Fréttablaðið - 23.10.2017, Síða 35

Fréttablaðið - 23.10.2017, Síða 35
Blæðandi sár í Bítlaborginni Liverpool-liðin tvö eru í vandræðum í ensku úrvalsdeildinni. Þau töpuðu bæði stórleikjum í gær. Starf Ronalds Koeman, knattspyrnustjóra Everton, hangir á bláþræði. í prentun. Everton er komið í fall­ sæti eftir tapið fyrir Arsenal í gær og hefur frammistaða liðsins verið mjög slæm. Það hefur fengið á sig 18 mörk í níu leikjum í deildinni og aðeins skorað sjö. Liðið hefur ekki unnið í fimm leikjum í röð í öllum keppnum. Wayne Rooney veitti stuðnings­ mönnum Everton von snemma leiks með frábæru marki. Það slokknaði hins vegar fljótt í vonarglætunni þegar sofandaháttur í vörninni olli því að Nacho Monreal jafnaði leikinn fyrir Arsenal. Þá hrundi allt hjá Everton og má Koeman þakka Jordan Pickford í markinu að ekki fór enn verr en raun bar vitni, leikn­ um lauk með 2­5 sigri Arsenal. Hann er í raun einu sumarkaup Koemans sem virðast hafa gert eitthvað fyrir Everton. Engin taktík og engin gleði Liðið virðist ekki ná saman, og það lítur út fyrir að Koeman viti ekki hvernig hann á að stilla liðinu upp til þess að fá það besta út úr því. Níu sinnum á tímabilinu hefur Koeman gert breytingu á liði sínu í hálfleik, sem segir sitt um ráðaleysi hans. Það sem er verst í þessu öllu fyrir okkur Íslendinga er að Gylfi Þór Sigurðs­ son virðist týndur í þessu liði. Koeman hefur ekki verið að spila honum í holunni sinni og vantar sterkan framherja sem Gylfi getur skapað mörk fyrir. Allir þeir stuðningsmenn Liver­ pool sem gagnrýndu Jose Mour­ inho og varnarsinnaða taktík hans í stórleik Liverpool og Man­ chester United í síðustu viku ættu að óska eftir því að hann kæmi og læsi Klopp og Koeman pistilinn, en Bítlaborgarliðin tvö fengu á sig níu mörk samanlagt í gær, eitthvað sem á ekki að viðgangast hjá liðum af þeim styrkleika sem þessi forn­ frægu lið eiga að hafa. astrosyr@365.is Þetta er neikvæð staða fyrir liðið. Allt er neikvætt. Ronald Koeman Liverpool hefur ekki fengið jafn mörg mörk (16) á sig eftir níu leiki í efstu deild frá tímabilinu 1964-65. Þá fékk Liverpool á sig 20 mörk í fyrstu níu leikjunum. Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leik Everton og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Everton tapaði 2-5 og situr í fallsæti. Gylfi náði sér ekki á strik í leiknum í gær, ekki frekar en aðrir leikmenn Everton. NordicphotoS/GEtty Essence í 9 mismunandi litum Þýsk gæði í eldhúsið vALGERðUR ENN óSiGRUð valgerður Guðsteinsdóttir vann sinn þriðja boxbar­ daga sem atvinnu­ maður á laugar­ daginn. Hún bar þá sigurorð af Dominiku Novotny en bar­ daginn fór fram á Oslofjord Fight Night í Noregi. valgerði tókst að slá Novotny niður í fyrstu lotu en Novotny náði að standa upp og kláruðu þær allar fjórar loturnar. Því þurfti dómara­ ákvörðun til að skera úr um sigur­ vegara og var það valgerður sem hafði betur. Hún hefur unnið alla þrjá bardaga sína sem atvinnu­ maður. Íslensku keppendurnir á NEM í fimleikum brugðu á leik að móti loknu í gær. MyNd/fiMlEikASAMbANd ÍSlANdS Fimleikar Íslendingar unnu til sex verðlauna á Norður­Evrópumótinu (NEM) sem fór fram í Þórshöfn í Fær­ eyjum um helgina. Íslenska kvennaliðið vann silfur í liðakeppninni. Íslensku stelpurnar fengu samtals 146,432 í einkunn, 0,968 minna en sigurvegararnir frá Noregi. Íslenska karlaliðið lenti í 5. sæti og var ekki langt frá því að kom­ ast á verðlaunapall. „við stelpurnar stefndum á gullið svo þetta er smá sárt. En á sama tíma er frábært að enda með silfur. við vorum með mjög gott lið í ár,“ sagði Dominiqua Alma Belányi, sem var hluti af silfurliði Íslands, í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún kvaðst ekki nógu sátt með dómgæsluna í liðakeppninni. „Satt að segja hefði ég viljað fá sömu dómgæslu og Noregur fékk í síðasta hollinu. Það var smá með­ byr með norsku stelpunum og þær rétt skutust fram úr okkur á síðasta áhaldi,“ sagði Dominiqua. irina Sazonova fékk silfur í fjöl­ þraut en hún fékk 49,666 í einkunn. Thelma Aðalsteinsdóttir og Agnes Suto­Tuuha komu líka heim með silfur. Thelma varð önnur í keppni á tvíslá og Agnes lenti í 2. sæti í keppni á slá. Eyþór Baldursson vann til brons­ verðlauna í stökki og valgard Rein­ hardsson náði einnig í brons á svifrá. „Ég er ótrúlega ánægð. Það er frá­ bært að ná silfri í liðakeppninni og flottur árangur hjá irinu að enda í 2. sæti í fjölþrautinni. við náðum árangri á öllum sviðum,“ sagði Dom­ iniqua ánægð. – iþs Hefðum viljað fá sömu dómgæslu AðALSTEiNN TiL ERLANGEN Aðalsteinn Eyjólfsson er tekinn við Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Aðalsteinn þjálfaði Hüttenberg í tæp þrjú ár og náði frábærum árangri með liðið. Hann kom Hüttenberg upp um tvær deildir á jafn mörgum árum og skilur við liðið í 15. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Aðalsteinn stýrði liðinu í síðasta sinn í 31­30 tapi fyrir Lemgo í gær. Hann tekur við þjálfarastarfinu hjá Erlangen af Robert Andersson. Erlangen, sem steinlá fyrir Leipzig í gær, situr í 16. sæti þýsku deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Wetzlar á útivelli 2. nóvember næstkomandi. Aðalsteinn, sem er fertugur, þjálfaði áður TuS Weibern, Kassel og Eisenach í Þýskalandi auk þess sem hann þjálfaði hjá Stjörnunni, Gróttu/KR og ÍBv hér á landi. S p o r t ∙ F r É t t A B L A ð i ða l a 19m Á N U D a G U r 2 3 . o k t ó B e r 2 0 1 7 2 3 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 8 -1 B 6 4 1 E 0 8 -1 A 2 8 1 E 0 8 -1 8 E C 1 E 0 8 -1 7 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.