Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Side 50
26 fólk - viðtal Helgarblað 25. ágúst 2017 skoðaði líka lið í Evrópu. Þegar síðan áhuginn kom svona sterkur frá Valencia þá eiginlega var það alveg borðleggjandi.“ „Mig langaði að vinna þetta helvítis mót“ Í júlí síðastliðnum tók Tryggvi ásamt liðsfélögum sínum í undir 20 ára landsliðinu þátt í Evrópu- keppninni í körfubolta. Það var öllum sem á horfðu ljóst að Tryggvi ætlaði sér að ná langt í mótinu og var mjög ákveðinn. Það enda fór svo, liðið komst í átta liða úrslit en tapaði þar fyrir ógnarsterku liði Ísraels, sem síðan fór alla leið í úrslitin. Tryggvi átti gríðarlega gott mót og var valinn í fimm manna úrvalslið mótsins að því loknu. Hann vakti mikla athygli á mótinu en njósnarar fjöl- margra liða úr bandaríska NBA- boltanum voru meðal þeirra sem fylgdust með mótinu. Nú rétt á dögunum birti ein virtasta spásíð- an á netinu, DraftExpress, þá spá sína að Tryggvi verði valinn í ný- liðavali NBA á næsta ári, hann er þar settur í 49. sæti. „Ef það gerist, þá fer ég auðvitað,“ segir Tryggvi en samningur hans við Valencia er til fjögurra ára. „Ég held samt að lykillinn að þessu sé að fara út til Valencia og taka í það minnsta eitt ár þar, það er byrjunin. En mark- miðið er auðvitað að komast í NBA-boltann.“ En aftur að Evrópukeppni U-20 liða í júlí síðastliðnum. Þrátt fyrir að Ísland hafi náð sínum besta árangri frá upphafi í mótinu og þrátt fyrir velgengni Tryggva er augljóst að hann er ekki alveg sáttur. Spurður hvort hann hafi ætlað sér að fara lengra játar hann því. „Ég ætlaði að ná lengra, mig langaði að vinna þetta helvítis mót. Alla vega að komast í verð- launasæti. Við lentum hins vegar á móti mjög sterku liði Ísraela og við náðum bara því miður ekki að klára þá og leikirnir eftir hann báru ansi mikinn keim af þeim vonbrigðum.“ Þarf að bæta sig í öllu Tryggvi samdi, sem fyrr segir, við Spánarmeistara Valencia skömmu eftir að Evrópumótinu lauk. Hann segist setja sér raunsæ markmið, hann viti að hann sé ekki að fara að ganga inn í liðið. Raunar mun Tryggvi fyrsta kastið leika með b- liði Valencia í þriðju efstu deild. Hann mun hins vegar æfa með aðalliðinu einnig. „Markmiðið er að brjóta sér leið inn í það lið sem fyrst. Planið er að æfa mikið og standa mig og þá kemur allt hitt, trúi ég.“ Spurður hvað hann þurfi að bæta í sínum leik svarar Tryggvi einfaldlega: „Allt. Ég þarf að auka snerpuna og hraðann, leikskiln- inginn, já, í raun á öllum sviðum. Ég er auðvitað hávaxinn, eins og komið hefur fram, og ég hef bætt mig mikið en það er margt eftir enn.“ Það verða mikil viðbrigði fyrir Tryggva að flytja út til stórborgar í landi þar sem hann talar ekki tungumálið og umhverfið er allt annað. Sem betur fer fyrir sveita- strákinn úr Bárðardalnum hefur hann stuðning, félagi hans mun flytja út með honum. Sá er þó ekki að fara út til að spila körfubolta heldur ætlar hann bara að læra spænsku og láta framhaldið ráð- ast. Það er auðséð að Tryggvi er feginn því að hafa andlegan og fé- lagslegan stuðning á bak við sig. „Ég held að það verði mér mjög mikilvægt að hafa einhvern með mér þarna út, sem í versta falli er hægt að fara og gráta í þegar illa gengur en gleðjast með þegar vel gengur. Það væri leiðinlegra að koma heim í tóma íbúð alla daga.“ Ber enga virðingu fyrir neinum inni á vellinum Tryggvi er á leiðinni út til Finnlands með A-landsliðinu á Evrópumótið núna í byrjun september og mikil spenna framundan. Hann segir að þegar hann byrjaði að æfa körfubolta hafi hann fljótt sett sér háleit markmið. Árið 2015 tók ís- lenska landsliðið þátt í lokakeppni Evrópumótsins í fyrsta skipti. Þá hafði Tryggvi æft körfubolta í rúm- lega eitt og hálft ár. „Ég horfði á þessa stráka þá og hugsaði með mér: Þetta ætla ég að gera, ég ætla á Evrópumótið.“ Tryggvi vann að því mark- miði leynt og ljóst og var fyrst valinn í landsliðið árið eftir, 2016. Hann var síðan valinn áfram og tók þátt í undankeppninni fyrir Evrópumótið en Ísland tryggði sig inn á það með glæsibrag í september í fyrra, með sigri á Belgum. Hvað ætlarðu að gera á mótinu núna? „Bara allt sem ég get. Við ætlum að koma þarna inn með stæl og fyrsta markmiðið er auðvitað að komast upp úr riðl- inum. Svo eru alls konar minni markmið sem ég er að setja mér. Ég er að fara að takast á við mjög stóra leikmenn, nánast í fyrsta skipti, og ég ætla mér að hafa betur. Þetta eru stór nöfn í körfu- boltaheiminum, menn sem ég ber virðingu fyrir en ég er ekki hrædd- ur við að takast á við neinn þeirra. Inni á vellinum kemur ekkert ann- að til greina en að gefa sig allan í leikinn og þá ber ég enga virðingu fyrir neinum. Það mun ekkert lið vaða yfir okkur, við ætlum að gefa okkur alla í þetta og ná árangri.“ Smalamennska gæti stöðvað foreldra Tímasetning Evrópumótsins er afleit fyrir ættingja Tryggva hvað varðar að þeir geti komist út til að fylgjast með en sauðfjárbænd- urnir foreldrar hans verða á fullu í haustverkum, smalamennsku og fjárragi. „Þetta er afleitur tími. Þau eru búin veltast yfir þessu heillengi og eru í algjöru basli með að velja. Ég veit ekki hvort þau komast og ég skil það fullkomlega ef þau geta það ekki. Aðra helgina í mótinu, 9. til 10. september, eru fyrstu göngur í Svarfaðardal það- an sem pabbi er ættaður og hefur smalað í áratugi. Það er það eina sem hann missir aldrei af og hann er í tómum vandræðum karlinn, skiljanlega.“ Löng bið eftir réttu númeri Tryggvi hefur spilað í treyju númer 15 með Þór en það númer er upp- tekið hjá landsliðinu þar sem Pavel Ermolinskij spilar í þeirra treyju. Tryggvi segir að hann stefni að því að fá númerið með tíð og tíma en það gæti orðið löng bið því liðsfé- lagi hans, Martin Hermannsson, er næstur í röðinni á undan. „Ég held að Martin sé ekkert að fara neitt strax,“ segir Tryggvi hlæjandi en Martin er aðeins tveimur árum eldri en Tryggvi og einn okkar al- bestu körfuknattleiksmanna. Því spilar Tryggvi í treyju númer 34 og segir að það sé virðingarvottur við Pétur Guðmundsson, eina Ís- lendinginn sem hefur spilað í NBA-körfuboltanum. Er ekkert að stressa sig Saga Tryggva er sannarlega ævin- týraleg, strákurinn sem var „fund- inn úti í hlöðu og fór í atvinnu- mennsku í körfubolta“ eins og hann orðar það sjálfur glottandi. Tryggvi segir að margir hafi grín- ast með að það þurfi að mynda eða skrifa söguna. „Ég held að það sé í vinnslu háskólaverkefni þar sem fjallað er um mig og svo stendur hugsanlega til að búa til einhverja litla mynd, skilst mér. Ég segi bara já já við þessu en hugsa lítið um það. Ég einbeiti mér bara að því sem ég er að gera. Ég er ekk- ert að stressa mig á hlutunum, ef einhver er að rífa sig eitthvað úti í bæ er mér alveg sama um það. Ég held bara áfram með mitt og sanna mig með því.“ n „Ég ætlaði ná lengra, mig langaði að vinna þetta helvítis mót. Evrópumótið hefst á fimmtudaginn Í annað skiptið í röð leikur íslenska liðið í lokakeppni Ísland leikur fimm leiki í A-riðli Evrópumótsins í körfuknattleik sem hefst 31. ágúst. Þetta er í annað skiptið í röð sem íslenska liðið kemst í lokakeppni Evrópumótsins. Enn eru til miðar á leikina og hægt að nálgast upplýsingar þar að lútandi hjá Körfuknattleikssambandi Íslands. Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt sýnir RÚV alla leiki Íslands en þeir eru sem hér segir: 31. ágúst kl. 19.30 Ísland - Grikkland 2. september kl. 16.45 Pólland - Ísland 3. september kl. 16.45 Frakkland - Ísland 5. september kl. 16.45 Ísland - Slóvenía 6. september kl. 23.45 Finnland - Ísland

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.