Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2017, Side 68
44 menning - SJÓNVARP
Sjónvarpsdagskrá
RÚV Stöð 2 Sjónvarp Símans
Helgarblað 25. ágúst 2017
Sunnudagur 27. ágúst
07.00 KrakkaRÚV
07.01 Kioka (76:78)
07.08 Nellý og Nóra (39:52)
(Nelly & Nora)
07.15 Sara og önd (25:40)
(Sarah & Duck, II)
07.22 Klingjur (11:52)
07.34 Hæ Sámur (17:28)
07.41 Begga og Fress
07.53 Póló (21:52) (Polo)
07.59 Kúlugúbbarnir (6:20)
08.22 Úmísúmí (10:20)
08.45 Babar (8:8)
09.08 Söguhúsið (14:26)
09.15 Mói (20:26)
09.26 Millý spyr (8:78)
09.33 Letibjörn og læm-
ingjarnir (21:26)
09.40 Drekar (7:20)
10.03 Undraveröld Gúnda
10.15 Walt Disney (2:4
(Walt Disney)
11.15 Leitin að hinum
fullkomna líkama
12.00 Veröldin okkar:
Fjölskylduherdeildin
í Kína
12.25 Af síldinni öll erum
orðin rík
13.15 Saga af strák
13.35 Lónbúinn
14.20 Tískuvitar
15.35 Í fullorðinna manna
tölu (2:3)
16.25 Alheimurinn (1:13)
17.10 Landakort
17.15 Mótókross (4:4)
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Stundin okkar (4:8)
18.25 Sætt og gott (4:4)
19.00 Fréttir
19.25 Íþróttir
19.35 Veður
19.45 Sögustaðir með
Einari Kárasyni (1:4)
20.20 Poldark (2:9)
21.25 Christopher Jefferies
missir æruna (1:2)
(Lost Honour Of
Christopher Jeffries)
Tveir þættir byggðir
á sögu Christophers
Jefferies, fyrrverandi
kennara, sem var
grunaður um að
hafa myrt leigjanda
sinn, Joönnu Yeates
í Bretlandi árið 2010.
Jefferies var úthrópað-
ur í fjölmiðlum ekki síst
vegna þess að hann
þótti sérkennilegur í
fasi. Atriði í þáttunum
eru ekki við hæfi ungra
barna.
22.30 Löður daganna (L'
Ecume Des Jours)
Frönsk kvikmynd úr
smiðju Michels Gondry
um milljarðamær-
inginn Colin sem
freistar þess að finna
lækningu fyrir kærustu
sína sem haldin er
óvenjulegum sjúkdómi.
Leikarar: Audrey
Tatou, Romain Duris
og Gad Elmaleh. Atriði
í myndinni eru ekki við
hæfi ungra barna.
00.35 Útvarpsfréttir í
dagskrárlok
07:00 Strumparnir
07:25 Waybuloo
07:45 Grettir
08:00 Ævintýraferðin
08:10 Kormákur
08:20 Blíða og Blær
08:45 Pingu
08:50 Tommi og Jenni
09:15 Kalli kanína
09:35 Lína langsokkur
09:55 Lukku láki
10:20 Ninja-skjaldbökurnar
10:45 Friends (16:24)
12:00 Nágrannar
13:45 Masterchef USA (6:21)
14:30 Bright Lights: Starr-
ing Debbie Reynolds
and Carrie Fisher
16:00 Hið blómlega bú (3:10)
16:35 Út um víðan völl (4:6)
17:10 Feðgar á ferð (9:10)
17:40 60 Minutes (46:52)
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:55 Sportpakkinn
19:10 World of Dance (6:10)
19:55 World of Dance (7:10)
20:45 Little Boy Blue (4:4)
Bresk þáttaröð í fjórum
hlutum sem fjallar um
11 ára gamlan strák
sem var skotinn til
bana á leið heim af fót-
boltaæfingu og farið er
yfir rannsókn málsins.
Þættirnir eru byggðir á
sönnum atburðum og
voru unnir í samvinnu
við hina raunverulegu
foreldra. 4:4
21:35 Gasmamman (10:10)
22:20 60 Minutes (47:52)
Vandaður þáttur í
virtustu og vinsælustu
fréttaskýringaþátta-
röð í heimi þar sem
reyndustu frétta-
skýrendur Banda-
ríkjanna fjalla um
mikilvægustu málefni
líðandi stundar og
taka einstök viðtöl við
heimsþekkt fólk.
23:05 Vice (22:29) Ferskur
fréttaþáttur frá HBO
þar sem rýnt er ofan
í kjölinn á ýmsum
hitamálum um víða
veröld.
23:40 Modern Family (16:22)
00:10 Suits (6:16) Sjöunda
þáttaröðin um lífið
á lögfræðistofunni
Pearson Specter Litt í
New York. Ólíkir starfs-
menn hennar eru öllum
lögfræðihnútum kunnir
og eru þaulreyndir
þegar kemur að lausn
erfiðra mála, innan
veggja stofunnar jafnt
sem utan hennar.
01:00 Game of Thrones (7:7)
02:00 The Sandham
Murders (1:3)
02:50 Meet Joe Black
05:45 Person of Interest
06:00 Síminn + Spotify
08:00 Everybody Loves
Raymond (11:24)
08:20 King of Queens
08:45 King of Queens
09:05 How I Met Your
Mother (12:20)
09:30 How I Met Your
Mother (13:20)
09:50 The McCarthys
10:15 Speechless (14:23)
10:35 The Office (18:27)
11:00 The Voice USA
11:45 Survivor (12:15)
12:30 Katherine Mills:
Mind Games (4:4)
13:25 Playing House (1:8)
13:50 Million Dollar Listing
14:35 No Tomorrow (4:13)
15:20 Rules of
Engagement (23:24)
15:45 The Odd Couple
16:10 King of Queens
16:35 Man With a Plan
17:00 How I Met Your
Mother (16:20)
17:35 Liar Liar
19:05 Friends with
Benefits (12:13)
19:30 This is Us (13:18)
20:15 Doubt (5:13)
Lögmannadrama af
bestu gerð. Lögmaður
felur fyrir umbjóðanda
sínum, heillandi skurð-
lækni, sem er sakaður
um hrillilegt morð á
kærustu sinni fyrir 24
árum.
21:00 Law & Order: Special
Victims Unit (9:22)
Bandarísk saka-
málasería þar sem
fylgst er með sérsveit
lögreglunnar í New
York sem rannsakar
kynferðisglæpi.
21:45 Elementary (3:22)
Sherlock Holmes og
Dr. Watson leysa flókin
sakamál í New York
borg nútímans.
22:30 House of Lies (6:10)
Marty Khan og félagar
snúa aftur í þessum
vinsælu þáttum sem
hinir raunverulegu há-
karlar viðskiptalífsins.
23:00 Damien (7:10)
23:45 Queen of the South
00:30 The Walking Dead
01:15 The Good Fight (1:10)
02:00 Taken (3:10)
02:45 Happyish (1:10) Bráð-
skemmtileg þáttarð
um hjón á besta aldri
sem eiga erfitt með að
finna hamingjuna.
03:15 Law & Order: Special
Victims Unit (9:22)
04:00 Elementary (3:22)
04:45 House of Lies (6:10)
05:15 Damien (7:10)
Töfraveröld Disneys
RÚV sýnir eftirminnilegan heimildamyndaflokk
H
eimildamyndaflokkurinn
sem RÚV sýnir á mánu-
dagskvöldum um Walt Dis-
ney er mikil og eftirminni-
leg skemmtun. Maður hverfur aftur
til bernskunnar þegar maður skalf
af hræðslu vegna vondu stjúp-
unnar sem eitraði fyrir Mjallhvít.
Dauði móður Bamba var svo enn
meira áfall. Harmleikur sem mað-
ur gleymir ekki. Svo var hann Gosi
okkar sem vildi verða lifandi dreng-
ur og Tumi engispretta sem minnti
okkur stöðugt á að láta samvisk-
una vera leiðsögumann í lífi okkar.
Hvílíkur heimur! Hver sá sem hrífst
ekki af gömlu Disney-teiknimynd-
unum hefur glatað barninu í sér.
Það er tap sem ekki verður unnið
upp.
Það er búið að sýna tvær myndir
af þeim fjórum sem eru í þess-
um heimildamyndaflokki og það
er nóg eftir. Ég móðgaðist dálítið
við sýningu síðasta þáttar vegna
nöldurs einhverra sjálfskipaðra
menningarvita um Fantasíu. Sú
mynd er mikil upplifun fyrir börn
og ég hef ekki þolinmæði til að
hlusta á yfirlætisfullt tal um að hún
sé hálfmisheppnuð. Þannig að ég
andvarpaði nokkuð í þessum hluta
myndarinnar. Fantasía var mikil
upplifun í gamla daga og er enn
yndisleg.
Disney sjálfur birtist þarna með
sína kosti og galla. Hann gleymdi
því sem ríkir menn eiga alltaf að
muna, sem er að nota auð sinn til að
gera öðrum lífið auðveldara. Vissu-
lega voru menn í vinnu hjá Disney
sem voru á góðum launum og fengu
sérmeðferð, en þeir sem fengust þar
við það sem töldust fremur venjuleg
störf voru illa launaðir. Ég vona að í
þeim tveimur þáttum sem eru eftir
komi í ljós að Disney hafi áttað sig.
Það er aumkunarvert þegar ríkt fólk
einangrast með auði sínum og læt-
ur sig engu skipta hvernig fólkinu í
kringum það líður.
En höldum áfram að horfa
á Disney og gleðjast yfir töfra-
veröldinni sem hann skapaði.
Það er fátt sem jafnast á við hana.
Í næstu þáttum hljótum við að sjá
Öskubusku og Pétur Pan og hina
hrollvekjandi Cruellu de Vil. Það
verður gaman! n
„hver sá sem hrífst
ekki af gömlu Dis-
ney-teiknimyndunum
hefur glatað barninu í sér.
Walt Disney
Skapaði drauma-
veröld en var
samt ekki alltaf
draumayfirmaður.
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Við tækið
Á
sunnudag sýnir BBC heim-
ildamynd um Díönu
prinsessu þar sem synir
hennar ræða um hana.
Þegar hafa verið sýnd brot úr
þættinum, þar á meðal eitt þar sem
Harry Bretaprins gagnrýnir harð-
lega þá ljósmyndara sem hundeltu
Díönu í París og tóku síðan myndir
af henni deyjandi í bíl. Hann segir
afar sárt að vita af því að þetta hafi
raunverulega gerst. Í þættinum er
einnig talað við bandaríska konu
sem varð vitni að því þegar ljós-
myndarar þyrptust að til að mynda
Díönu í bílflakinu.
Tuttugu ár eru síðan Díana
prinsessa lést. Á þessu ári hafa
verið gerðar á þriðja tug heim-
ildamynda um hana. Áhuginn á
prinsessu fólksins er gríðarlegur
og ljóst er að hún er enn mjög ást-
sæl. Vinsældir Karls Breta prins
hafa hins vegar dalað mjög, enda
hafa komið fram enn fleiri upp-
lýsingar en áður um áberandi
kaldlyndi hans í garð eiginkonu
sinnar strax eftir að þau gengu í
hjónaband. Meirihluti Breta vill
að Vilhjálmur erfi krúnuna í stað
Karls. Elísabet Englandsdrottning
mun ekki hafa neinar áætlanir
um að afsala sér krúnunni heldur
vill sitja sem fastast en hún er níu-
tíu og eins árs. n
kolbrun@dv.is
Harry
prins
gagnrýnir
ljósmyndara
Kökulist | Firði Hafnarfirði og Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 í Reykjanesbæ
Súrdeigsbrauðin
okkar eru alvöru
u Heilkorna
u 100% spelt
u Sykurlaus
u Gerlaus
u Olíulaus