innflutningi eru hins
vegar mjög lítil og með tímanum
munu þau þurrkast alveg út, ef
það er ekki orðið nú þegar. Þessi
tvö naut sem um ræðir, sem voru
innblönduð að einhverju leyti,
reyndust vera mjög léleg. Dætur
þeirra týndu mjög fljótt tölunni
og spor þeirra í dag eru nánast
engin, en þetta eru gripir sem
voru uppi fyrir þrjátíu árum eða
svo. Þetta sýnir okkur hins vegar
að svona kynblöndun er mun
nær okkur í tíma en við héldum,“
segir Baldur Helgi. „Meginniður-
staðan er sú að stofninn er mjög
einsleitur að uppruna. Það eru 29
naut af þessum 47 sem eiga bara
einn uppruna. Ef þú tækir bara
einhvern annan kúastofn í ver-
öldinni er ólíklegt að þú fengir
þetta hátt hlutfall.“
Til umræðu er að semja við
Íslenska erfðagreiningu um
úrvinnslu gagnanna og hafa
forsvarsmenn fyrirtækisins tek-
ið vel í það. Þar sé þekking og að-
staða nú þegar til staðar. n
Íslenska
kýrin
er ekki
norræn
n Skyldust frönskum og breskum kúm n Gengur í berhögg við viðtekna söguskoðun
Freyr Rögnvaldsson
freyr@dv.is
„Við vitum að
víkingarnir
fóru þarna um
ránshendi og þetta
hefur fylgt með
Baldur Helgi Benjamínsson Verk efnisstjóri Erfðamengisúrvals.