Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Qupperneq 46
Hlaðborð veitinga á Lindarbraut Hvetja maraþonhlaupara til dáða Sú hefð hefur skapast við Lindarbrautina á Seltjarnarnesi að íbúar götunnar skreyta hús sín og garða fyrir Reykja- víkurmaraþonið og efna til morgunverðarhlaðborðs til að hvetja maraþonhlauparana til dáða. Það eru meira en tíu ár síðan nokkrir nágrannar tóku sig saman í að skreyta kvöldið fyrir hlaup og bjóða gestum og gangandi í morgunverðarhlaðborð og meðal þeirra eru hjónin Sjöfn Þórðardóttir og Lárus B. Lárusson og Magnea Ólöf Guðjónsdóttir og Halldór Kjartansson Björnsson sem bjuggu hlið við hlið í götunni. Þegar Magnea og Halldór fluttu yfir í aðra götu á Nesinu voru Sjöfn og Lárus svo heppin að systir Sjafnar, Þorbjörg, flutti í götuna og þessari skemmtilegu hefð var haldið við og vel það. „Magnea og Halldór fluttu síðar aftur á Lindarbrautina og fögnuðu því að geta haldið áfram að hvetja þessar hetjur til dáða,“ segir Sjöfn Þórðardóttir. Síðastliðin ár hefur þessi hefð vaxið og dafnað og á miðri Lindarbrautinni er Dýri ávallt með hljómsveit og tekur á móti sveittum maraþonhlaupurunum með ljúfum tónum. „Það er náttúrlega langskemmti- legast að búa við Lindarbrautina þegar Reykjavíkurmaraþonið er annars vegar. Hefðin er að bjóða vinum og vandamönnum að koma í hvatningar- og klappliðið og stemningin er ólýsanleg,“ segir Sjöfn. „Það er ómetanlegt að sjá allt þetta fólk, sem allt er að stefna að sama markmiðinu, að styrkja góð málefni og láta gott af sér leiða. Því er svo gaman að hvetja það til dáða og bjóða því upp á eðalveitingar fyrir þeirra framlag.“ Hlaðborð af veitingum Og þvílíkar kræsingar sem lagðar eru á borð fyrir gestina, bakaðar eru bollakökur og þær skreyttar í tilefni dagsins, boðið er upp á ferska ávexti, osta, hráskinkur, pylsur, pönnukökur, brauð og pestó, kornflexgotterí og margt, margt fleira, svo fátt sé nefnt. Bolla- kökurnar eru allra vinsælastar hjá hlaupurunum, en í þetta skiptið voru bökuð um 300 stykki. Melón- urnar eru afar vinsælar og sérstak- lega vinsæll munnbiti hjá þyrstum maraþonhlaupurunum. Umfram allt er boðið upp á ískalt Prosecco, vatn, ávaxtasafa eða léttan bjór. „Erlendu gestirnir eru sér- staklega hrifnir og eru agndofa af hrifningu þegar þeir sjá hlaðborðið og taka fjöldann allan af myndum,“ segir Sjöfn. Í ár skelltu systurnar Sjöfn og Þorbjörg sér í PIPPU, fengu sér þar blöðrur, veifur og annað skemmti- legt til að skreyta pallinn og götu- myndina fyrir hlaupið. „Það er líka frábært að vera í hvatningar- og klappliðinu og hvetja þessar hetjur áfram til dáða og gleðja þær fyrir þeirra flotta framtak.“ Hlaupið framHjá Hlaðborði Sumir létu sér nægja að horfa girndaraug- um á hlaðborðið. boss-gengið Pétur Ívarsson og Boss-gengi hans hlaupa framhjá, klædd jakkafötum, skyrtu og bindi. Þeir hlupu heilt maraþon til styrktar Einstökum börnum. Til sTyrkTar sunnu Sunna Valdís Sigurðardóttir, ættingjar og vinir, kláruðu 10 kílómetra til styrktar AHC samtökunum. Sunna er eini Íslendingurinn sem greinst hefur með AHC, Alternating Hem ip leg ia of Child hood, sem er sjald gæf ur tauga sjúk dóm ur. Vinir gunnars karls Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og Gunnar Karl voru á hraðferð og rosalega ánægðir með hvatningarliðið. Söfnuðu þeir áheitum fyrir Reykjadal, en þar eru starfræktar sum- arbúðir fyrir börn sem glíma við alls kyns fötlun. Þeir voru hluti af fjögurra manna hóp sem nefnist „Vinir Gunnars Karls.“ fjórar Hressar konur á nesinu Dóra Guðmundsdóttir, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Eva Ingimarsdóttir og Sjöfn Þórðardóttir voru í sólskinsskapi. HæsTánægð með Hlaðborð Hjónin Þröstur Þór og Kristín Björk voru alsæl með klappliðið. nælir sér í VeiTingar Söngvarinn Valdimar safnaði fyrir Blár apríl - styrktarfé- lag barna með einhverfu. raðað á Hlaðborðið Lárus B. Lárusson, Magnea Guðjónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir og Þorbjörg Pétursdóttir raða á borðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.