Fregnir - 01.10.2009, Blaðsíða 6

Fregnir - 01.10.2009, Blaðsíða 6
FREGNIR. Fréttabréf Upplýsingar - Félag bókasafns- og upplýsingafræða 34. árg. - 2. tbl. 2009  Á alþjóðlegum Degi læsis þann 8. september 2009 fengu allir nemendur 7. bekkjar Vallaskóla á Selfossi afhentar lestrardagbækur, skemmtilega og áhugaverða gjöf. Aðrir sjöundubekkingar á Suðurlandi fengu einnig slíkar bækur að gjöf næstu daga á eftir. Það voru nokkrar konur á Suðurlandi sem eru áhugasamar um lestur og læsi og eiga það sameiginlegt að starfa á bókasöfnum sem gáfu nemendum bækurnar. Lestrardagbókin hentar í raun bæði börnum og fullorðnum. Gaman er að skrá í hana þær bækur sem lesnar eru og skrifa nokkur orð eða hugleiðingar um bækurnar í leiðinni til að minna sig á. Tilvalið er einnig að foreldrar nýti bókina til að halda utan um það sem þeir lesa með börnum sínum, nota hana til að skrá hljóðbækur sem hlustað hefur verið á og svo framvegis. Lestrardagbókin hjálpar lesandanum að rifja upp og njóta þess sem búið er að lesa. Fyrsta útgáfa lestrardagbókarinnar kom út fyrir þremur árum og var til sölu á flestum almenningsbókasöfnum landsins. Bókin seldist fljótt upp og hefur nýrrar útgáfu verið beðið með eftirvæntingu. Í þessari útgáfu skrifar Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur formála og Björn Heimir Önundarson, nemandi í Hvolsskóla, Hvolsvelli teiknaði skemmtilegar myndir í bókina. Menningarráð Suðurlands styrkti útgáfu bókarinnar. Það gerir útgefendum kleift að færa öllum nemendum 7. bekkjar á Suðurlandi eintak af bókinni, en það eru einmitt þeir nemendur sem taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni. Í þeim hópi eru um 380 nemendur á þessu ári, en næstu tvö ár verður sjöundu bekkingum á Suðurlandi einnig gefin lestrardagbók. Lestrardagbókin er til sölu í almenningsbókasöfnum. Pantanir fyrir bókasöfn bokasafn@arborg.is Lestrardagbókarhópinn skipa Margrét Ásgeirs- dóttir og Sigríður Matthíasdóttir sem starfa við Bókasafn Árborgar, Selfossi, Barbara Guðnadóttir menningarfulltrúi Ölfuss, starfar fyrir Bæjarbókasafn Ölfuss, Elín K. Guðbrandsdóttir sem starfar á Bókasafni FSU Selfossi, Gunnhildur Kristjánsdóttir sem starfar á Héraðsbókasafni Rangæinga á Hvolsvelli og Hlíf S. Arndal sem starfar á Bókasafninu í Hveragerði. Börnin hvött til lesturs

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.