Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Page 55

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Page 55
KYNNING Vínylparkett verður sífellt vinsælla Harðviðarval, KróKHálsi 4, reyKjavíK Vegna tækniþróunar síðustu ára og með samstarfi við fram- leiðendur sem eru fremstir á sínu sviði getur verslunin Harðviðarval boðið upp á vínylparkett og vínylflísar sem líkir eftir bestu verkum náttúrunnar. Mikill vöxtur hefur verið í sölu á þessari tegund gólfefna síðastliðin ár, þar sem mörg af helstu hótel- um landsins og ýmis önnur fyrirtæki hafa séð kosti þess umfram önnur gólfefni. Þeir kostir sem heilla við þetta frábæra gólfefni eru mikið högg- og slitþol auk þess sem það dempar fótatak. einnig er efnið mjög vatns- helt þannig að það má setja á baðherbergi, forstofu og eldhús án þess að hafa telj- andi áhyggjur. sem dæmi um staði sem hafa lagt hjá sér vínylefni frá Harðviðarvali eru Würth í Norðlingaholti, joe and the juice, laugavegi og lág- múla, skuggi hótel, íslands- banki Norðurturn, Domino's á selfossi, Tokyo sushi í Glæsibæ og svo mætti lengi telja. Gífurleg reynsla er því komin á vínylparkett og vínyl flísar á svæðum þar sem þarf að vanda valið og velja öflugt og endingargott gólfefni vegna mikils ágangs. Þetta frábæra gólfefni er samt ekki bara hentug lausn fyrir fyrirtæki í almanna- rými heldur nýta sífellt fleiri það á heimilum sínum. sala vegna íbúðarhúsnæðis hefur aukist mjög mikið. sá misskilningur er nokkuð útbreiddur að vínylefni séu nýjung á markaðnum sem verið sé að prófa sig áfram með en staðreyndin er sú að komin er góð reynsla á þetta efni, bæði hér og í öðrum löndum. „við erum með eitthvert mesta úrval landsins af hágæða vínylparketti og vínylflísum. við höfum valið að versla við framleiðendur sem framleiða öll sín efni í evrópu, í fullkomnum verk- smiðjum þar sem gerðar eru miklar gæðakröfur. Framleiðendur sem við kaupum af eru Quick-step í Belgíu, sem er þekktur fyrir sitt hágæða harðparkett, DlW frá Þýskalandi og Ger- flor frá Frakklandi. Úrvalið er mikið og bjóðum við upp á yfir 20 tegundir á lager og aðra 85 liti til sýnis í sýn- ingarsal okkar að Krókhálsi 4. við hvetjum fólk til að skoða þetta framúrskarandi gólfefni og eru sölusér- fræðingar okkar meira en tilbúnir að gefa góð ráð um val á efni og fleira. Harðvið- arval hefur, allt frá stofnun árið 1978, sérhæft sig í þjónustu við arkitekta, fyrir- tæki og stofnanir með sölu á línóleum-dúkum, tepp- um, teppaflísum, parketti og hurðum ásamt gólf- og veggflísum,“ segir einar andri einarsson rekstrar- stjóri hjá Harðviðarvali. Fyrirtækið er til húsa að Krókhálsi 4, Reykjavík. Sími er 567-1010. Opið er virka daga frá kl. 9–18 og laugardaga 11–15. Sjá nánar vefsíðuna www.parket.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.