Fréttablaðið - 20.11.2017, Qupperneq 11
L-Mesitran Náttúruleg sáragræðsla með hunangi
Williams & Halls hefur hafið sölu á sárameðferðarvörum frá hollenska fyrirtækinu L-Mesitran. Allar vörurnar
innihalda sérstakt lækningahunang en hunang hefur verið notað í sáragræðslu í þúsundir ára. Hunangið er laust
við skordýraeitur, sýklalyf, málma og illgresiseyði og að auki er það geislað til að eyða út bakteríugróum. Margar
rannsóknir hafa verið gerðar sem sýna árangur og eiginleika hunangs í sárameðferð. Helstu eiginleikar L-Mesitran:
Bakteríueyðandi Bólgueyðandi Hreinsar sár og minnkar lykt
Örvar sáragræðslu Árangursríkt án mikils kostnaðar
L-Mesitran hentar vel á þrýstingssár, sykursýkissár, núningssár, æðasár, brunasár (1°og 2°), krabbameinssár,
sýkt sár og skurðsár. Ekki skal þó setja neitt á ný brunasár heldur þarf að kæla þau fyrst með volgu vatni og fá
læknisaðstoð ef þörf krefur. Smyrslið og gelið er einfaldlega borið beint á sárið og umbúðir síðan yfir.
Rétt er að benda á að leita ráða hjá lækni ef þörf krefur og eins ef mikil sýking er í sári.
Nánari upplýsingar fást á www.wh.is.
Vörurnar fást í Lyf og heilsu, Apótekaranum, Hraunbergsapóteki,
Lyfsalanum Glæsibæ,Akureyrarapóteki, Apóteki Mos og Apóteki Ólafsvíkur.
- sitran Náttúruleg sáragræðsla með hunangi
Willia s & Halls lyfjafyrirtæki kynnir sáravörurnar frá L-Mesitran en allar vörurnar innihalda sé stakt lækningahunang. Hunang
hefur verið notað í sáragræðslu í þús ndir ára og eru til fjölmargar rannsóknir sem sýna fram á gó an árangur hu angs í sárameðferð.
Hunangið sem notað er í L-Mesitran vörurnar er geislað og er laust við allt skordýraeitur.
Helstu eiginleikar L-Mesitran:
Þegar L-Mesitran vörurnar komast í snertingu við sár, þá dregur hunangið vökva úr nærliggjandi vefjum með osmósu. Við það
breytist umhverfi sársins á jákvæðan hátt og flýtir fyrir sáragræðsluferlinu. L-Mesitran vörurnar innihalda jafnframt C- og E-vítamín
en þessi doxu arefni ru talin stuðla að nýmyndun æða í rabeði u, örva kollagenframleiðslu, ýta undir fjölgun frumn og
flu ning þeirra. Það er því ekki einungis hunangið í L-Mesitran sem stuðlar að hraðri sáragræ slu heldur einnig hjálpar fnin.
L-Mesitran hentar á allar gerðir sára t.d. sykursýkissár, legusár, sýkt sár, æðasár, krabbameinsútvexti og brunasár (nema 3°bruna).
Vörurnar eru einfaldar í notkun en smyrslið og gelið er borið beint á sárið og umbúðir síðan yfir.
Rétt er að benda á að leita ráða hjá lækni eða hjúkrunarfræðingi ef þörf krefur og eins ef mikil sýking er í sári.
Fæst í helstu apótekum. Nánari upplýsingar á www.wh.is
Bakteríueyðandi Bólgueyðandi Hreinsar sár og minnkar lykt
Örvar sáragræðslu Árangursríkt án mikils kostnaðar
Þann 15. mars 2016 var sam-þykkt þingsályktun á Alþingi að 20. nóvember ár hvert skuli
helgaður fræðslu um mannrétt-
indi barna, en sá dagur er afmælis-
dagur Barnasáttmála Sameinuðu
þjóðanna. Barnaheillum – Save the
Children á Íslandi var falið af þáver-
andi innanríkisráðherra og mennta-
og menningarmálaráðherra að sjá
um framkvæmd dagsins.
Í tilefni af degi mannréttinda
barna í ár opnuðu Barnaheill – Save
the Children á Íslandi mannrétt-
indasmiðju fyrir öll börn allt frá
leikskóla og upp í framhaldsskóla
hvaðanæva af landinu. Send voru
bréf til kennara til að hvetja þá til
þátttöku sem fólst í því að vinna
skapandi verkefni um mannréttindi
barna og senda inn í fjársjóðskistu á
vegum Barnaheilla.
Þetta árið var lögð sérstök áhersla
á réttindi allra barna til þátttöku, að
láta skoðanir sínar í ljós og að hafa
áhrif, eins og segir í 12. og 13. grein
Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Yfirskrift mannréttindasmiðjunnar
2017 er því Raddir barna. Mannrétt-
indasmiðjan er ekki keppni heldur
eins konar samsýning og samfélags-
þátttaka þar sem lögð er áhersla á
samvinnu og að hvert og eitt barn fái
að njóta sín á eigin forsendum.
Í dag verður fjársjóðskistan með
verkum barnanna opnuð formlega
á vefnum http://www.barnaheill.
is/dagurmannrettindabarna. Þaðan
geta þau börn sem hafa aldur til
deilt verkum sínum og foreldrar
deilt verkum barna sinna að fengnu
samþykki þeirra og hvetjum við til
að myllumerkið #dagurmannrett-
indabarna verði notað. Nánari upp-
lýsingar um verkefnið er að finna á
sömu vefslóð. Barnaheill hvetja alla
leikskóla, grunnskóla og framhalds-
skóla til að nýta Dag mannréttinda
barna til að fjalla um og fræða nem-
endur um mannréttindi sín.
Dagur mannréttinda
barna er í dag
Erna
Reynisdóttir
framkvæmda-
stjóri Barna-
heilla – Save
the Children á
Íslandi
Fullorðið fólk telur sig of oft vita hvað er börnum fyrir bestu og hvað þau vilja, frekar en þau
sjálf. Færni barna til þess að ákveða
sjálf hvað þau vilja er stórlega van-
metin og raddir barna eru alltof oft
hunsaðar í málum sem varða þau í
okkar samfélagi. Við viljum öll gera
það sem er börnum fyrir bestu.
Greiðasta og áhrifaríkasta leiðin til
þess er að hlusta og taka mark á því
sem við segjum. Því er mikilvægt að
raddir barna og ungmenna fái að
heyrast og að fullorðna fólkið hlusti.
Alltof mörg dæmi eru til um það
að fullorðið fólk hunsi rödd ungs
fólks í málum sem varða þau og er
það aðallega í menntamálum en
við erum að stefna í rétta átt þó
hægt gangi. Ég hef heyrt of mikið af
sögum og upplifað sjálfur aðstæður
þar sem ráðamenn sitja fundi með
ungmennum og sýna vanvirðingu
og áhugaleysi sem þeir myndu
aldrei komast upp með í öðrum
aðstæðum, og noti ungmenni oft
aðeins sem pólitískan sýningargrip.
Orðtakið „Ekkert um okkur án
okkar“ er orðtak sem við sem berj-
umst fyrir réttindum barna notum
mikið. Sorglegt en satt tíðkast sá
siður hjá ráðamönnum að taka
ákvarðanir sem varða okkur án
nokkurs samráðs við ungmenni.
Fer það oft ekki vel í okkur ung-
mennin því þetta er okkar framtíð,
ekki þeirra og látum við því ekki
kyrrt liggja.
Til dæmis má nefna þær ótal
ákvarðanir sem hafa verið teknar
varðandi samræmdu prófin og stytt-
ingu framhaldsskóla í fyrra án sam-
ráðs við ungmenni. Eftir það atvik
hafa hlutirnir breyst en við eigum
ennþá mikið verk fyrir höndum og
er boltinn núna hjá ráðamönnum.
Þeir þurfa að taka sig á og bæta það
landslag sem við höfum núna veru-
lega.
Taka má til fyrirmyndar Mennta-
málastofnun sem á síðasta ári stofn-
aði ungmennaráð Menntamála-
stofnunar. Þó það sé ennþá ekki
fullmótað gengur það vel fyrir sig
og er á réttri leið. Er ungmennaráð-
ið ennþá frekar ungt en það hefur
strax sýnt fram á mikilvægi þess að
hafa samstarf við ungmenni. Þetta
er dæmi um vinnubrögð sem aðrar
opinberar stofnanir ættu að temja
sér því við höfum margt, margt fram
á að færa.
Það er löngu tímabært að við
hlustum á það sem börn, unglingar
og ungmenni hafa að segja. Það
erum jú við sem erfum þennan
heim. Hvert barn hefur mikið fram
að færa sem er ástæða þess að við
í ungmennaráði UNICEF hvetjum
ykkur foreldra, ráðamenn, forseta,
kennara og allt fullorðið fólk til að
gefa börnunum orðið og heyra hvað
þeim liggur á hjarta.
Ekkert um okkur án okkar
Jökull Ingi
Þorvaldsson
fyrir hönd Ung-
mennaráðs
UNICEF á Íslandi
Hvert barn hefur mikið fram
á að færa sem er ástæða þess
að við í ungmennaráði UNI-
CEF hvetjum ykkur foreldra,
ráðamenn, forseta, kennara
og allt fullorðið fólk til að gefa
börnunum orðið og heyra
hvað þeim liggur á hjarta.
S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 11M Á n u D A G u R 2 0 . n ó v e M B e R 2 0 1 7
2
0
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
4
1
-4
D
8
C
1
E
4
1
-4
C
5
0
1
E
4
1
-4
B
1
4
1
E
4
1
-4
9
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
1
9
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K