Fregnir - 01.10.2009, Blaðsíða 34

Fregnir - 01.10.2009, Blaðsíða 34
FREGNIR. Fréttabréf Upplýsingar - Félag bókasafns- og upplýsingafræða 34. árg. - 2. tbl. 2009 34 1900. Sýndi hún margar stórkostlegar myndir þekktra sænskra ljósmyndara í eigu Konunglega bókasafnsins, s.s. Henry B. Goodwin sem þekktur var fyrir að ljósmynda listafólk alls konar, eins og Selmu Lagerlöf o.fl. og vildi færa ljósmyndunina meira til listræns horfs. Þá nefndi hún Anna Riwkin sem ljósmyndaði m.a. Karin Boye og Söru Lidman og síðast en ekki síst talaði Eva um August Strindberg sem var ekki bara þekktur sem rithöfundur heldur einnig sem ljósmyndari og vann yfir 18 ár á Konunglega bókasafninu í Stokkhólmi, m.a. við varðveislu mynda. Einnig vakti Eva athygli á þeirri miklu þýðingu sem ljósmyndin hafði þegar farið var að halda þessar stóru sýningar út í heimi eins og heimssýninguna í París 1855 og Listiðnaðarsýninguna í Stokkhólmi 1866, og eins hve mikið heimildagildi það hafði þegar farið var að ljósmynda leiðangra til fjarlægra landa, t.d. Andréexpeditionen 1896 sem varð mjög fræg á Norðurlöndum. Fyrirlestur Evu var einstaklega skemmtilegur og fróðlegur, einkum fyrir fólk sem hefur áhuga á sagnfræði og rithöfundum, auk ljósmyndunar. Á eftir Evu flutti Pelle Snickars, yfirmaður rannsóknasviðs Konunglega bókasafnsins, erindi sitt sem bar heitið „Rörliga bilder i det binära medielandskapet - ett arkivperspektiv“. Þar fjallaði hann um þá byltingu sem „hreyfanlegar myndir“ á netinu (video) hafa valdið varðandi upplýsingaöflun hverskonar. Fólk sækti sér ekki lengur eingöngu upplýsingar í prentuðu/ lesanlegu formi heldur ekki síður hið talaða og myndræna mál hreyfanlegra mynda (m.a. kvikmynda). Þannig væri hinn hefðbundni skilningur á sambandi myndar og texta rofinn. Nefndi hann að fólk yrði að gera sér grein fyrir að í dag nær fólk í vitneskju sína og myndir gegnum gagnvirka vefi, s.s. MySpace, Facebook, YouTube o.fl. þar sem notendur - hvar og hverjir sem þeir eru - geta jafnframt komið á framfæri nýjum myndum og fróðleik svo þúsundum skiptir á degi hverjum. [Sem dæmi getur hver sem er bætt inn myndum af stöðum á GoogleEarth eða leiðrétt myndir sem ekki eru rétt staðsettar, sbr. einnig upplýsingar á Wikipedia / innsk. GF]. Benti hann á að í hefðbundnu myndaheimildasafni (mediearkiv) væri u.þ.b. 5% notaður en afgangurinn lægi ónotaður. Á vefnum væri þessu þveröfugt farið, á YouTube, sem dæmi, væri þannig 95% allra mynda á þeim vef í stöðugri notkun. Því væri það grundvallaratriði að myndasöfn (kvikmynda-, video-, ljósmyndasöfn...) nýttu sér betur kosti internetsins og þeirri gagnvirkni sem þar er að finna á ýmsum vefjum:

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.