Fregnir - 01.10.2009, Blaðsíða 21

Fregnir - 01.10.2009, Blaðsíða 21
FREGNIR. Fréttabréf Upplýsingar - Félag bókasafns- og upplýsingafræða 34. árg. - 2. tbl. 2009 21 Tímarit sem gefið er út á þremur útgáfuformum: ISSN-L 1188-1534 Prentuð útgáfa: Plant varieties journal (Ottawa) = ISSN 1188-1534 Rafræn útgáfa: Plant varieties journal (Ottawa. Online) = ISSN 1911-1479 Útgáfa á geisladiski: Plant varieties journal (Ottawa. CD-ROM) = ISSN 1911-1460 Útgefendur geta nálgast töflu yfir ISSN-L númer á vef alþjóðaskrifstofunnar http://www.issn.org/ Helga Kristín Gunnarsdóttir ISSN/ISBN skrifstofa Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni Starfsmenn bókasafns LSH eru þessa dagana að leggja lokahönd á að skanna og skrá inn allar fræðigreinar úr Sálfræðiritinu. (Tímariti Sálfræðingafélags Íslands) í varðveislusafnið Hirslu. Samhliða skráningu í safnið er síðan settur rafrænn hlekkur úr Gegnis færslum greinanna yfir í rafræna útgáfu þeirra í safninu. Þar sem tímaritið hefur ekki verið til á rafrænu formi, þá er það von starfsmanna LSH að með þessari vinnu megi auka sýnileika þess. Þannig er hægt að og veita almenningi greiðari aðgang að áreiðanlegum upplýsinngum skrifuðum af fagmönnum um margvísleg sálræn- og félagsleg vandamál sem koma upp í nútíma samfélagi. Efni greinanna er mjög fjölbreytt, og margar þeirra skrifaðar þannig að almenningur, nemar sem og fagfólk geta sótt sér fróðleik og fræðslu. Sem dæmi um efni sem finna má í þessu greinum er: spila- og tölvuleikjafíkn, áfallastreita, fræðingarþunglyndi, áraskanir, kvíðanæmi og felmtursraskanir. Hægt er að skoða þær greinar sem skráðar hafa verði með því að smella á þennan hlekk. http://hirsla.lsh.is/lsh/browse?type=journal&value=S%C3%A1lfr%C3%A6%C3%B0iriti%C3%B0 &sort_by=1&order=ASC&rpp=100&etal=0&submit_browse=Updat Heimasíða Hirslunnar er: http://hirsla.lsh.is/lsh/

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.