Fréttablaðið - 20.11.2017, Qupperneq 40
Norska ríkissjónvarpið NRK sýnir um þessar mundir raunveruleikaþætti og keppni um besta saumameistarann eða Symesterskapet. Í einum þættinum átti að sauma föt úr gömlum dúkum eða gardínum.
Þátttakendum var bent á að leita í skúffum eða geymslum hjá ömmu til að
finna gamla dúka sem ekki eru lengur í notkun. Sumir voru fallega bród
eraðir og úr þeim urðu til fallegar blússur eða svuntur. „Ef maður kaupir
skyrtu með handbróderaðri blúndu er hún fokdýr,“ segir einn dómarinn
í þáttunum. Mikið er lagt upp úr endurvinnslu á alls kyns efnum. „Amma
gæti átt fallegan blúndudúk með föstum kaffibletti. Það er vel hægt að klippa
blettinn burt og nota afganginn í tískuflík. Oft er líka hægt að finna gamla
dúka á nytjamörkuðum,“ segir dómarinn.
Þættirnir sem eru átta talsins hafa notið mikilla vinsælda en þeir eru
sýndir á NRK 1 á mánudögum kl. 17.45.
Gamall dúkur er endurunninn
Það er tilvalið að nýta matarafganga gærkvöldsins í nýja og spennandi rétti daginn
eftir. Kjöt, fisk og grænmeti má
nýta á ótal vegu degi síðar, t.d.
í pottrétti, súpur, samlokur og
ofnrétti. Hér eru kjötafgangar gær
dagsins nýttir í gómsæta súpu.
200 g sneiddur laukur (2 meðal-
laukar)
3 stk. saxaðir hvítlauksgeirar
½ tsk. þurrkað timjan
2 stk. lárviðarlauf
100 g rauðar linsur, ósoðnar
250 g skornir kjötafgangar, t.d.
lamb eða kjúklingur
200 g maukaðir niðursoðnir
tómatar
1,5 l vatn
Salt
Tamari sojasósa
Svartur pipar
Laukurinn er svitaður í potti
ásamt kryddinu og hvítlauknum.
Þegar hann er orðinn glær er
vatninu, linsunum, kjötinu og
tómötum bætt út í. Sjóðið í um 30
mín. Smakkað til með salti og tam
ari sósu. Eins má bæta við hvaða
grænmeti sem er, harðsoðnu eggi
og öðru sem finnst í ísskápnum.
Heimild: www.culina.is.
Lauksúpa úr
afgangskjöti
Nýtnivikan er samevrópsk og henni er ætlað að vekja fólk til vitundar um nauðsyn
þess að draga úr magni úrgangs,
meðal annars með því að lengja líf
tíma hluta, samnýta hluti og stuðla
almennt að því að hlutir öðlist
framhaldslíf frekar en að enda sem
úrgangur. Hún er haldin árlega
með ýmsum atburðum sem stuðla
að vitundarvakningu um sjálfbæra
auðlinda og úrgangsstjórnun.
Áhersla er því lögð á að draga úr,
endurnota og endurvinna.
Nýtnivikan er hluti af um
hverfis og auðlindastefnu Reykja
víkurborgar og verður haldin
hátíðleg í Reykjavík fimmta árið
í röð, dagana 21.25. nóvember.
Þema vikunnar að þessu sinni: Að
draga úr umbúðum. Það má gera
með því að velja vörur án umbúða
eða í umfangsminni umbúðum
og að endurnota krukkur og box,
og flokka og skila umbúðum til
endurvinnslu.
Drögum úr
umbúðum
8 KYNNINGARBLAÐ 2 0 . N óv e m B e R 2 0 1 7 M Á N U DAG U RNýTNIvIKAN
2
0
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
4
1
-3
E
B
C
1
E
4
1
-3
D
8
0
1
E
4
1
-3
C
4
4
1
E
4
1
-3
B
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
5
6
s
_
1
9
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K