Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Page 30
LeikgLeðin í fyrirrúmi Afmælis- og styrktargolfmót Soroptimistasystra á Nesinu 40 ára afmælis- og styrktargolfmót Soroptimistasystra á Seltjarnarnesi fór fram fyrir stuttu á nesvellinum hjá nes- klúbbnum á Seltjarnarnesi. yfir 80 konur skemmtu sér á golfvellinum og var leikgleðin í fyrirrúmi, en þetta var sjötta styrktargolfmótið sem þær halda. Golfmótið er ein aðalfjár­öflunarleið Soroptimista­systra ásamt happdrætti á skemmtikvöldi í nóvember með þeim vinningum sem ekki ganga út í golfmótinu en Soropt­ imistasystur hafa notið góðvildar fjölmargra fyrirtækja sem styrkja klúbbinn í góðgerðastarfinu,“ segir Sjöfn Þórðardóttir, formaður Sor­ optimistaklúbbsins, sem einnig var mótsstjóri golfmótins. Mótið fór fram í sól og blíðu þar sem konur spiluðu golf með bros á vör. Mótið var fullbókað og vel það þar sem bæta þurfti við hollum til að koma öllum að enda ávallt biðlisti eftir að komast að. Hefð er fyrir því að bjóða keppendum upp á hressingu þar sem 5. og 9. teigur á nesinu mætast í gómsætt heimabakað góðgæti, drykki og skálað er í freyðivíni sem ávallt vekur jafn mikla lukku. „Allar konur ljúka leik á sama tíma svo það myndast góð og skemmtileg stemning að móti loknu þegar allar koma inn eftir spilið, hressar og glaðar eft­ ir skemmtilega útiveru,“ segir Sjöfn. Boðið var upp á Prosecco í fordrykk í boði Vífilfells við golf­ skálann. Að því loknu var haldið inn í skálann, þar sem kvöldverður var snæddur meðan á verðlaunaaf­ hendingu stóð. „Hingað til hefur engin kona farið heim án verðlauna á mótinu sem skemmir ekki stemninguna, en dregið var úr öllum skorkort­ um þátttakenda að verðlaunaaf­ hendingu lokinni. Einnig voru dregin úr skorkortum sérstök afmælisverðlaun sem voru meðal annars Útsýnisflug með Norður­ flugi,“ segir Sjöfn. Golfkonur skemmtu sér vel á mótinu. Margrét Nielsen og Málfríður Pálsdóttir. Tvær góðar saman Sjöfn Þórðardóttir, formaður klúbbsins og mótsstjóri golfmótsins, til hægri, ásamt Ragnhildi Gottskálksdóttur. Golfkonur skemmtu sér vel á mótinu. glaTT á hjalla Gullveig Sæmundsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Nýs Lífs, í miðjunni ásamt góðum vinkonum. Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, Áslaug Dóra E yjólfsdóttir, Eva María Jónsdóttir og Margr ét Arna Hlöðversdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.