Fregnir - 01.10.2009, Blaðsíða 27

Fregnir - 01.10.2009, Blaðsíða 27
FREGNIR. Fréttabréf Upplýsingar - Félag bókasafns- og upplýsingafræða 34. árg. - 2. tbl. 2009 2 var forseti 2007-2008. Óskar var kallaður til ábyrgðarstarfa á vegum umdæmisins árið 2000 og hefur verið viðloðandi umdæmisstjórnun síðan, m.a. gengt störfum formanns stefnumótunar-, golf- og Internetnefndar, verið umsjónarmaður gagnagrunns, og erlendur ritari og umdæmisritari. Þegar áskorun um að takast á við æðstu stöðu hreyfingarinnar lá fyrir var ekki skorast undan og slagurinn tekinn. Hann hlaut brautargengi og tók við starfi umdæmisstjóra 1. október sl. Kiwanis er alþjóðlegur félagsskapur sjálfboðaliða sem hefur það að markmiði að bæta heiminn með þjónustu í þágu barna. Kjörorð hreyfingarinnar eru “Hjálpum börnum heimsins” Með þessi orð að leiðarljósi hefur t.d. tekist í góðri samvinnu við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna að eyða joðskorti í heiminum. Í heimabyggð hefur hreyfingin tekið geðverndarmál uppá sína arma og gengst þriðja hvert á fyrir landssöfnun með sölu svonefnds K-lykils, lykils að betra lífi þess fólks sem á við geðræna sjúkdóma að stríða. Þjónustuverkefni Kiwanisklúbba á Íslandi eru margvísleg og veita þeir tugmilljónum til samfélagslegrar hjálpar á ári hverju. Kiwanis er þó líklega þekktast hérlendis fyrir að gefa öllum 6 ára börnum í grunnskólum landsins Kiwanishjálma. Á undanförnum 7 árum hafa um 10% þjóðarinnar fengið glæsilega öryggishjálma að gjöf í góðri samvinnu við Eimskip sem bakhjarl verkefnisins. Kiwanisfélagar í heiminum eru um 600 þúsund. Um er að ræða konur, karla, fullorðna, ungmenni og börn allt frá 6 ára aldri. En það er einmitt í ungliðastarfi Kiwanis sem mesti vaxtarbroddurinn er. Á Íslandi og í Færeyjum starfa nú nærri þúsund félagar og að baki þeim hafa makar myndað með sér samtök þannig að í íslensku Kiwanisfjölskyldunni eru nú hátt í 2 þúsund manns. Starfið fer fram í hefðbundnum karla, kvenna og blönduðum klúbbum, en að auki er einn grunnskólaklúbbur og unnið er að stofnun klúbba í framhaldsskólum. Afhending viskueplis Ársafns eftir vistaskipti samstarfsmanns

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.