Fregnir - 01.10.2009, Blaðsíða 37

Fregnir - 01.10.2009, Blaðsíða 37
FREGNIR. Fréttabréf Upplýsingar - Félag bókasafns- og upplýsingafræða 34. árg. - 2. tbl. 2009 3 þar sem tekið yrði sérstakt tillit til formgerðar, geymsluaðstæðna o.fl. Næst talaði Hans Cogne, prófessor frá Konstfack (Listaháskólanum í Stokkhólmi) um hönnun listaverkabóka. Á því sviði væru eðli málsins samkvæmt gerðar meiri listrænar kröfur til hönnuða en við gerð „venjulegra“ bóka. Erfitt væri að feta stíg hefðarinnar og hins frumlega, og spurning væri hvort frumleg hönnun yrði alltaf að víkja fyrir læsileika bókar. Formið sjálft fæli ekki í sér sjálfa hugmyndina (concept) sem lægi að baki, en hún væri samt mikilvæg þegar skilgreina þyrfti formið. Að lokum minnti Hans Cogne sérstaklega á óvenjulega og glæsilega sýningu Ann Hamilton (Lignum) á ljósmyndaverkum sínum í Tornhegn, Wanås, Svíþjóð (sjá: http://www.flickr.com/ photos/21564050@N07/2729577058/ http://www.ginza.se/Product/Product.aspx?Identifier=62527 3). Fyrir þessa sýningu hannaði Cogne glæsilega sýningarskrá sem vakið hefur mikla athygli sem og sýningin. Næst í fyrirlestraröðinni var Anna-Karin Larsson framleiðandi hjá Filmform sem tileinkar sér dreifingu, markaðssetningu og varðveislu á listrænum, sænskum kvikmyndum og stuttmyndum (art film & experimental video/video art). Fyrirtækið er oft ráðgefandi aðili fyrir söfn, háskóla, gallerí og kvikmyndahátíðir og hefur getið sér gott orð. Það var stofnað árið 1950 og á myndir allt frá þeim tíma og leggur áherslu á söfnun efnis frá Svíþjóð en einnig frá öllum Norðurlöndunum, m.a. frá Íslandi. Gaman var að heyra að meðal allra vinsælustu videoverka safnsins eru verk Steinu Vasulka. Anna-Karin greindi almennt frá starfsemi Filmform og þeirri þjónustu sem fyrirtækið veitir, sem og oft viðkvæmum málum sem falla undir lagalegan rétt til sýninga, birtinga o.s.frv. Síðastur fyrirlesara var Magnus af Petersens, safnvörður og leiðbeinandi hjá Moderna museet. Hans fyrirlestur var um sýningar á hreyfanlegum myndum á söfnum og réttmæti þeirra til jafns við aðra sýningar„gripi“. Tók hann sem dæmi avant-garde kvikmynd Viking Eggeling: Apropå Eggeling sem sýnd var í Moderna museet árið 1958 og þótti mjög framsækin. Eftir þessa mörgu fyrirlestra var gott að hittast og þiggja vínglas í ný innréttuðu bókasafnshúsnæði Moderna museet, rétt handan götunnar. Það hýsir nú annars vegar Konstbiblioteket, sem er bókasafn Nationalmuseet (eldri list) og Moderna museet (nútímalist), og svo hins vegar bókasafn ljósmyndasafnshluta Moderna museets (Fotografibiblioteket). Bókasöfnin voru opnuð sameiginlega fyrr á þessu ári í þessu nýja og prýðilega búna húsnæði. Þó er stór hluti bókasafnanna geymdur í geymslum og þarf því í vissum tilfellum að panta bækur með a.m.k. dags fyrirvara. Á safninu vinna sjö manns í fullu starfi en einungis er opið þrjá daga vikunnar, frá þriðjudegi til fimmtudags, milli kl. 13-16 og lokað í tvo mánuði yfir sumarið. Það er með góða lesaðstöðu og er opið almenningi en einungis er lánað efni til starfsfólks eða fólks sem vinnur við

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.