Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Page 24
24 fólk - viðtal Helgarblað 25. ágúst 2017 M annskepnan hefur unun af því þegar hið ósenni­ lega gerist, þegar smá­ lið hafa betur gegn stór­ liðum í íþróttakeppnum eða þegar íþróttamenn stökkva fram, fullskapaðir úr loftinu og vinna glæsta sigra. Þessu efni hafa oft verið gerð skil í kvikmyndum, til að mynda kvikmyndinni um hnefaleikakappann Rocky Balboa sem Sylvester Stallone túlkaði svo eftirminnilega. Rocky, lítt þekktur áhugaboxari, fær þá óvænt tæki­ færi lífs síns til að takast á við heimsmeistarann Apollo Creed og vinnur móralskan sigur þó að heimsmeistaranum sé dæmdur sigurinn. Íþróttamaðurinn sem enginn þekkti rís til hæstu met­ orða og öðlast frægð og frama. Til eru ýmsar þjóðsögur um slíka sigra í íþróttaheiminum en sjaldnast er nú sagan alveg jafn klippt og skorin og af er látið. Þó eigum við Íslendingar nú íþrótta­ mann hvers saga er helst farin að líkjast Hollywood­kvikmynd. Tryggvi Snær Hlinason, 19 ára gamall sveitastrákur úr Bárðardal, sem hafði varla snert körfubolta fyrir þremur og hálfu ári er nú á leið með landsliðinu í lokakeppni Evrópumótsins í Finnlandi, er búinn að semja við Spánarmeist­ ara Valencia um að leika sem at­ vinnumaður með liðinu næstu ár og taldar eru verulegar líkur á að hann verði valin í NBA­nýliða­ valinu á næsta ári og verði þar með aðeins annar Íslendingurinn í sögunni til að spila í langsterku­ stu körfuknattleiksdeild í heimi. „Sagan mín er sérstök, það er líklega alveg rétt,“ segir bónda­ sonurinn úr Bárðardalnum, sem „fannst úti í hlöðu og fór í at­ vinnumennskuna“, í viðtali við DV. Svartárkot fallegasti staður landsins Tryggvi er alinn upp í Svartár­ koti í Bárðardal, fallegasta stað á landinu að hans sögn. Svartár­ kot er innsti bær í dalnum, í um 400 metra hæð yfir sjávarmáli, og langur vegur að fara í næsta þéttbýli. „Fjölskyldan mín býr þar með um 450 vetrarfóðraðar kindur en stundar alls konar aðra vinnu samhliða búskapnum. Fyrir utan þessi hefðbundnu sveitastörf rekur fjölskyldan mín gistiheimili í dalnum, Kiðagil, og svo tínist ýmislegt til, önnur ferðaþjónusta og þjónusta við rannsóknir til dæmis.“ Tryggvi segir að uppvöxturinn í Svartárkoti hafi verið ljúfur, það hafi verið forréttindi að alast upp í sveit. „Ég gekk auðvitað til allra verka með foreldrum mín­ um, í gegningar, heyskap, smala­ mennsku og svo framvegis, ég tók þátt í þessu öllu eins og flest börn til sveita gera nú. Ég er heimakær og stoltur af minni sveit, þar líður mér vel.“ Hafði aldrei æft íþróttir Tryggvi gekk í grunnskólann á Stóru­Tjörnum og þurfti að fara með skólabíl um klukkutíma leið til að komast þangað. Hann segist hafa verið orðinn mjög fær í að sofa báðar leið­ irnar. Tryggvi segir að hann búi að því að hafa unnið heima við og hreyft sig alla tíð í sveitastörfunum. Hann stundaði íþróttir í skólanum en ekki með skipulögðum hætti. „Ég æfði aldrei körfubolta þótt ég hafi kannski skotið eitt­ hvað smá á körfu í íþrótta­ tímum. Ég hafði því aldrei æft skipulega neina íþróttagrein þegar ég flutti til Akureyrar og hóf námið. Ég fylgdist ekki einu sinni neitt sérstaklega með körfu­ bolta, ég fylgdist með landsliðun­ um þegar verið var að sýna leiki í sjónvarpinu og helst handbolt­ anum.“ „Held ég sé hættur núna“ Tryggvi er 216 sentimetrar á hæð og hefur alla tíð verið stór. Spurð­ ur hvort það hafi verið erfitt að vera svona hávaxinn unglingur, og þá ekki síst varðandi það að fá föt sem pössuðu, gefur Tryggvi lítið fyrir það. Það hafi alltaf redd­ ast og núna á seinni árum sé orðið auðvelt að panta af netinu. Hann segist alltaf hafa verið há­ vaxinn og vaxið jafnt og þétt. „Ég var alltaf aðeins hærri en hin­ ir strákarnir en þeir hættu að vaxa og ég hélt áfram. Ég held nú samt að ég sé hættur núna,“ segir Tryggvi glottandi um alla sína 216 sentimetra. Kemur vel til greina að verða bóndi Tryggvi fór að loknum grunnskóla til náms við Verkmenntaskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan sem rafvirki auk stúdents prófs síðasta vor. Tryggvi segir að partur af ástæðunni fyrir því að hann valdi raf­ virkjann hafi ver­ ið að það nám myndi nýtast vel í sveitinni heima í Svart­ árkoti. „Það var partur af því, já. Pabbi er svona Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is „Ég horfði á þessa stráka þá og hugsaði með mér: Þetta ætla ég að gera, ég ætla á Evrópumótið. sem fannst úti í hlöðu n Sveitastrákurinn sem hafði aldrei snert körfubolta orðinn atvinnumaður n Talið líklegt að Tryggvi Snær verði valinn í NBA n Ætlaði að verða bóndi Stjarnan m y n d iR þ o R m a R v ig n iR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.