Fréttablaðið - 20.11.2017, Side 2

Fréttablaðið - 20.11.2017, Side 2
Veður Norðlæg átt í dag, 8-15, en hvassara við norðurströndina um kvöldið. Éljagangurinn einkum bundinn við norðanvert landið og meira og minna samfelld ofankoma annað kvöld, en lengst af léttskýjað sunnan- og vestanlands. sjá síðu 18 MERKIÐ MITT Skoðaðu litríkt úrval á bros.is Bros auglýsingavörur, Norðlingabraut 14. Bros auglýsingavörur með þínu merki Minningarathöfn um þá sem hafa látist í umferðarslysum á Íslandi var haldin við þyrlupallinn á Landspítalanum í Fossvogi í gær. Um leið var við- bragðsaðilum, lögreglu, Landhelgisgæslu, björgunarsveitum og heilbrigðisstéttum þakkað fyrir framlag þeirra. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fluttu ávörp. Fréttablaðið/Jóhann K. Jóhannsson íþróttir „Það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn í þessa áhrifa- miklu stöðu,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Hann var um helgina kjör- inn næsti forseti Evrópska golfsam- bandsins, EGA, á aðalfundi sam- takanna í Lausanne í Sviss. Haukur Örn mun taka við embættinu árið 2019 af Pierre Bechmann. „Fyrirkomulagið hjá EGA er þannig að forsetinn er kosinn með tveggja ára fyrirvara þannig að nú mun ég gegna embætti „verðandi forseta“ eða „president-elect“ næstu tvö árin. Svo tek ég við forsetaemb- ættinu árið 2019 og gegni því til ársins 2021.“ Haukur Örn þekkir vel Evrópska golfsambandið en hann sat í móta- nefnd EGA á árunum 2010-2014 og hefur setið í framkvæmdastjórn þess frá árinu 2015. Hann varð þá fyrsti Íslendingurinn sem kjörinn er í framkvæmdastjórn EGA. „Þetta fyrirkomulag gefur mér kost á að kynnast betur störfum forseta sambandsins áður en ég tek sjálfur við embættinu eftir tvö ár. Þetta er vissulega mikill heiður fyrir mig en ekki síður viðurkenn- ing fyrir íslenskt golf og velgengni þess síðastliðin 15 ár. Það er margt spennandi að gerast í evrópsku golfi og ég efast ekki um að þessi aðkoma mín að EGA muni gefa okkur hér á landi enn meiri byr í seglin“, segir Haukur Örn. Haukur Örn segir að golfíþróttin sé með stærstu íþróttum í Evrópu. „Á Íslandi er þetta næststærsta íþróttin á eftir knattspyrnu og það sama gildir um mörg önnur Evr- ópuríki.“ Hann segir íþróttina vera vaxandi. „Á Íslandi hefur hún vaxið gríðarlega síðustu fimmtán ár. Við fögnuðum 75 ára afmæli Golfsam- bandsins á þessu ári og gaman að það skyldi hitta á besta ár í sögu golfhreyfingarinnar. Iðkendur hafa aldrei verið fleiri en í ár og það er jákvæð þróun í mörgum Evrópu- ríkjum,“ segir Haukur. Á sama tíma glími gamalgrónar golfþjóðir eins og Englendingar og Skotar við vanda, með fækkun skráðra félaga í golfklúbbum. jonhakon@frettabladid.is Kjörið viðurkenning fyrir íslenskt golf Forseti Golfsambands Íslands var um helgina kosinn verðandi forseti Evrópska golfsambandsins. „Viðurkenning fyrir íslenskt golf og velgengni þess síðastliðin 15 ár,“ segir hann. Árið í ár hafi verið besta ár í sögu golfíþróttarinnar á Íslandi. haukur Örn birgisson, forseti Golfsambandsins, segist ekki efast um að að- koma sín að EGa muni gefa okkur hér á landi byr í seglin. Fréttablaðið/stEFán Við fögnuðum 75 ára afmæli Golfsam- bandsins á þessu ári og gaman að það skyldi hitta á besta ár í sögu golfhreyfingarinnar. Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ Hvað er Evrópska golfsambandið? Evrópska golfsambandið var stofnað árið 1937 og er sam- band 48 golfþjóða innan Evrópu, sem hefur meðal annars það hlutverk að sjá um framkvæmd Evrópumóta og annarra alþjóð- legra keppna, ásamt því að stuðla að framþróun íþróttar- innar í álfunni. Evrópska golf- sambandið er regnhlífarsamtök allra golfsambanda í Evrópu. Haukur segir að staða Evrópska golfsambandsins í golfheim- inum sé kannski ekki ósvipuð og staða Evrópska knattspyrnu- sambandsins (UEFA) er í knatt- spyrnuheiminum. umhverfismál Vegna viðhalds á skólpdælustöð við Faxaskjól verður óhreinsuðu skólpi sleppt í sjó við stöðina frá og með deginum í dag og til 27. nóvember. Endurnýja á undir- stöður sem skólpdælurnar hvíla á en þetta er í fyrsta skipti síðan dælu- stöðin var gangsett árið 1992 sem það er gert. Til þess að verkið gangi eins hratt og mögulegt er verður unnið á vöktum allan sólarhringinn. Veitur mælast til þess í tilkynn- ingu að fólk sé ekki í eða við sjóinn í nálægð við dælustöðina á meðan þetta ástand varir. Skilti verður sett upp við dælustöðina sem varar fólk við því að fara í sjó eða fjöru. – jhh Skólp lekur í sjó við Faxaskjól  Minningarathöfn vegna umferðarslysa stjórnmál Formenn Sjálfstæðis- flokks, Vinstri grænna og Fram- sóknar hittust ekki í gær eins og áformað var, en hlé var gert á fundum síðdegis á föstudag vegna haustfundar Miðstjórnar Fram- sóknarflokksins sem fór fram á föstudag og laugardag. Formennirnir töluðu hins vegar saman í síma og settu sér fyrir heimavinnu sem þau unnu hvert í sínu lagi. Viðræðum verður fram haldið í dag og hittast formenn- irnir nú fyrir hádegi í Ráðherra- bústaðnum. Enn er unnið að því að hnýta lausa enda í málefnasamningi flokkanna en beðið verður með við- ræður um skiptingu ráðuneyta þar til í lok viðræðna þegar málefna- samningur flokkanna liggur fyrir. Búast má við að viðræðum ljúki ekki fyrr en undir lok vikunnar. – aá Viðræður fara á fullt aftur eftir helgarfrí dómsmál Séra Skírnir Garðarsson, fyrrverandi prestur í Lágafellssókn í Mosfellsbæ, vill fá bætur frá söfnuð- inum vegna ólöglegrar meðferðar á tölvupóstum hans. Í september úrskurðaði Persónu- vernd að þáverandi samstarfsmenn Skírnis í Lágafellssókn, sóknarprest- ur og framkvæmdastjóri, hafi fram- sent biskupi tölvupóst frá Skírni með ólögmætum hætti. Í frétta- tilkynningu segir að Skírnir hafi nú farið yfir úrskurðinn með ráðgjöfum og lögfræðingi. „Hann væntir þess að heyra frá Lágafellssókn varðandi málið, og uppgjör bóta vegna brot- anna, en mun að öðrum kosti kæra málið til yfirvalda og leita réttar síns fyrir dómstólum.“ – gar Prestur krefst þess að fá bætur frá Lágafellssókn séra skírnir Garðarsson. 2 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 m á n u d A G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð 2 0 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 4 1 -2 6 0 C 1 E 4 1 -2 4 D 0 1 E 4 1 -2 3 9 4 1 E 4 1 -2 2 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 1 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.