Fregnir - 01.10.2009, Blaðsíða 3

Fregnir - 01.10.2009, Blaðsíða 3
FREGNIR. Fréttabréf Upplýsingar - Félag bókasafns- og upplýsingafræða 34. árg. - 2. tbl. 2009 3 Frá ritnefnd 2. tölublað Fregna 2009, er orðið að veruleika nokkuð seinna en ætlað var. Efnisöflun hefur verið stöðug og þökkum við höfundum kærlega fyrir þeirra framlag. Áætlað er að gefa út eitt blað enn fyrir jól og erum við þegar farnar að huga að efni í það blað. Allt þetta umstang byggist á efni frá ykkur, kæru lesendur og hvetjum við ykkur til að setjast niður og senda okkur efni. Okkur finnst alls kyns starfsemi safna og safnamanna eiga erindi í blaðið. Það sem er að gerast hverju sinni. Dálkurinn Heyrst hefur... er nokkuð rýr núna, lítið um nýjar fréttir, en eins og margsagt er: Engar fréttir – góðar fréttir. Við viljum samt endilega halda áfram að koma á framfæri fréttum af ykkur. Við fögnum aukinni útgáfuflóru hjá Upplýsingu, með Fréttamolum stjórnar og gleðumst yfir Morgunkornum félagsins. Fanney og Gunnhildur Erum við fagleg? Fagmennska hefur að mínu viti þrenns konar merkingu. Í fyrsta lagi vísar fagmennska í störf okkar og hversu vel við vinnum þau. Sá sem uppfyllir ekki grunnskyldu starfsins er einfaldlega ekki að inna starfið af hendi eins og ætlast er til. Öll höfum við metnað til að gera vel í starfi og sem betur fer tekst okkur oftast nær vel upp og erum því í heildina að sinna starfi okkar af dyggð. Þá er með orðinu fagmennska oft verið að vísa í ákveðið starf eða fag samanber bókasafns – og upplýsingafræði. Við vísum til fagsins en til þess að sinna því þarf ákveðna þekkingu, unnið er eftir ákveðnum verklagsreglum og höfð í heiðri ákveðin gildi sem einkenna starfið. Við göngum líka inn í ákveðið hlutverk sem fagstétt og við það hefur stéttin fengið ákveðna ímynd. Við sem fagaðilar höfum valið okkur að stunda þetta fag, lagt á okkur heilmikið nám og fengið til þess þjálfun. Fagið hefur fengið löggildingu og enginn hefur rétt til þess að kalla sig bókasafns- og upplýsingafræðing nema að hafa að baki ákveðna menntun. Þá hefur fagmennska hvoru tveggja siðferðilega tilvísun og vísun í færni einstaklingsins í faginu. Það hefur í för með sér að viðskiptavinir og almenningur gerir ákveðna kröfu á hendur okkar sem fagaðila um hegðun, kunnáttu og færni. Þá erum við komin að kjarna málsins – sem sé hvort við erum fagleg? Síðastliðið vor auglýsti Upplýsing eftir fólki sem vildi koma að stofnum faghóps um stéttina. Nokkrir komu og hópnum var komið á laggirnar. Tilgangur hópsins er einmitt að skoða öll þau mál sem að faginu og stéttinni snúa og horfa á þau frá ýmsum sjónarhornum. Fagstétt eins og okkar verður nefnilega alltaf að vera í sjálfsskoðun um fagleg málefni og vinna í úrbótum þeirra mála sem útaf standa. Eitt fyrsta verkefnið sem hópurinn leggur upp með er að fjalla um starfsheitið sem slíkt. Það er mikilvægt fyrir hvern og einn í fagstéttinni að vera þátttakandi í þessari umræðu. Því eru allir hvattir til að fylgjast vel með umræðunni, mynda sér skoðun og leggja orð í belg. Vonandi komum við út úr þeirri umræðu betur meðvituð um hvað felst í því að vera fagleg. Hrafnhildur Hreinsdóttir formaður Upplýsingar

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.