Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Page 41

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Page 41
maður passar til dæmis betur í flugvélasæti.“ Oddur segir flesta vita hvað þurfi að gera, það kunni flestir að borða hollt, viti hvað má borða og hvað ekki og að maður þurfi að hreyfa sig. Hann segir best að byrja og setja sér markmið og ekki hætta fyrr en búið er að ná mark- miðinu. „Ég byrjaði á að breyta mataræðinu, sleppti nammi, gosi og snakki, minnkaði brauðið og borðaði kjöt, fisk, kjúkling og grænmeti og léttist heilmikið strax, það fóru um 20 kíló fyrstu tvo mánuðina. Svo hugsaði ég að ég gæti bætt við, byrjaði rólega í ræktinni og fékk mér forrit í símann, sem ég fór eftir og þetta er þannig að þegar maður fer í ræktina þá þarf maður að bíta á jaxlinn, svo kemst þetta upp í vana.“ Oddur líkir því að tileinka sér nýjan lífsstíl og mæta í ræktina við að byrja í nýrri vinnu; maður kunni ekki allt fyrsta daginn, svo eftir þrjá mánuði þá er maður farinn að kunna þetta. „Eins og í álverinu þá byrjar maður á að lesa handbækur og eltir einhvern um. Maður þarf svolítið að hugsa rækt- ina eins og gefa sjálfum sér séns á að læra hlutina. Það eru til ræktar- og næringarupplýsingar fyrir fólk á hvaða stigi sem það er. Sumir vilja taka þetta á hörkunni, en það er hægt að byrja á einhverju léttu og auka svo við, eins og ég gerði. Ég var 155 kíló þegar ég byrjaði og er í dag 105 kíló. Þyngstur hef ég samt verið 170 kíló, þannig að ég var bara grannur þegar ég byrjaði í fyrra. Mig langar að kom- ast í toppform og geta borðað það sem ég vil. Ég gefst ekki upp þótt ég detti í eitthvað óhollt af og til í dag. Ég held að 90 kíló séu hæfileg þyngd og ég verð líklega kominn þangað fyrir jól.“ Oddur hreyfir sig eitthvað alla daga, hvort sem það er hálftíma göngutúr eða ræktin, hann reynir að fara í ræktina 4–5 sinnum í viku og stefnir á að fara þrisvar í viku þegar markmiðinu er náð. Síðan hefur hann bætt við flóknari æfingum og bætt mataræðið. „Ég finn að ég þarf að eyða orku alla daga og eins og núna í skólanum, þá verð ég örlítið eirðarlaus við að sitja lengi og finn fyrir þörf til að hreyfa mig. Núna er ég að missa eitt kíló á viku og það telst heilbrigt, og ég hef ekkert þurft að gera neitt „extreme“ til þess,“ segir Oddur léttari á líkama og sál og uppfullur af orku og nýjum hugmyndum um lífið og listina. Doktor Manhattan Oddur við eitt verk sitt, Doktor Manhattan, en það seldist á sýningunni á Akureyri. Myndin er tekin við Jarðböðin við Mývatn. VerðanDi útilistaVerk? Oddur vonar að tillaga um útilistaverk við sundlaugina á Eskifirði verði samþykkt. Fyrir og eFtir Það stórsér á Oddi, en hann hefur misst 50 kíló á 10 mánuðum me ð breytt- um lífsstíl. yFirlitssýning á akureyri Oddur fyrir utan Amaróhúsið á Akureyri þar sem skoða má úrval listaverka hans síðustu þrjú ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.